Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Lesendabás Afleiðingar beitarþolsútreikninga Sem betur fer hefur ekkert lát verið á umfjöllun og skrifum um landnýtingu á Almenningum í Bændablaðinu í sumar. Nú síðast finnst aldursforsetanum í beitarfræðum Ingva Þorsteinssyni vegið að sér og starfsfélögum á Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, RALA, vegna rannsókna þeirra á seinni hluta síðustu aldar. Ingvi ritaði greinina „Að gefnu tilefni vegna Almenninga“ sem birtist í Bændablaðinu 18. júlí sl. Þar telur hann að staðhæfingar undirritaðs um beitarþolstölur RALA hafi verið „vanhugsaðar og ófaglegar“. Af þessu tilefni er fróðlegt fyrir lesendur Bændablaðsins að fá örlitla innsýn í heim þeirra sem ætlað var að nýta niðurstöður beitarþolsrannsókanna á sínum tíma. Undirritaður hefur oft bent á, m.a. í fyrri greinum í Bændablaðinu, að brautryðjendastarf Ingva Þorsteinssonar og starfsfélaga hans á RALA við gerð gróðurkorta, hafi verið einstakt afrek á sínum tíma. Ingvi telur í grein sinni rannsóknir sínar „...vera með víðtækari og gagnmerkari rannsóknum á náttúrufari landsins sem hér hafi verið unnar...“. Allt gott um það, en þegar kom að útreikningum á beitarþoli afrétta á grundvelli gróðurkortanna og ýmissa annarra merkra rannsókna í fóðurfræði, blöstu við niðurstöður sem á engan hátt rímuðu við raunverulegt ástand gróðurs og jarðvegs á illa förnum afréttum landsins. Niðurstöður voru oft á tíðum vægast sagt hörmulegar. Beitarþolsrannsóknir, sérstaklega fram undir 1990, gáfu nær alltaf upp beitarþol sem var langtum meira en það fé sem gekk á afréttunum. Einu gilti þó um væri að ræða afrétti sem flestir voru sammála að væru lítt beitarhæfir. Þetta kallaði Ingvi útreiknað beitarþol og síðar var gefið út raunverulegt beitarþol fyrir afrétti. Þær niðurstöður voru engu að síður oft allt of háar fyrir illa farna afrétti og ekki var unnt að nýta þær til vinnu við ítölugerð, þótt það hafi ítrekað verið reynt. Árangurinn varð sá að nánast engin af þeim 14 til 15 ítölum sem gerðar hafa verið á sl. 40 árum hafa skilað nokkurri gróðurvernd eða fært beitina nær sjálfbærri landnýtingu en hún var fyrir. Beitarþolsútreikningar fyrir beitilönd í Skútustaðahreppi árið 1975 Eftirfarandi er dæmi um ofangreint ofmat. Í Skútustaðahreppi var viður- kennt af flestum bændum að þar ríkti mikill uppblástur og gróðureyðing. Beit hófst mjög snemma vors á afrétt- um og fullorðnu fé var beitt á afrétti fram í desember fram yfir 1985 svo dæmi séu nefnd. Óskað var eftir því að RALA mæti ástand og beitarþol gróðurlenda í hreppnum og skilaði RALA þann 1. september 1975 skýrslunni Gróður og beitarþol í Skútustaðahreppi. Niðurstöður mælinganna um gróðurhlutfall ein- stakra svæða, umreiknað í algróið land í hekturum voru birtar fyrir allar jarðir í hreppnum, svo og fyrir fimm afréttarsvæði og land sem leigt hafði verið af Bárðdælum. Einnig voru birtar upplýsingar um stærð ræktanlegs lands fyrir hverja jörð, nýtanlegt fóður af óræktuðu landi og beitarþol í fjölda beitar- daga. Þarna voru því birtar mjög miklar og ítarlegar upplýsingar fyrir allar jarðirnar og afréttina. Meginniðurstöðurnar voru þessar: Beitarþol heimalanda var metið 5.780 ærgildi í 150 daga, en ærgild- ið var reiknað ein á með 1,3 lömb- um. Eyjar í Mývatni og Sandvatni voru taldar hafa beitarþol fyrir 63 ærgildi í 150 daga, en afréttirnir og leiguland Bárðdæla beitarþol fyrir 21.105 ærgildi í 90 daga. Beitarþol gróðurlenda í Skútstaðaafrétti var því talið alls 26.948 ærgildi, en síðan þurfti að taka tillit til þess að fé í afrétti þurfti einnig beitiland í heima- löndum vor og haust. Samkvæmt Árbók Þingeyinga árið 1975 voru hins vegar aðeins 8.702 kindur í hreppnum, 148 kýr, nokkur geldneyti og 104 hross. Beitarþolsútreikningar RALA sýndu því að beita mátti a.m.k. þrisvar sinnum fleira fé í hreppnum