Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. ágúst 201310 Fréttir Norðurlandameistaramót í eldsmíði var haldið á Safnasvæðinu á Akranesi um síðustu helgi. Að sögn heimamannsins Guðmundar Sigurðssonar, formanns norrænna eldsmiða, þá tókst mótshaldið vel. Um hundrað smiðir mættu á svæðið og um þrjú þúsund til að fylgjast með. Íslendingar báru sigur úr býtum í keppni þriggja manna liða sem gekk út á að lengja tein sem mest. Therese Engdal frá Svíþjóð varði titil sinn í meistaraflokki eldsmiða en Gunnar Gunnarsson varð í þriðja sæti í þeim flokki. Af öðrum úrslitum má nefna að Einar Sigurðsson varð annar í opnum flokki og Óskar Páll Hilmarsson varð í þriðja sæti í flokki útskrifaðra eldsmiða. Dæmt var bæði eftir smíðatækni og hins vegar eftir listfengi. Auk keppnishalds voru ýmsar uppákomur, s.s. opnar vinnustofur, fyrirlestrar og sýnikennsla og kvöldvaka. /smh Norðurlandameistaramót eldsmiða á Akranesi Íslendingar náðu einum titli Nýr heildsali með rúlluplast Nýr heildsali hefur bæst í hóp þeirra sem selja rúlluplast á Íslandi. Það er fyrirtækið Sóldögg ehf. sem um ræðir og selur ein- göngu í heildsölu og að lágmarki eitt bretti með 40 rúllum, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Sóldögg ehf. hefur flutt inn TotalCover rúllunet frá Karatzis á Krít og í sumar tryggði það sér svo umboð fyrir Bal‘ensil, 5 laga rúllu- plast frá franska framleiðandanum Barbier Group. Franska rúlluplastið er Íslenskum bændum kunnugt frá fyrri árum en það hefur ekki verið í boði á Íslandi síðustu ár. Í tilkynningunni kemur fram að Sóldögg hafi haft að leiðarljósi að bjóða upp á hágæða vöru á lægsta mögulega verði og til þess haldið rekstarkostnaði og yfirbyggingu í lágmarki. Sóldögg hefur samið við Flytjanda um sérkjör á flutningi á neti og plasti og afhendast vörurnar á næstu flutningamiðstöð við við- takanda. Sveitasælan á Sauðárkróki um helgina Árlegt mót hagyrðinga Bragaþing haldið á Borgarfirði í ágústlok Árlegt mót hagyrðinga verður haldið í Fjarðarborg á Borgarfirði eystra laugardagskvöldið 31. ágúst. Samkomur sem þessar hafa verið árlegar síðasta aldarfjórðung og til skiptis í landshlutunum. Nú er ár Austfirðinga og Þorsteinn á Unaósi leiðir undirbúninginn. Liðsmenn stökunnar og hagyrðingar eru hvattir til þátttöku sem getur hafist með því að hringja í Fjarðarborg 472-9920 og panta sæti í veislunni. Aðgangseyrir er 6.500 krónur. Góð tilboð bjóðast hjá ferðaþjónustunni Álfheimum/Arngrími Viðari s. 861- 3677 og Helga í Blábjörgum s. 861- 1792. Fyrir fimm árum var mótið haldið á Smyrlabjörgum og 20 ár eru síðan austfirska mótið fyrsta var á Hallormsstað með Helga Seljan og Hákon Aðalsteinsson í heiðurssætum. Benedikt Sigurðsson ráðinn aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Bragaþing númer tvö var haldið á Hveravöllum árið 1990. Þarna eru Selfosshjónin Lára og Birgir fremst á myndinni, en aftar sitja skáldin Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd og Jói í Stapa. Mynd / Gils Einarsson Benedikt Sigurðsson var á dög- unum ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra. Benedikt hefur starfað sem sviðsstjóri ytri og innri samskipta Actavis á Íslandi undanfarin ár og sat einnig í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hann var áður aðstoðarmaður formanns Framsóknarflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fjölmiðla fulltrúi K a u p þ i n g s banka, en lengst af starfaði hann sem fréttamað- ur á fréttastofu Sjónvarpsins. Benedikt hefur bakkalárgráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Mynd / smh Hin árlega Ólafsdalshátíð var haldin helgina 10.