Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Húsflugan Stóra húsfluga (Musca domestica) er hvimleiður gestur í híbýlum manna. Í gripahúsum getur húsflugan orðið að mikilli óværu, borið smit, truflað dýrin og óhreinkað umhverfið. Húsflugan sækir sérstaklega í augu gripanna, í opin sár og á spena. Rannsóknir sýna að kýr mjólka meira og gripir vaxa hraðar í húsum þar sem flugum er haldið í skefjum. Sömuleiðis getur flugnaplága haft áhrif á mjólkurgæði. Lífshættir fullorðinna húsflugna Fullorðnar flugur eru aðallega á ferð á daginn en þá matast þær og æxlast. Á nóttunni hvílast flugurnar, þó laðast þær að lýsingu. Fullorðnu flugurnar sækja í sykur og ýmiss konar fljótandi fæðu. Flugurnar geta borið með sér óþrifnað og sýkla, t.d salmonellu. Við verðum lítið vör við flugurnar frá nóvember og fram í mars. Húsflugur geta lifað af veturinn sem lirfur bæði innandyra og í útihúsum. Þegar kólnar á haustin og rakastigið hækkar í gripahúsunum kemur iðulega upp myglusjúkdómur í flugunum og þær drepast. Þá er oft hægt að sjá dauðar flugur sem hafa sogið sig fastar með sogrananum sitjandi á veggjum og stoðum með lappirnar út til hliðanna. Hvernig er hægt að halda flugunum í skefjum? Nauðsynlegt er að þekkja lífsferil húsflugunnar. Lirfurnar geta lifa á margs konar úrgangi og þrífast ágætlega í skít vel fóðraðra dýra, fóðurafgöngum og mjólkurslettum. Forvarnir og varnir Bestu og mikilvægustu forvarnirnar gegn flugnaplágu eru rétt meðferð húsdýraáburðar og góð umgengni og þrif. Aðrar útrýmingaraðferðir eru aðeins þessu til viðbótar. Varpstaðir og klak Flugurnar velja varpstaði sem eru hæfilega hlýir og rakir, með nægu æti fyrir lirfurnar og þar sem hættan á raski er lítil. Kálfastíur eru kjörlendi enda oft hægt að sjá lirfumor meðfram veggjum þegar mokað er út úr stíunum að sumarlagi. Sömuleiðis verpir flugan við veggi í kyrrstæðum haugkjöllurum og í jöðrum safnhauga. Hægt er að spilla klakinu með því að að moka oft út og bera ríflega af þurrkandi undirburðarefnum undir gripina, gæta þess vel að bera mikið meðfram veggjunum og annars staðar þar sem flugurnar geta verpt. Ýmis viðurkennd þurrkandi undirburðarefni eru hér á markaði; þau eru yfirleitt virk gegn sýklum, vírusum, myglusveppum og sníkjudýrum. Lífrænar varnir ganga út á að nýta sér náttúrulega óvini húsflugunnar. Kosturinn við lífrænar varnir er sá að engin eiturefni eru notuð og flugurnar mynda því ekki ónæmi eins og getur gerst við notkun eiturefna. Ránflugur: Ránflugur laðast hvorki að mönnum né dýrum og valda því ekki óþægindum eins og húsflugurnar. Ránflugurnar verpa á yfirborð mykjunnar, lirfurnar éta svo lirfur húsflugunnar sem klekjast á sama stað. Danir telja hins vegar að ránflugurnar nái aðeins að fjölga sér og nýtast sem forvörn við sérstakar aðstæður í svínabúum. Sníkjugeitungar: Sníkjugeitungar forðast menn og skepnur, halda sig helst í hálminum þannig að lítið fer fyrir þeim. Sníkjugeitungum líður best þar sem dýrin eru á hálmbeði og sjaldan mokað út. Geitungurinn stingur gat á húsflugupúpuna og verpir inn í hana, þannig að í stað húsflugu kemur sníkjugeitungur úr púpunni. Sníkjugeitungar geta þannig allt að helmingað húsflugustofninn. Gildrur Flestir þekkja límgildrur, bæði blöð og bönd sem flugurnar límast fastar við. Mikilvægt er að staðsetja lím- gildrurnar rétt, á björtum og hlýjum stöðum þar sem önnur dýr ná ekki til. Ljósgildrur (flugnaljós) eru sömuleiðis vel þekktar, þá laðast flugurnar að útfjólubláu ljósi og drepast í neti úr háspennurafþráðum. Þessar gildrur geta fækkað flugum en ráða ekki einar við að halda niðri flugnagerinu. Ljósgildrurnar duga þó ágætlega til að fækka flugum utan flugnatímans. Eitrun Virkasta eitrunaraðferðin er að eitra fyrir lirfunum með sérhæfðum lirfu- eiturefnum (larvicides). Aðrar eitrunaraðferðir eru t.d. flugnaeitur sem smurt er á veggi (eða spjöld), sérstök flugnaeiturspjöld, úðabrúsar með flugnaeitri og sérhæfð úðunarefni. Eitrun dugar þó aðeins samhliða öðrum aðgerðum. Mikilvægt er að nota aðeins eiturefni sem viðurkennd eru til nota í gripahúsum, sérstaka aðgát skal hafa í fjósum, mjólkurhúsum og hjá varphænum. Geta skal heimildar ef vitnað er í greinina. Höf. Katrín H. Andrésdóttir, fyrrv. héraðsdýralæknir. „ Ef þið sjáið 15 