Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. ágúst 201314 „Smíðaáhugi minn hófst af einhverri alvöru þegar bróðir minn fór í fyrsta sinn í skóla og kom heim með útsögunarsög. Þá fór ég að saga út ýmis dýr eins og hreindýr og fugla.” segir Jón Ólafsson kennari og sjómaður. Jón er fæddur og uppalinn á bænum Sandnesi í Kaldrananeshreppi á Ströndum, fimmti í röð tólf systkina. Hann var um langt skeið kennari við grunnskólann á Hólmavík en býr nú hálft árið í Noregi og kemur á Strandir með farfuglunum á vorin. „Ég kem hingað í mars á grásleppuna, síðan stunda ég strandveiðarnar á sumrin og þótt ég hafi búið lengi í Noregi finnst mér ég miklu meiri Íslendingur en Norðmaður. “ Jón starfaði við kennslu fyrstu árin í Noregi en hætti því fyrir nokkrum árum og sker út fugla á veturna sem hann selur hér heima á sumrin. Þeir sem koma á Hólmavík hitta hann fyrir utan kaupfélagið þar sem hann situr í landlegum og sker út. „Ég geri íslensku fuglana eins og lóu, spóa, himbrima og kríu og einn og einn af öðrum tegundum, er kominn upp í 72 tegundir fugla en á margar eftir. Nær eingöngu nota ég birki en linditré hef ég líka skorið út í.” Þurftum snemma að bjarga okkur Jón segist, ásamt bróður sínum sem er tveimur árum eldri, hafa verið áhugasamur um að skera út. Þeir þurftu snemma að læra að bjarga sér og beita hnífum. „Við bræðurnir vorum ungir þegar við eignuðumst fyrst hnífa. Það var gamall maður, Hjörtur Samsonarson, frá Sunddal, sem kom til okkar einu sinni á vetri og var þá nokkra daga í senn. Áður en hann fór heim til sín fór hann í kaupstaðarferð til Hólmavíkur og kom þá með hnífa og gaf okkur. Við vorum alltaf búnir að týna þeim þegar hann kom næst svo hann gaf okkur þá nýja.“ Oftast byr í seglin Áður en æskuheimili Jóns, Sandnes, komst í vegasamband í kringum 1960 var báturinn aðalsamgöngutækið. Þegar flugsamgöngur hófust á Íslandi var notaður flugbáturinn Catalina sem lenti á sjó en hann komst ekki upp í fjöru á Hólmavík þar sem innsiglingin þótti óhagstæð. Dufl var þá sett út af höfninni og þangað fór bátur og ferjaði fólk. „Pabbi minn, Ólafur Sigvaldason, var iðulega fenginn til að ferja fólk til og frá flugbátnum. Þetta lagðist svo af um sama leyti og vegasamband komst á. Síðast áttum við árabát heima sem við notuðum til að ná í verslunarvöru til Hólmavíkur. Við bræður fórum stundum tveir og vorum þá latir að róa og drógum upp segl og oftast fengum við byr. Þegar við höfðum dvalið um tíma á Hólmavík og héldum heim á leið vorum við svo heppnir að oft var komin innlögn á Steingrímsfirði svo við gátum aftur notað seglin til að komast á leiðarenda.” Hvattur til náms Þar sem systkinin voru mörg fóru þau fljótt að vinna fyrir sér og 15 ára fór Jón að vinna í fiski á Drangsnesi. „Ég var í fæði og húsnæði hjá afa mínum, Jóni Sigurðssyni. Hann var upp- gjafabóndi sem flutti til Drangsness þegar ég var ungur og vann verka- mannavinnu. Hann sagði við mig að ef ég ætlaði ekki að verða bara drullumokari yrði ég að læra eitt- hvað. Þegar ég hafði unnið í nokkurn tíma við fiskvinnu ákvað ég að fara að læra og fór fyrst á Reykjaskóla í Hrútafirði og síðan í Kennaraskólann.” Jón segir smíðaáhugann hafa magn- ast í