Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 22. ágúst 2013 8 7 1 2 5 9 5 6 1 6 1 4 2 2 3 3 5 6 9 9 4 5 1 8 3 7 5 1 5 6 9 4 5 3 7 2 4 2 6 47 6 4 1 Sudoku Galdurinn við Sudoku- þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Ólína Stefánsdóttir býr í Hlíð unum í Reykjavík, hlustar á Blondie og horfir á Harry Potter. Fyrsta minn- ingin er úr brúðkaupi foreldranna. Nafn: Ólína Stefánsdóttir. Aldur: 8 ára. Stjörnumerki: Naut. Búseta: Hlíðarnar í Reykjavík. Skóli: Hlíðaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Tónmennt. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Köttur. Uppáhaldsmatur: Tortillur. Uppáhaldshljómsveit: Blondie. Uppáhaldskvikmynd: Harry Potter. Fyrsta minningin þín? Brúðkaup foreldra minna. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Nei, en ég er í mynd- listarskóla. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Kennari. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að sprauta köldu vatni á vini mína með garðslöngu. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Vera veik. Ertu búin, eða ætlarðu að gera eitt- hvað sérstakt í sumar? Ég er búin að fara til Vestmannaeyja, labba á Esjuna og fara á Neistaflug. Glysgjörn PRJÓNAHORNIÐ Stærð: XS =11-12 ára, (S=13-14 ára) Yfirvídd: 80 (86) cm Sídd á bol, undir handvegi: 49 (55) cm Efni Tvöfaldur svartur plötulopi nr 59 - 5, (5) plötur Frapan frá Garn.is - 1 dokka dökkgrænn nr 91247 og 1 dokka skærgrænn nr 91249 Prjónar Hringprjónn nr 6, 40 cm og 80 cm Sokkaprjónar nr 6 Heklunál nr 5 Prjónafesta 10 x 10 cm = 14 L og 20 umf slétt prjón. Notið hálfu nr stærri eða minni prjón eftir því sem við á, ef prjónafestan passar ekki hjá ykkur. Bolur Fitjið upp 134 (144) L á prjóna nr 6 með aðallit. Prj 5 umf garðaprjón fram og til baka. Tengið saman í hring og prjónið 12 (14) L sl. Prj svo br til baka 24 (28) L. Snúið við og prj 24 (28) L + 4 næstu L sl. Prj áfram fram og til baka, sl á réttunni, brugðið á röngunni, og bætið alltaf 4 L við í hverri umf líkt og áður (ekki aukið út heldur prjónað yfir fleiri lykkjur en áður). Þegar komnar eru 10 umf eru prj 4 umferðir þar sem 8 L er bætt við í hverri umf (líkt og áður). Prjónið nú slétt yfir allar lykkjurnar á prjóninum og setjið merki í hliðarnar. Héðan í frá byrjar hver hringur í vinstri hliðinni. Prjónið 9 (10) umf. Takið 10 L jafnt úr allan hringinn. Prj 12 (13) umf. Takið 10 L jafnt úr allan hringinn. Prj 12 (13) umf. Takið 2 L þannig úr í hvorri hlið: prj 1 L, prj tvær L saman, prj þar til 3 L eru að merkinu á hægri hliðinni, takið 1 L óprj, prj 1 L og steypið óprj L yfir, prj 2 L, prj 2L saman, prj þar til 3 L eru að merkinu á vinstri hliðinni, takið 1 L óprj, prj 1 L og steypið óprj L yfir, prj 1 L. Prj 12 (13) umf Takið 2 L úr í hvorri hlið eins og lýst var áðan. Prj 10 (11) umf Aukið út um 2 L í hvorri hlið. Prj 2 (3) umf svart og skiptið svo yfir í græna Frapan garnið. Prj 1 umf dökka, 3 ljósar og 1 umf dökka. Prj 3 umf svart á milli randanna. Athugið að í svörtu miðröndinni er aukið út um 2 L hvoru megin. Endurtakið þar til komnar eru 4 grænar rendur. Endið bolinn á að prj 3 umf svart. Nú eiga að vera 114 (124) L á prjóninum. Í síðustu umferðinni eru 8 L undir miðhandveginum settar á nælu eða hjálparband. Geymið bolinn og prjónið ermar. Ermar Fitjið upp 52 (56) L með aðallit og prj 5 umf garðaprjón fram og til baka. Tengið í hring og prj 2 (3) umf slétt. Skiptið