Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Volkswagen Polo hefur verið vinsæll smábíll til margra ára, sérstaklega hjá yngri kynslóð- inni. Fyrir skemmstu prufuók ég einum slíkum með því hugarfari að þessi bíll væri heilsársbíll jafnt fyrir malbik sem malarakstur. Nánast hljóðlaus vél Polo bíllinn sem ég ók var með 1,4 MPI bensínvél, sjálskiptur með sjö þrepa sjálfskiptingu og á að skila 85 hestöflum. Bílinn virkar frekar lítill þegar horft er á hann og ég gaf mér að hann væri þröngur að innan. Þar hafði ég rangt fyrir mér því að þegar inn í bílinn var komið var fótapláss mjög gott, axlarpláss mikið og farangursrými glettilega stórt. Það eina sem truflaði mig var ökumannssætið sem ég var ekki sáttur við. Ég fékk raunar þrjá menn til að prufa sætið sem allir voru sáttir við það en einhverra hluta vegna fann ég mig ekki í sætinu. Strax og ég setti bílinn í gang furðaði ég mig á því hversu hljóðlát vélin var. Við fyrsta stopp hélt ég að bíllinn væri útbúinn eins og margir nútímabílar sem drepa á vélinni þegar stoppað er. Pólóinn var í gangi og það heyrðist einfaldlega svona lítið í vélinni í hægagangi. Frábær miðstöð Þegar lagt er af stað er bíllinn frekar þungur fyrstu bíllengdina ef ekið er í D, en ef gírstöngin er sett alla leið niður í S þá er hann mun sprækari. Sjö þrepa skiptingin er mjög þýð og finnur maður varla þegar bíllinn skiptir sér upp og niður. Fáum bílum hef ég ekið þar sem miðstöðin er eins fljót að hitna og byrja að blása heitu. Það tók ekki nema á bilinu 500-1000 metra akstur að bíllinn næði fullum hita sem kemur sér vel á köldum vetrarmorgnum. 1400 rúmsentimetra bensínvélin skilar ágætis hröðun úr kyrrstöðu og þegar gefið er í út úr beygjum. Bakkskynjararnir virka vel á allt sem er ofar frá jörðu en 15 cm. Ég bakkaði að innkaupakörfu sem skynjarinn nam vel en kantstein, sem var innan við 15 cm hár, nam skynjarinn ekki. Á möl heyrist lítið malarhljóð undir miðjum bílnum, en töluvert malarhljóð þegar grjótið lemst í sílsana. Skriðvörnin virkar vel í lausamöl Skriðvörnin virkar mjög vel á möl og sérstaklega þegar farið er niður brekku (hef oft fundið fyrir mis- mun á skriðvörnum í öðrum bílum sérstaklega niður brekkur í möl og hálku, helst á stuttum bílum sem eru léttir að aftan). Um leið og bíllinn byrjar að missa grip á afturhjólum í lausamöl hægir Polo á vélinni og bremsar sjálfur lítillega til að fá sem fyrst grip fyrir afturhjólin. Hefði viljað prófa þennan bíl í hálku til að fá samanburð á lausamölinni þar sem ég prófaði skriðvörnina. Eyðslugrannur Eyðslan hjá mér var 7,1 lítri á hundraðið (engin langkeyrsla og oft gefið vel í til prófunar á snerpu). Að loknum þessum stutta akstri er ég nokkuð sáttur með bílinn. Bara tvö atriði sem ég fann að sem var sætið og hliðarspeglarnir. Jákvæðu punktarnir eru miklu fleiri, s.s. lágvært vélarhljóð, góð miðstöð, fótarými, baksýnisspegill, eyðsla, lítið malarhljóð, alvöru varadekk. Vélabásinn Hjörtur L. Jónsson Verð á prufubíl 3.070.000 Vél 1,4 MPI, bensín 85 hestöfl Lengd 3.970 mm Breidd: 1.901 mm Hæð 1.462 mm Verðbil á Polo 2,4-4,3 millj. VW Polo með mjög góða skriðvörn „Við höfum bætt við okkur enn einni rós í hnappagatið og ég hef trú á