-11. ágúst sl. Í Ólafsdal við Gilsfjörð var fyrsti búnaðarskóli Íslands stofnaður af Torfa Bjarnasyni árið 1880. Ólafsdalsfélagið stendur að hátíðinni og segir Rögnvaldur Guðmundsson, formaður félagsins, að vel hafi tekist til og um 400 gestir hafi mætt í dalinn. Hin eiginlega Ólafsdalshátíð var haldin sunnudaginn 11. ágúst en undanfari hátíðarinnar fór fram á laugardeginum með gönguferð um Ólafsdal og námskeiði í ullar- og tóvinnslu, ætluðu börnum. Fjölbreytt sýningarhald Fjölbreytt dagskrá var á sunnudeg- inum. Ólafsdalsmarkaður var haldinn að venju sem og sýningar, en græn- metisframleiðslan í dalnum hefur nú fengið lífræna vottun. Á markaðnum var auk grænmetisins boðið upp á osta, Erpsstaðaís, krækling og ber. Auk þessa voru fjölbreyttar hand- verksvörur á boðstólum. Sýningar voru í skólahúsinu; á fyrstu hæð er fastasýningin Ólafsdalsskólinn 1880-1907 og á annarri hæð var sýningin Guðlaug og konurnar í Ólafsdal, sem er ný sýning styrkt af Menningarráði Vesturlands. Á þeirri hæð var einnig kynning á mat og matarhefðum við Breiðafjörð og á Ströndum í samvinnu við Þjóðfræðisetrið á Hólmavík. Hátíðardagskrá var svo frá klukkan 13 þar sem ýmis erindi voru flutt og tónlist leikin. Dagskrá lauk með erindi Bjarna Guðmundssonar, prófessors á Hvanneyri, undir heit- inu Torfi, verkfærin og vinnuhest- arnir. Ólafsdalfélagið var stofnað árið 2007 og eru félagar nú um 300 talsins og fer stöðugt fjölgandi. Markmið félagsins er að hefja Ólafsdal til vegs og virðingar á ný og nú sem frumkvöðlasetur á 21. öld. Í Ólafsdal eru afar merkar jarðræktarminjar, s.s. beðasléttur, vatnsmiðlun, hlaðnir garðar og fjöldi annarra minja frá tímum Ólafsdalsskólans, s.s. minjar um smiðju Torfa, tóvinnuhús, hlaðið vatnshús og fjós o.fl. Skemmtilegar gönguleiðir eru út frá Ólafsdal, s.s. yfir í Bitrufjörð, Kleifa í Gilsfirði, Saurbæjarsveit og víðar. /smh Ólafsdalsgrænmetið lífrænt vottað Rannveig Guðleifsdóttir frá vottunarstofunni Túni afhendir Rögnvaldi Guðmundssyni staðfestingu á að grænmetisræktun í Ólafsdal sé lífrænt vottuð. Benedikt Sigurðsson. Sveitasæla – Landbúnaðarsýning og bændahátíð verður haldin á laugardaginn kemur í reiðhöll- inni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Að sögn Öldu Laufeyjar Haraldsdóttur framkvæmdastjóra sýningarinnar verður þar að venju margt um að vera en allt stefnir í að hátíðin verði sú stærsta til þessa. Á meðal þess sem sjá má eru vélar frá ýmsum vélasölum, hús- dýragarður, sveitamarkaður og handverk. Sýningin stendur frá 10:00 til 18:00 en um kvöldið fer fram kvöldvaka með skemmtiatrið- um og grilli. Ókeypis er á sýninguna og allir velkomnir. Staðið við strokkinn á Sveitasælu. Nú liggja fyrir verðskrár allra afurðastöðvanna fyrir kom- andi sauðfjársláturtíð, eftir að Fjallalamb á Kópaskeri birti verðskrá í síðustu viku. Landssamtök sauðfjárbænda hafa reiknað út meðalverð einstakra afurðastöðva miðað við þær upp- lýsingar sem liggja fyrir auk þess að bera saman landsmeðaltal milli ára. Niðurstaða þeirra útreikninga er að lambakjöt hækkar um u.þ.b. 37 krónur á kíló milli ára, sé tekið tillit til uppbótargreiðslna fyrir árið í fyrra, sem greiddar voru fyrr á þessu ári. Sumarslátrun hófst hjá sláturhúsi KVH á Hvammstanga 12. ágúst síð- astliðinn og var þá tæplega þúsund lömbum slátrað. Meðalvigtin var 14,3 kg. Annar sláturdagur í ágúst var síðasta mánudag og var þá um 760 lömbum slátrað. Meðalvigt þann dag var 16,3 kg sem telst mjög gott. Magnús Freyr Jónsson slátur- hússtjóri segir að einnig sé stefnt að því að slátra á mánudaginn kemur. Þá verður slátrað hjá SS á Selfossi og hjá Norðlenska, bæði á Höfn og Húsavík, fyrir mánaðamót. Slátrun hefst almennt í annarri viku septem- ber eða svo. /fr Lambakjöt hækkar um 37 krónur á kíló

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.