Reykjaskóla. „Mig langaði að fara í húsgagnasmíði í Iðnskólanum en handavinnudeild Kennaraskólans varð fyrir valinu meðal annars vegna þess að kunningi minn, Guðbrandur Jóhannsson, var þá byrjaður í skól- anum.” Frumkvæði og skapandi hugsun „Fyrstu árin sem ég kenndi þurfti frumkvæðið alltaf að koma frá kennaranum en þó voru það alltaf nokkrir nemendur sem höfðu meðfædda hæfileika og voru skapandi í hugsun. Þá ætluðust foreldrar til að börnin smíðuðu heilu húsgögnin en áttuðu sig ekki á því að til þess þarf mikla æfingu og enginn getur það í byrjun.” segir Jón Ólafsson kennari og útskurðarmeistari sem segist oftast hafa verið sólarmegin í lífinu þar sem hann sat, í logni og nálægt 20 stiga hita og sól, að skera út fugla á Hólmavík. /AG Sker út fugla og selur fyrir utan Kaupfélagið á Hólmavík Kemur með farfuglunum á vorin Jón Ólafsson er afkastamikill í fuglaútskurði og hefur skorið út 72 fuglategundir. Mynd / Arnheiður Guðlaugsdóttir Starfs síns vegna þurfa bændur iðulega að aka dráttarvélum á þjóðvegum landsins. Þar sem vélarnar komast ekki jafn hratt og önnur ökutæki þurfa stjórnendur þeirra að sýna sérstaka varkárni á vegum úti. Ámoksturstæki skal ávallt hafa niðri í akstri, um 20 til 30 sm frá jörðu, því ella getur það slasað fólk illa í árekstri við ökutæki sem kemur á móti, sérstaklega ef gafflar eru framan á. Við flutning á heyi og öðrum þungavörum þarf að huga vel að hleðslu, bremsubúnaði og tryggja sýnileika tækjanna með ljósum og endurskini. Ökumaður þarf jafnframt að sjá vel aftur fyrir sig og liðka fyrir framúrakstri eftir föngum með því gefa öðrum vegfarendum merki þegar aðstæður leyfa. Vert er að minna alla á að gæta sín vel þegar beygt er til vinstri út af aðalvegi. Í slysum sem verða við þessar aðstæður er hraðinn oft mikill og slysin alvarleg. Stafar hætta af þér? Sýna þarf sérstaka varúð þegar ekið er með ámoksturstæki. Svona á ekki að keyra vél á vegum úti. Mynd / VÍS Nýlokið er í Berlín í Þýskalandi Heimsleikum íslenska hestsins. Þar leiddu átján þjóðir saman gæðinga sína, ásamt færustu reiðmönnum landanna. En það var Íslandshesturinn sem var í aðalhlutverki hjá öllum þjóðunum enda snúast þessir heimsleikar um hann. Aðstaða hestamennskunnar hér heima er orðin mjög góð. Öflugir háskólar og mikil þekking til víða, hrossabúgarðar, reiðhallir hesta- mannafélaganna um allt land og reiðleiðir betri en fyrr. En við erum samt stödd á tímamótum í samdrætti og skugga efnahagserfiðleika hér heima og um alla veröld. Enn voru það reiðmenn og gæðingar frá upprunalandinu sem slógu í gegn á mótinu. Árangur margra þjóða er góður og mikill metnaður lagður í alla umgjörðina og búgreinina. Tækifærin eru óteljandi Hesturinn okkar er þjóðareign, hluti af verðmætum sem landið og sagan hefur skilað okkur. Hesturinn gerir margan þéttbýlisbúann að sveitamanni sem elskar landið enn heitar. Þúsundir útlendinga koma hingað og kaupa sér hestaferð um landið, ekki síst um öræfin og verða ástfangnir af landinu og hestinum. Búgarðarnir á tugum ef ekki hundr- uðum jarða eru flestir byggðir upp af duglegu og hæfileikaríku fólki sem á sér þann draum að hesturinn gefi því lifibrauð. Menntun hestamanna spilar stór- an þátt