því að þetta sé það sem koma skal,“ segir Páll Hjaltalín Árnason sölustjóri hjá Búvís, en fyrirtækið fékk á vormánuðum umboð fyrir Dieci tæki sem m.a. eru mikið notuð í landbúnaði. Hann segir að Dieci bjóði upp á tæki af ýmsu tagi, allt frá litlum sjálfkeyrandi hjólbörum upp í eins tonna skotbómu lyftara. Fyrstu skotbómulyftararnir sem Búvís flytur inn eru nýlega komnir til landsins og segir Páll að bændur og verktakar hafi sýnt tækinu mikinn áhuga. Lyftarinn heitir Dieci Agritech og er í raun fjölnota tæki. Hann er 7,6 tonn, 130 hestöfl og með vario skiptingu og skriðgír. Skráð sem dráttarvél Tækið er skráð sem dráttarvél og er á 40KM drifi. Aftan á lyftaranum er 4 tonna þrítengi og aflúrtak. Einnig skemmir ekki að sögn Páls að hann lyftir 3,5 tonnum upp í 7 metra hæð. „Þessi útfærsla er mjög vinsæl víða í Evrópu og er ein vinsælasta vélin frá Dieci. Þetta tæki hefur staðið úti á hlaði hjá okkur í Búvís undanfarna daga og vakið mikla athygli,“ segir Páll. Dieci er 50 ára fyrirtæki Dieci er ítalskt fyrirtæki og hefur verið starfandi frá árinu 1963 eða í hálfa öld. Lengst af framleiddi fyrir- tækið steypuhrærivélar og önnur smærri tæki. Fyrsti skotbómulyftar- inn frá fyrirtækinu leit dagsins ljós árið 1983, sá fyrsti sinnar tegundar í Evrópu. Upp frá því hefur Dieci fram- leitt og selt fjöldann allan af slíkum lyfturum. Búvís er til húsa við Grímseyjargötu á Akureyri en fyrir- tækið hóf starfsemi í Sveinungsvík. Það sérhæfir sig í sölu og þjónustu búvéla og rekstrarvara til bænda og verktaka. hlj@bondi.is Volkswagen Polo leynir á sér og er stærri að innan en utan! Myndir / HLJ Ólíkt mörgum nýjum bílum í dag þá kemur Polo með stóru varadekki. Hliðarspeglarnir mættu vera stærri. sýnt skotbómulyftaranum frá Dieci mikinn áhuga. Mynd / MÞÞ Búvís með umboð fyrir Dieci Skotbómulyftari sem lyftir upp í 7 metra hæð Frá síðasta búnaðarþingi hefur verið í undirbúningi að hrinda af stað átaki í öryggismálum og vinnuvernd bænda og umhverfisásýnd landbúnaðarins. Starfshópur tilnefndur af stjórn BÍ er að störfum og er stefnt að því að verkefnið verði komið á fullt skrið með haustinu. Markmiðið verður m.a. að efla vinnuvernd og bæta öryggismál í íslenskum landbúnaði með skipulögðum hætti. Starfshópinn skipa eftirtaldir: Eiríkur Blöndal (BÍ), Gunnhildur Gylfadóttir (BSE), Guðmundur Hallgrímsson (BV), Guðmundur Sigurðsson (BV), Halla Eiríksdóttir (BSA), Sveinn Sigurmundsson (BSSL), Hjörtur Leonard Jónsson (BÍ) og Tjörvi Bjarnason (BÍ). Vinnuverndarlögin, lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum voru samþykkt árið 1980 en tóku gildi 1. janúar 1981. Lögin gilda um vinnustaði í landi, þar með talin landbúnaðarstörf. Breytingar voru síðast gerðar á Vinnuverndarlögunum árið 2005. Frá því að þessi lög tóku gildi eiga allir vinnustaðir að gera áhættumat á vinnustaðnum. Þó að lögin séu yfir 30 ára gömul eru margir sem ekki hafa hugmynd um tilvist þeirra og hvað þá að það sé skylda hvers býlis að gera áhættumat. Frá því í nóvember 2012 hefur undirritaður kynnt sér í hjáverkum hvað bændur erlendis eru að gera í öryggis- og vinnuverndarmálum. Lög og reglur eru ólíkar Margt mjög forvitnilegt er að lesa í forvarnarskjölum og