flugur þá er líklegt að aðrar 85 séu að þroskast í varpstöðvunum! “ Hvernig á að halda flugunni niðri? Allar gildrur skulu staðsettar nálægt helstu klakstöðvunum, þannig veiðist mest af nýklöktum flugum og flugum á leið í varp. Forðist notkun úðaeiturs (úðabrúsa) Á daginn sjáum við flugurnar sitjandi á dýrunum, á veggjum, milligerðum, nálægt fóðrinu og í skítnum/hálminum. Einnig er töluvert af flugum utandyra. Á nóttunni sitja flugurnar ekki á dýrunum, þær leita efst á stoðir og upp í loft. Þegar heitt er í veðri leita þær út á skjólgóða staði, sitja yfirleitt nokkuð frá jörðu en fara yfirleitt ekki hærra en fimm metra.. Á vordögum héldu sænskir svínabændur aðalfund sinn. Í fimmta tölublaði norska fagtímaritsins Svin er fjallað um fundinn og sagt frá umræðum um breytingar á reglum um dýravelferð á svínabúum. Sænskir svínabændur hafa farið af stað með verkefni sem snýr að því að rýmka sænskar dýravelferðarkörfur í því skyni að efla samkeppnishæfni svínakjötsframleiðslunnar í Svíþjóð. Strangar reglur um velferð dýra og aðbúnað þeirra í Svíþjóð hafa dregið úr samkeppnishæfni innlendra framleiðenda. Innlend svínakjötsframleiðsla þarf að takast á við samkeppni við afurðir frá öðrum löndum sem framleiddar eru við mun rýmra regluverk. Það eru meðal annars þeir Gunnar Johannsson hjá Dýraheilbrigðiseftirlitinu og Mattias Espert, varaformaður í samtökum sænskra svínabænda, sem stýra verkefninu. Óíkir faghópar, þar á meðal sænsku bændasamtökin, ræða nú um hvaða möguleikar séu til breytinga sem ekki brjóta gegn reglum um dýravelferð. Verkefnið hefur farið vel af stað og fram til þessa hefur umræðan verið jákvæð og uppbyggileg. Frá aldamótum hefur framleiðsla á svínakjöti í Svíþjóð dregist saman um 20% en alls voru aldar um 2,5 milljónir sláturgrísa í Svíþjóð árið 2012. Á sama tíma segjast sænskir svínabændur þurfa að vinna eftir heimsins ströngustu kröfum um dýravelferð. Einnig segjast þeir nota minnst af fúkkalyfjum, samhliða því sem þeir tapa markaðshlutdeild. Meðal þeirra tillagna sem nú er rætt um er lækkun á fráfærualdri og hvort slík lækkun geti orðið án þess að það gangi gegn dýravelferð. Þar skiptir þungi grísanna við fráfærur miklu en markmiðið er að sem flestir fráfærugrísir lifi af. Einnig hefur verið rætt um búnað í gotstíum og útfærslu á innréttingum fyrir gyltur á fengitíma. Markmið um vaxtarhraða í sláturgrísastíum hafa gengið eftir og það sama má segja um þær kröfur að ekki megi vera fleiri en 400 grísir í hverri deild svínabúa. Sænsk ráðgjafaþjónusta mun nú leggja sérstaka áherslu á þessa efnisþætti á komandi vetri. Allt regluverk fyrir velferð dýra verður skoðað, auk þess sem lagt verður sérstakt mat á kostnaðarþáttinn. Slíkar rannsóknir eru gerðar að kröfu landbúnaðaryfirvalda sem er forsenda þess að hægt verði að taka niðurstöðurnar til frekari skoðunar. Því má gera ráð fyrir að verkið taki lengri tíma en svo að nýjar reglur geti tekið gildi fyrir haustið 2014. Reikna með samdrætti í sænskri svínarækt Á fundinum sagðist framkvæmdastjóri Samtaka sænskra svínabænda, Margareta Åberg, reikna með 3-5% samdrætti í sænskri svínarækt í ár. Verðið á svínakjötsmarkaði er þrátt fyrir það heldur betra í dag en fyrir einu til tveimur árum en kostnaður við framleiðsluna hefur aukist á sama tíma. Gert er ráð fyrir að svínakjötsframleiðsla í Evrópusambandinu dragist líka saman í ár, eða um 2-3%. Jafnframt ræddi Åberg um strangar reglur um dýravelferð í Evrópusambandinu og kröfur um lausagöngu fyrir gyltur í geldstöðu frá 1. janúar síðastliðnum. Enn eiga mörg lönd innan ESB eftir að innleiða þessar reglur. Þá nefndi Åberg að bannað sé að klippa hala á grísum en 98% af svínabændum geri það enn. Hvað varðar kröfur um undirburð í svínastíum, t.d. hálm, er það mjög ólíkt í framkvæmd innan einstakra landa Evrópusambandsins. LFR, sænsku bændasamtökin, hafa skrifað bréf til sænskra yfirvalda þess efnis að ólöglega framleitt svínakjöt flæði nú inn á sænska markaðinn, segir í frásögn fagtímaritsins Svin frá aðalfundi sænskra svínabænda. Þýtt og staðfært úr Svin. Vilja rýmka sænskar dýravelferðarkörfur Við sjáum aðeins fullorðnu flugurnar, en þær eru ekki nema um 15% af stofninum sem er til staðar. Mynd / Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.