en var í eigu hreppsbúa. Skýrslan sýndi þó að algróið land á þessum afréttum næmi aðeins um 6-34% af flatarmáli afréttanna, að undan- skildum Skútustaðaafrétti. Auðnir og lítt gróið land var því ríkjandi. Lesendur geta því kannski sett sig í spor ítölunefndar við að reikna út ítölu sem leiða ætti til gróðurverndar þegar þessar himinháu tölur lágu fyrir. Hvernig áttum við sem störf- uðum að gróðurverndarmálum að sannfæra bændur um að þeir yrðu að stytta verulega beitartíma í afrétti á þessum illa förnum afréttum og grípa til annarra gróðurverndaraðgerða? Beitarþolsútreikningar fyrir beitilönd í Skútustaðahreppi árið 1995 En við gáfumst ekki upp og vitað var að á RALA var unnið að úrbótum á beitarþolsmatinu. Að ósk hlutaðeig- andi aðila vann RALA nýja skýrslu árið 1995 sem nefndist Beitarþol í Skútustaðahreppi – álitsgerð RALA vegna endurskoðunar ítölu í hreppnum. Margs konar úrbætur komu nú fram í fræðunum. Meðal annars var hugtakið sjálfbær land- nýting notað þegar hugtakið um beitarþol var skilgreint og einnig var hugtakið raunverulegt beitarþol kynnt til sögunnar. Í nýju skýrslunni er ennfremur fjallað um ástand lands og um rannsóknir á jarðvegsrofi og skiptingu Skútustaðahrepps eftir rof- flokkum. Þar kemur fram að nærri 70% af öllu landi hreppsins er metið í verstu rofflokkunum, þ.e. í 4 og 5. Þessi niðurstaða er langt yfir því meðaltali sem síðar mældist á landinu öllu og staðfesti að mjög rík ástæða var til að koma á ítölu, til að lækka beitarálagið verulega, þar sem sam- komulag um önnur úrræði hafði ekki náðst. Í skýrslunni kemur einnig fram skýr og merk krafa um að aðgreina verði gróið land með lítið rof frá rof- svæðunum til þess að afréttarsvæðin teljist beitarhæf. Raunverulegt beitar- þol var síðan gefið upp fyrir betur gróin svæði afréttanna og enn voru þær tölur mjög háar og niðurstöður ítölunefndarinnar skiluðu ekki umtals- verðum umbótum í gróðurvernd. Í skýrslunni segir einnig: „Án þessarar afmörkunar er ekki hægt að reikna beitarþol fyrir afréttarsvæðin“. Það hefði farið betur á því að meirihluti úrskurðar ítölunefndar Almenninga nær 20 árum síðar hefði áttað sig á því að land með miklu jarðvegsrofi hefur ekkert beitarþol og er ekki beitarhæft. Ofmat beitarþols hafði lamandi áhrif á gróðurverndarstarfið Eins og áður segir birti RALA beitar- þolstölur fyrir fjölda afrétta á seinni hluta síðustu aldar og yfirleitt voru þær það háar að engin leið var að ná samningum um verulegar úrbætur í beitarmálum, þó oft væri rík ástæða til þess, sérstaklega á eldfjallasvæð- unum. Í upphafi ársins 1999 var t.d. birt opinberlega að 20 helstu hálend- isafréttir landsins hefðu beitarþol fyrir um 155.000 ærgildi en þegar betur var að gáð voru þar um 45.000 ærgildi, en suma þessara afrétta ætti reyndar ekki að nýta til beitar um sinn vegna lélegs ástands þeirra. Þetta ofmat beitarþols kom sér afskaplega illa fyrir allt gróðurverndarstarf á þessum tímum en að endingu afturkallaði RALA allar niðurstöður beitarþolsútreikninga stofnunarinnar árið 1999. Andrés Arnalds ritaði merkar greinar í búnaðarblaðið Frey 1994 og 1995 og fleiri vísindamenn hafa marg- oft bent á, að ákvörðun beitarþols eru afar flókin vísindi og taka verður tillit til miklu fleiri vistfræðilegra þátta en gert var hér áður fyrr. Meirihluti ítölu- nefndar fyrir Almenninga áttaði sig ekki á þessari staðreynd og byggði úrskurð sinn á gömlu aðferðarfræð- inni og fékk því óviðunandi niður- stöðu á beitarþoli fyrir Almenninga. Landgræðslan telur að skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, „Almenningar – ástand jarðvegs og gróðurs,“ frá því í desember 2011, sem fjallar m.a. um beitarþol á Almenningum sé faglega og vel unnin og það mat á beitarþoli sem þar er birt sé raunhæft, það er að Almenningar hafi ekkert beitarþol miðað við núverandi ástand. Sveinn Runólfsson. Höfundur