slysaskýrslum frá bændasamfélögum (samtökum) í Englandi, Írlandi, Ástralíu og Bandaríkjunum. Sumt virðist fjar- stæðukennt og ekki eiga erindi við okkur Íslendinga. Víða eru reglur erlendis bæði undarlegar og næstum ótrúlegar en mun fleira er til eftir- breytni og hægt að læra af. Séu tekin nokkur dæmi úr þessum löndum þá eru áherslur mismunandi. Í flestum löndum eru forvarnir alfarið kostaðar af ríkisfé og oftast í gegnum heil- brigðisyfirvöld þó undantekningar séu vissulega á því. Bankinn lánar í Ameríku ef þú ferð fyrst á námskeið Í sumum fylkjum Bandaríkjanna taka lánastofnanir virkan þátt í forvörnum. Ef bóndi biður til dæmis um lán til að stækka hlöðuna sína fer hann á kostnað lánveitandans á byggingarnámskeið. Þegar bóndi kemur með prófskírteinið af námskeiðinu í bankann er lánið veitt (sama á við um kaup á nýrri dráttarvél, þá fer bóndi á dráttarvélarnámskeið). Strangar reglur í Ástralíu Í Ástralíu er Vinnueftirlitið meðal annars með vald til að gera tæki upptæk ef þau eru ekki löguð eftir nokkrar ítrekanir. Mjög strangar reglur eru um vinnuvernd í Ástralíu og verði slys er ekki óalgengt að sá sem ber ábyrgð á slysinu fái háa sekt fyrir að sýna ekki næga aðgæslu. Umferðarökutæki verða að vera í lagi og getur eigandi tækis verið sektaður fyrir að framljósin vanti þó að ökutækið hafi bakkað á. England og Írland hafa náð góðum árangri Heilbrigðisyfirvöld kosta að mestu forvarnir á Englandi og Írlandi. Einnig eru félög innan bænda- samfélagsins á Bretlandseyjum sem ná vel til sinna manna. Ungir bændur á Englandi stofnuðu fyrir nokkrum árum félagsskap sem heitir „Make the promise, come home safe“. (Lofaðu að koma heill heim). 29.000 bændur hafa gengið í þennan félagsskap og á síðasta ári var gerð samanburðar- könnun á hvort sjáanlegur munur væri á slysatíðni félagsmanna og bænda sem stóðu utan við félagið. Niðurstöðurnar komu á óvart því tæplega 30% færri slys urðu hjá félagsmönnum en hinum. Á Írlandi hefur verið unnið mikið í forvörnum gegn vinnuslysum síðan um 1990. Gerðir hafa verið einfaldir gátlistar fyrir landbúnað í myndrænu formi með spurningum til að krossa við. Þessir gátlistar hafa verið uppfærðir reglulega og gefið góða raun því best hafa Írar náð tíðninni niður í 1.815 slys á ári, en fyrir átak voru slys í írskum landbúnaði að jafnaði um 5.000 á ári. Einnig hafa Írar lagt mikla áherslu á bændur sem eru 65 ára og eldri enda slasaði sá aldurshópur sig oft við vinnu nálægt vinnuvélum og tækjabúnaði. Í Kanada er „Öryggisvika bænda“ Í svokallaðri „Öryggisviku bænda“ í Kanada eru haldnir fyrirlestrar og veitt fræðslu um öryggi og heilsu. Á öryggisvikuna mega allir koma og taka þátt en oftast eru þetta kosnir fulltrúar frá bændasamfélögum (svipað og fulltrúar íslenskra bænda á búnaðarþingi). Á öryggisviku gefst fyrirtækjum kostur á að kynna nýjungar í öryggismálum, öryggis- fatnað, námskeið og fleira. /Hjörtur L. Jónsson Öryggismál, heilsa bænda og vinnuumhverfi Það þarf að bæta öryggismál í íslenskum landbúnaði Áhrifarík auglýsing sem beint er til írskra bænda. Þar segir: "Ég var heppinn. Ég dó ekki í vinnuslysi eins og 22 írskir bændur í ár."

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.