yfir í Frapan garnið og prjónið rendur eins og lýst var á bol. Í annarri og þriðju svörtu röndunum eru 4L teknar úr í hvort skipti. Einnig eru 4 L teknar úr í annarri svörtu umf eftir að röndunum sleppir. Prj 18 (20) umf Aukið út um 2 L undir erminni. Prj 14 (15) umf Aukið aftur út um 2 L. Prjónið nú ermina þar til hún mælist 47 (49) cm eða eins löng og óskað er. Í síðustu umferðinni eru 8 L undir miðerminni settar á nælu eða hjálparband. Slítið bandið frá en geymið góðan þráð sem síðar er notaður til að lykkja saman undir höndum. Prjónið hina ermina eins. Axlarstykki Sameinið bol og ermar á hringprjón. Setjið merki þar sem bolur og ermar mætast. Nú eiga að vera 186 (204) L á prjóninum. Prj 4 umf. Laskaúrtakan er gerð í annarri hvorri umferð en 3 (2) sinnum er sleppt að taka úr á erma- stykkjunum. Úrtakan er gerð þannig: prj þar til 3 L eru að merki, prj 2 L sl saman, prj 2 sl, takið 1 L óprj, prj 1 L og steypið óprj L yfir hana. Úrtökurnar eru gerðar 18 (19) sinnum upp öxlina. Þegar þeim er lokið eiga að vera 54 (60) L á prjóninum. Hálsmál og hetta Setjið merki í miðju að framan og aftan á baki, prj sl þar til 2 L eru að merkinu að framan. Fellið af 4 L og prjónið garðaprjón (sl fram og til baka) 8 umferðir (4 garða). Hettan er prjónuð sl á réttunni og br á röngunni. Í fyrstu umf er aukið út um 10 L jafnt yfir. Prj 6 (8) umf. Aukið út eina L í hvorri hlið að framan og tvær L sitt hvoru megin við miðjulykkju að aftan. Prj 6 (8) umf og aukið eins út og áðan. Prjónið hettuna áfram þar til hún mælist 32 (34) cm. Lykkið saman að ofan. Frágangur Lykkið saman undir höndum og gangið frá endum. Heklið fastahekl, 2 umf í kringum hettuna. Þvoið peysuna og látið þorna liggjandi á handklæði. / Helena Eiríksdóttir FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Búin að fara til Vestmanna eyja, labba á Esjuna og fara á Neistaflug 8 Létt 8 2 9 5 6 7 2 3 1 4 5 3 8 2 8 1 7 3 3 9 5 6 ÞungMiðlungs 7 Skriðdæla Byggðasaga, ábúendatal og ýmis fróðleikur Hrólfur Kristbjörnsson og Jón Hrólfsson Skriðdæla – byggðasaga Skriðdælahrepps Út er komin bókin Skriðdæla. Hún er eins og nafnið bendir til byggðasaga Skriðdalshrepps á Fljótsdalshéraði. Efni hennar er skrifað af feðgunum Hrólfi Kristbjörnssyni, bónda á Hallbjarnarstöðum og Jóni Hrólfssyni, bónda á Haugum sem létu þetta eftir sig er þeir létust. Í bókinni er ábúendatal frá um 1790, örnefna- og sveitarlýsing, vangaveltur um tilurð bæjarnafna, saga vegagerðar og verslunar, árferði í tvöhundruð ár tengt Austurlandi auk frásagna af ýmsum forvígismönnum og mönnum og málefnum. Fjöldi ljósmynda prýðir bókina. Handritin lágu óhreyfð í mörg ár eftir lát þeirra feðga en Hrólfur lést árið 1972 en Jón 1990. Það var fyrir nokkrum árum að afkomendum þeirra feðga þótti ástæða til að láta þetta koma fyrir almenningsjónir. Það voru systurnar Ingifinna Jónsdóttir og Jóna Björg Jónsdóttir sem ýttu verkinu úr vör. Seinna komu Helga Pálsdóttir og Elín Sigríður Arnórsdóttir til skjalanna. Saman mynduðu þessar fjórar konur ritstjórn sem sá um út komu bókarinnar. Hún er gefin út af bókaútgáfunni Hólum og er eingöngu til sölu hjá ritstjórum fyrst um sinn í gegnum eftirfarandi netföng: jonabjorg_@hotmail. com, oskatre@mi.is , ellasigga74@ hotmail.com og ingifinna@emax.is. Amma mús – handavinnuhús Útsaums- efni og -garn Kemur næst út 5. september

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.