Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga 70 ára Vegleg afmælishátíð í Fossselsskógi Skógræktarfélag Suður- Þingeyinga varð 70 ára fyrr á árinu, það var stofnað 19. apríl 1943 en tímamótanna var minnst með veglegri afmælishátíð í Fosssels- skógi fyrr í sumar. For maður félagsins, Agnes Þórunn Guðbergs- dóttir, setti samkomuna, Sigurður Skúlason skógarvörður flutti ávarp og Indriði Ketilsson fór yfir sögu félagsins. Þá var boðið upp á skógargöngur, mislangar eftir merktum göngustígum, farið í leiki með börnunum og loks var boðið upp á ketilkaffi og veglega afmælistertu. Agnes Þórunn Guðbergsdóttir formaður segir félagið hafa umsjón með tveimur svæðum, annars vegar Fossselsskógi sem sé sannkölluð útivistarparadís og liggur vestan megin í Fljótsheiði við Skjálfandafljót og hins vegar Hjallaheiði sem er í landi Hjalla í Reykjadal. Aðilar að félaginu eru einstaklingar og starfandi skógræktarfélög sem eru Skógræktarfélag Reykhverfinga, Svalbarðsstrandar, Fnjóskdæla, Reykdæla og Húsavíkur. Upplýsingaskilti sett upp í Fossselsskógi Hún segir að á liðnum vetri hafi félagið látið vinna tvö skilti, annað með upplýsingum um eyðibýlið Fosssel og hefur því verið komið fyrir við veginn framan við það og hitt með yfirlitsmynd af Fosssels- skógi sem sett hefur verið við inngang skógarins. Þá hefur verið sett upplýsingamappa í Geirasel um ýmislegt er viðkemur eyðibýlinu Fossseli og Fossselsskógi. Markvisst hefur verið unnið að því að gera skóginn aðgengilegan sem útivistarsvæði fyrir almenning og var opinn dagur í skóginum í fyrrasumar sem tókst mjög vel, en hann var liður í því að kynna skóginn og það sem hann hefur upp á að bjóða. Agnes segir að í fyrrasumar hafi verið lokið við lagningu göngustíga í skóginum og við þá plantað rifs- og sólberjarunnum. Einnig var grisjað við lindifurureit sunnan megin við Geirasel þar sem áður stóð gamall skúr. Áður hafði vegur að Geiraseli verið gerður fólksbílafær þannig að hægt er að aka alla leið heim að húsi og einnig áfram niður að Kvennabrekku. Þá var áfram plantað í skóginn á Hjallaheiði og einnig gert eldvarnarkort af skógræktarsvæðinu þar. Í Fossselsskógi er Kvennabrekka, fallegur lerkiskógur sem konur úr ýmsum kvenfélögum innan Kvenfélagasambands Suður- Þingeyinga höfðu forgöngu um að koma upp, en þær komu saman í tilefni af því að kvennaáratugi Sameinuðu þjóðanna lauk sumarið 1985 og 70 ára afmæli kosninga- réttar kvenna og gróðursettu tré sem svaraði einni plöntu fyrir hverja þingeyska konu, alls um 2.000 trjám. Í fyrrasumar gáfu kvenfélög innan Kvenfélagasambands sýslunnar félaginu nýtt áningarborð, það var smíðað hjá Skógræktinni á Vöglum í Vaglaskógi og er til afnota fyrir gesti í Fossselsskógi. Áningarborðið er staðsett við gömlu beitarhúsin sunnan við Kvennabrekku. Dagur Jóhannesson, gjaldkeri Skógræktarfélags Þingeyinga, hannaði nýtt merki fyrir félagið, byggt Bændur á Vaði 2, Elín Steingrímsdóttir og Vésteinn Garðarsson, voru á Athöfnin fór fram við Geirasel, sem nefnt er eftir Friðgeir Jónssyni, skógar- bónda sem fæddist í Ystafelli í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu og bjó þar lengi Ungir sem aldnir nutu veðurblíðunnar HUGSAÐU MÁLIÐ TIL ENDA ÞÚ FÆRÐ MIKIL GÆÐI Á SANNGJÖRNU VERÐI! ÞÉTTAR SPYRNUR – MINNI TITRINGUR DEKK SEM STANDAST VEL MÁL GÓÐ ENDING - FRÁBÆRT VERÐ TRAKTORSDEKK VINNUVÉLADEKK VAGNADEKK GRÖFUDEKK O.FL. 568 2035 482 2722 – SÖLUAÐILAR Á LANDSBYGGÐINNI – Hér er á ferðinni einhver besta varmadæla sem komið hefur fyrir allt venjulegt húsnæði. Þessi verðlaunaða varmadæla hitar t.d. ofnakerfi, gólfhita og neysluvatn. Getur notað vatn, jörð og sjó til orkuöflunar. Allur búnaður innandyra. NIBE F1245 eyðir litlu og sparar mikið. NIBE frá Svíþjóð. Stærstir í Evrópu í 60 ár. W NIBE™ F1245 | Jarðvarmadæla Ný kynslóð af varmadælum Nýtt Með NIBE F1245 getur þú lækkað húshitunarkostnað um allt að 85% Er rafmagnsreikningurinn of hár? Er þá ekki kominn tími til að við tölum saman? FFriorka www.friorka.is 571 4774 NIBE™ F1245 Jarðvarmadæla NIBE F1245-10kW COP 5.15

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.