Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. ágúst 2013 7 að verður að segjast að margar fegurstu vísur hagyrðinganna hafa verið ortar til hins gagnstæða kyns. Þura í Garði átti einmitt í mörgum slíkum viðskiptum, en stefnumótin urðu þó sjaldnast heitari en volgar vísnasendingar. Einar Árnason frá Finnsstöðum í Köldukinn, ráðsettur fastlega, átti stefjum blandið stefnumót við Þuru árin sem hún vann í Lystigarðinum á Akureyri: Oft mér við því hugur hraus og hissa á það starði, að Eva þrælar Adamslaus uppi í Lystigarði. Og áfram orti Einar: Þökk og heiður þér skal færa Þura, fyrir ljóð og skraf. Heilsulindin ljúfa, tæra löngum sem ég bergi af. Sungið höfum saman kvæði sumardægrin löng. Þegar við erum þögnuð bæði þá mun fátt um söng. Egill Jónasson tilgreinir ekki yrkisefni þessarar vísu: Þú ert bara konuleg í kjólnum, kjóllinn getur hulið margt í leynum, en þetta sem að stendur út af stólnum er stærra en svo, þú kennir mér það einum. Ólína Jónasdóttir lýsir í þessari vísu undramætti ástarinnar: Ást ei fipast enn sitt starf, úr mér hrapar gigtin, og í svipan einni hvarf árans piparlyktin. En ástin getur einnig verið stórlega ofmetin. Því lýsir Hjörleifur Jónsson svo: Margir hæla ást um of, ýmsum var hún byrði. Nái hún aðeins upp í klof er hún lítils virði. Síðan þegar ellin vitjar, eimist ástríðan. Halla Eyjólfsdóttir kvíðir þó ekki skapadægrum: Örlög heimta ætíð sitt, enginn væntir griða. Ellin notar andlit mitt eins og pappírsmiða. Þó að blési móti mér, má ég vel því una. Storminn lægir, bátinn ber beint í lendinguna. Bólu-Hjálmar finnur líka fjörið linast: Fyrr var stóra furan keik, fjörg við erjur harðar. Í baki hokin, barrlaus eik beygist nú til jarðar. Hálfdan Kristjánsson yrkir líkt og Bólu-Hjálmar einskonar yfirlit ævidaganna: Sjaldan var mér lífið létt, ljótan hlaut oft baga. Séð hef ég þó sólskinsblett suma ævidaga. Öðrum verður svo ævin einn leikur. Friðjón Ólafsson orti um einn slíkan: Einn á leið hann aldrei beið eftir heiðum degi, og hann reið sitt æviskeið allt á breiðum vegi. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM Þ Svipmyndir frá Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín Íslenski hesturinn átti sviðið í Þýskalandi Á kaffihúsinu Kaffi Kjós við Meðalfellsvatn stendur yfir ljósmyndasýning Finnboga Björnssonar undir yfirskriftinni Maður - náttúra - sauðkind. Finnbogi leitar fanga með viðfangsefni sín; mann – náttúru og sauðfé, í landnámi Ingólfs. Myndirnar eru teknar í Kjós, Þingvallasveit og Selvogi, en tengsl hans við sauðfé hófust strax í frumbernsku á bænum Ingunnarstöðum í Brynjudal í Hvalfirði. Sýningin í Kaffi Kjós stendur til 1. september nk. „Sauðfjárrækt er gróin inn í menningu, sögu og líf íslenskrar þjóðar og sú saga er tengd órofa böndum landinu og nýtingu þess. Þeir bændur sem koma við sögu í verkefninu eiga það sameiginlegt að lífsstíll þeirra er tengdur sauðkindinni og sauðfjárræktinni. Verkefnið er unnið yfir heilt ár, þannig að myndirnar eru frá öllum árstíðum,“ segir í sýningarskrá. Sýningin er hluti af útskrift- arverkefni Finnboga frá Ljósmyndaskólanum. Hann segist þó ekki hafa fullar tekjur af ljósmyndun og þurfi hann því að vinna í húsasmíð- inni, sínu gamla fagi. „En ég er að mynda tölu- vert. Einkum eru það umhverfis- tengd verkefni eins og sjá má á heimasíðu minni (www.finnbogi- bjorns.com). Einnig hef ég verið að taka portrettmyndir, sérstaklega með bókarformið í huga. Ólst upp við störf tengd sauðfé Ég ólst upp við störf tengd sauðfé allt árið um kring. Því var nærtækt að velja þetta verkefni. Umfjöllun um sauðfjárækt hefur verið frekar neikvæð í fjölmiðlum, einkum þó um beit - og vísindalegum rökum ekki alltaf beitt í þeirri umræðu. Mér finnst sannarlega kominn tími til að fjalla um sauðfjárrækt og sögu hennar á jákvæðari hátt og ekki gleyma því að íslensk þjóð hefði varla komist í gegnum erfiða tíma án sauðkindarinnar. Svo hef ég velt fyrir mér stöðu sauðfjárræktrar á svæðinu þar sem verkefnið er unnið, en raddir hafa heyrst um að útrýma verði allri sauðfjárbeit þar. Verkefnið var mér mjög lærdómsríkt og það var t.a.m. mjög áhugavert að kynnast mönnum eins og Jens Pétri í Fjárborgum og Snorra Þórarinssyni í Vogsósum í tengslum við vinnslu þess. Ég hef áhuga að fjalla meira um landið, notkun þess, nýtingu og vernd. Hinn hlutinn af lokaverkefn- inu var bókin „Grónar götur“ sem eru hugrenningar um landnotkun. Áhugasamir geta skoðað hana á slóðinni http://www.blurb.com/ b/3994842-gronar-gotur.“ /smh Ein mynda Finnboga Björnssonar á sýningunni. Finnbogi Björnsson. Ljósmyndasýningin Maður - náttúra - sauðkind í Kaffi Kjós Heimsmeistaramót íslenska hestsins fór fram í Berlín í Þýskalandi fyrir skemmstu. Árangur íslenska liðsins var góður og fjölmargir Íslendingar hvöttu sína menn til dáða í hita sem fór langt yfir 30 stiga múrinn. Meðal annars setti Jóhann Skúlason nýtt einkunnamet í tölti er hann sigraði töltkeppnina í sjötta skiptið, í þetta sinn á Hnokka frá Fellskoti, annað mótið í röð. Ísland vann einnig liðabikar mótsins, líkt og á síðustu tveimur mótum, og átti fulltrúa í verðlaunasætum í flestum greinum og flokkum. Nánari upplýsingar um úrslit af mótinu er að finna á vefmiðlum hestamanna. Hulda G. Geirsdóttir var á svæðinu og smellti af með- fylgjandi myndum sem fanga stemninguna. Ekki oft sem einkunnin tíu sést á lofti. Hörður Hákonarson, dómari lyftir þeirri tölu. Kristín Kristjánsdóttir og Sindri Sigurgeirsson voru mætt til Berlínar. tölu áður en hann afhenti tölthornið. Jón Baldur Lorange, Sigurborg Daðadóttir og Þorberg Þorbergsson á Hestatorginu. Jóhann Rúnar Skúlason hampaði tölthorninu fræga í sjötta sinn. Myndir / HG Hin danska Julie Christiansen sigraði óvænt í slaktaumatölti á Straumi frá Seljabrekku. Stemmningin í stúkunum var gríðarleg og settu Íslendingar þar sterkan svip á.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.