er landgræðslustjóri. Fyrir rösku ári skrifaði ég í Bændablaðið um líflambasölu og ýmislegt sem henni fylgir. Nú haustar að og samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun hafa henni borist 400 umsóknir vegna lambakaupa, sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Engin samstaða eða samráð, svo ég viti, er á milli okkar sem höfum líflambasöluleyfi um verðlagningu, enda kynbótabakgrunnur misjafn, metnaður og sjálfsálit einnig, svo og þörf fyrir verð sem telst sanngjarnt og eðlilegt. Í fyrrnefndri grein gáfum við á þessum bæ út það viðmið að lambhrútur seldur til lífs ætti a.m.k. að þrefalda virði sitt án virðisaukaskatts og gimbur að tvöfalda það verð sem fengist í sláturhúsi. Nú er vitað að líflömb eru seld á slátrunarverði og a.m.k. allt upp í áðurnefnda tvö- og þreföldun, sem við höfum raunar ekki alveg staðið við. Lægra verð – færri falleg ærefni í sláturhús. Svo vikið sé að ungviði annarra dýrategunda er verið að selja labradorhunda á 100-250 þúsund, rottuhunda ýmiss konar á fleiri hundruð þúsund að ekki sé nú minnst á verðlagninguna í hrossabransanum. Það er stutt síðan að í mín eyru voru nefndar 80.000 krónur fyrir tveggja vetra hrút til sæðingastöðvarbrúks. Svona eymdartónn í verðlagningu nær auðvitað engri átt. Hefði viðkomandi sagst ætla að greiða áburðarreikninginn það árið, hefði ég e.t.v. farið að hugsa mig um. Í hitteðfyrra olli þurrkbruni lélegum heyfeng. Í fyrra bættist við kal svo 4,5 rúllur fengust að meðaltali af hektara og fækka varð um 14% á fóðrum. Svipað er uppi á teningnum nú með heyfeng. Við féllum ekki undir reglur Bjargráðasjóðs í fyrra og gerum það enn síður nú, enda virðast þær helst vera sniðnar að því að hvetja bændur til að setja á guð og gaddinn. Af þessu leiðir, hvað sem aðrir gera, að við höfum ekki lengur skap til að selja okkar lömb á útsöluprísum. Í apríl í vor var, aldrei þessu vant, fært hingað á rútu með 50-60 borgfirska fjárbændur innanborðs til að skoða hálftóm fjárhús. Af því tilefni tók ég saman nokkrar skjalfestar staðreyndir um fjárræktarlega fortíð. Þá kom á daginn að Skjaldfannarhjörðin hefur í meira en aldarfjórðung langoftast verið í efsta sæti eða því næsta í kjöti eftir vetrarfóðraða kind og aldrei á þessu tímabili farið neðar en í fimmta sæti. Þetta er stöðugleiki sem ég held að sé einsdæmi. Lambgimbrar hafa mest skilað 25,4 kg hver og í vor áttu þær allar lömb sem fóru á fjall, frísk og framfaramikil. Aðrar staðreyndir um hjörðina er auðvelt að kynna sér á vef Bændasamtakanna og er sá grunnur sem við byggjum okkar verðhugmyndir á. Samkvæmt upplýsingum frá Ráðunautaþjónustu Húnaþings og Stranda á dilkur með 22 kg fallþunga, sem er venjulegur þungi hér undanfarin haust, ásamt uppgjörstölum búsins varðandi gerð og fitu og með gæðastýringarálagi, geymslugjaldi og 9% verðhækkun sláturhúss, að leggja sig á réttar 16.000 krónur. Þetta bið ég þá sem pantað hafa hér lömb að hafa í huga og láta vita sem fyrst um allar breytingar. Enn er nóg svigrúm til pantana á gimbrum en hæpnara með hástigaða hrúta. Að lokum hvet ég stéttarbræður í líflambasölu til aukins metnaðar fyrir hönd sinna hjarða og áratuga ræktunarstarfs og að þeir láti það koma fram í verðlagningu. Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn. Eru kynbótalömb á útsölu? Næst er sá hluti Þórsmerkur sem var að mestu friðaður í 90 ár. Almenningar fjær, friðaðir fyrir beit í 22 ár. Mynd / Hreinn Óskarsson Þessi fallegu systkini eru undan hrútnum Skrauta og ánni Brúsku, en smá- frétt um hana og hennar afurðir kom í Bændablaðinu í fyrrahaust þar sem hún heimtist viku seinna en hrútarnir hennar tveir sem voru hvor um sig 72 kíló á fæti. Vonandi heimtist fjölskyldan saman þetta árið. Hvað ungur nemur, gamall temur. Myndir / Kristbjörg Lóa Árnadóttir

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.