í velgengninni en háskólarnir á Hólum og Hvanneyri og ýmsir framhaldsskólar kenna fræðin og reiðlistina. Afreksfólkið okkar er meira og minna á ferðalögum með námskeið bæði erlendis og hér heima til að búa út fólk sem vill eiga hestinn og gera hann að sínum hesti og áhugamáli. Íslenski hesturinn býr við talsverða sérstöðu meðal hrossakynjanna, bæði vegna ganghæfileika, mýktar í gegnum töltið og góða lund. Allt er um þessar mundir í lágmarki, þ.e. sala á hrossum bæði innanlands og til útlanda. Enn viðurkenna erlendir hestamenn að Íslandsfæddir hestar eru snarpari og eftirsóttari. Tollar hafa verið felldir niður af útfluttum hestum og senn finnst vonandi mót- efni gegn biti moskítóflugunnar. Því þarf núna við þessar aðstæður að skapa samstillt átak bæði í félags- málum hestamanna og ekki síður í markaðssetningu Íslands þar sem hesturinn verður í aðalhlutverki. Stofnun íslenska hestsins - The Icelandic Horse Institute Jón Baldur Lorange hjá Bændasamtökunum hefur sett fram hugmynd um Stofnun íslenska hestsins eða „The Icelandic Horse Institute,“ skammstafað IHI. Hann sér að hlutverk þessarar stofnunar væri að standa vörð um forystu- hlutverk Íslands í málefnum hesta- mennskunnar. Stofnunin væri samræmingaraðili við stjórnvöld og kæmi fram sem slíkur á alþjóðlegum vettvangi. Í henni ættu sæti fulltrúar allra hagsmunaaðila hestamennsk- unnar. Þar væri hrossaræktar- ráðunauturinn og sambærilegur maður sem héldi utan um hestinn og Íslandshestamennina erlendis. Þarna væri FH, LH og Félag tamn- ingamanna, fulltrúar háskólanna og landbúnaðar- og menntamálaráðu- neytisins og FEIF. Af hverju ekki? Hugmyndin er góð. Fyrir nokkru var byggt upp Vesturfarasetur á Hofsósi um Íslendinga sem fluttu brott fyrir öld síðan. Það blómstrar. Þessi stofnun eða miðstöð myndi hafa næg verkefni. Hún yrði miðstöð lifandi starfs og að henni myndu beinast mikil samskipti sem gætu gert það að verkum að sú ládeyða sem nú svífur yfir vötnunum hyrfi sem dögg fyrir sólu. „Það er lykil- hlutverk að stjórnvöld viðurkenni ábyrgð sína á málefnum íslenska hestsins og tryggi fjármagn til reksturs um framgang hans,“ sagði Jón Baldur í ágætu viðtali við Jens Einarsson árið 2010. Ég treysti því að nýr landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem jafnframt er góður hestamaður, láti sig málið varða. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri SAM: Hesturinn okkar er þjóðareign Bændur og aðrir landeigendur hafa ekki farið varhluta af vaxandi útivistar- og gönguáhuga landsmanna síðustu ár. Fjölmennir gönguhópar þramma um allar jarðir til þess að upplifa íslenska náttúru og anda að sér hreinu sveitaloftinu. Þessar meyjar tilheyrðu hét „Vesen og vergangur“ en nú hafa þær stofnað sinn eigin. Það við Pétursey á dögunum. Þar virðist bóndinn, eða einhverjir umhyggjusamir vinir hans, búinn að skrifa skilaboðin „Single farmer“ (einhleypur bóndi) á rúllurnar ásamt símaupplýsingum. Bóndinn virðist alþjóðlega þenkjandi því hann útilokar ekki möguleika á erlendum samskiptum og skeytir framan við gsm-númerið ekki fengið neitt svar við ítrekuðum SMS-skilaboðum. Mynd / Kristján Valgarðsson

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.