Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Gilsárstekkur í Breiðdalshreppi Fjármála- og efnahagsráðuneytið auglýsir til ábúðar frá 1. október 2013 ríkisjörðina Gilsárstekk, landnr. 158957, í sveitarfélaginu Breiðdalshreppi. Á jörðinni er gamalt íbúðarhús, það er í þokkalegu ástandi m.v. aldur, útihúsin eru sum gömul og léleg, önnur í góðu lagi og umgengni ágæt. Ræktað land er talið 22 ha. Greiðslumark jarðarinnar er 217,4 ærgildi og fylgir með í leigunni. Um er að ræða lífstíðarábúð. Umsóknarfrestur er til og með 10. september nk. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu ráðuneytisins. Ef spurningar vakna er hægt að hafa samband í síma 545-9200. Frekari upplýsingar birtast á heimasíðu ráðuneytisins, http://www. fjarmalaraduneyti.is/verkefni/jardeignir/auglysingar Fyrirspurnir sendist á netfangið postur@fjr.is Eigum allar síur í New Holland og JCB á lager Skeiðarás 3 Garðabær Sími 5272600 velavit@velavit.is Varahlutir - Viðgerðir sérhæfum okkur í JCB Hydrema Iveco New Holland og Case Vélavit Oftast ódýrastir! JCB Plöturnar eru unnar úr endurunnu plasti s.s. plast- flöskum, gróðurhúsaplasti og umbúðaplasti. Steingrátt og svart eru standard litir á plastplötum en aðrir litir eru fáanlegir við sérpöntun. Plastplötur undir 10 mm eru beygjanlegar en yfir 10mm eru sjálberandi. Plöturnar hafa, háð notkun, staðfestan lífaldur í kringum 50 ár. Plöturnar þola vel sól og frost. Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri www.jotunn.is Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404 2610 Plastplötur á veggi Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 480 0400 fyrir frekari upplýsingar „Þetta er mjög skemmtilegt sumarstarf, varla hægt að hugsa sér það betra,“ segja systurnar Helga María, sem er 13 ára, og Berglind Björk, 15 ára, en í sameiningu stunda þær nokkuð umfangsmikla grænmetisræktun í garði við hús foreldra sinna, Ingibjargar Baldursdóttur og Guðmundar Guðmundssonar við Bjarmastíg 10. Þær hafa fastan kaupanda að grænmetinu því móðir þeirra rekur veitinga- og kaffihúsið Kaffi Ilm steinsnar frá grænmetisgarðinum og þar er því iðulega brakandi nýtt og ferskt grænmeti á boðstólum. Áhuginn kviknaði í Matjurtagörðunum Systurnar voru með grænmetisgarð í Matjurtagörðum Akureyringa við Krókeyri í fyrrasumar og komust þar heldur betur á bragðið. „Það var mjög gaman að sinna garðinum og við lærðum margt þar, bæði var Jóhann sem sér um garðana áhugasamur og var alltaf að segja okkur hvernig best væri að standa að þessu og nágrannar okkar voru líka mjög duglegir að miðla upplýsingum. Við lærðum því mikið af því að vera með grænmetisgarðinn og það má segja að áhuginn hafi kviknað þar,“ segja þær Helga María og Berglind Björk. „Við komum heim með góða uppskeru og svo sannarlega reynslunni ríkari.“ Í garðinum við Bjarmastíg háttaði þannig til að nauðsynlegt var að laga hann aðeins til og m.a. voru felldar þrjár gamlar stórar aspir. Lagt var til atlögu við garðinn í fyrrahaust og nú er hann mjög skjólgóður og sólríkur og hentar einkar vel til grænmetisræktunar. Systurnar eru með fjölda tegunda í ræktun, kál af ýmsu tagi, salat, rófur, gulrætur og þar má líka finna jarðarberjaplöntur, en berin sem af þeim munu koma er líður á sumarið eru þó aðallega til heimabrúks. Innandyra má svo finna margvíslegar kryddjurtir sem nýtast vel, bæði heima við og á Kaffi Ilmi. Ekki verra að hafa smátekjur Þær systur segja að vissulega fylgi því þó nokkur vinna að sinna ræktuninni, það þarf að vökva reglulega þegar ekki rignir og svo verður að halda arfanum í skefjum, þannig að alltaf er hægt að finna sér eitthvað við að vera úti í garði. „Það er mjög gaman að fylgjast með þessu, frá því sett er niður að vori og hvernig grænmetið smám saman vex og dafnar þar til hægt er að taka það upp. Ekki er verra að geta hafa smátekjur af þessu öllu saman,“ segja þær Helga María og Berglind Björk og eru bara þokkalega ánægðar með verðið sem móðir þeirra greiðir fyrir grænmetið. /MÞÞ Systur rækta grænmeti í garðinum heima „Mamma kaupir grænmetið og notar á kaffihúsinu sínu“ Helga María og Berglind Björk rækta grænmeti í garðinum við heimili sitt og það af þeim brakandi og ferskt. „Þetta er mjög skemmtilegt sumarstarf,“ segja systurnar. Mynd / MÞÞ www.buvis.is Ve r i ð v e l k o m i n á v e f s í ð u o k k a r • AFLÚRTAK OG ÞRÍTENGI • 130 HESTAFLA VÉL • VARIO SKIPTING • 3,5 TONNA LYFTIGETA Í 6 METRUM • FJÓRHJÓLASTÝRI • OG FLEIRA OG FLEIRA SKOTBÓMULYFTARI MEÐ AFLÚRTAKI TIL SÝNIS OG SÖLU HJÁ BÚVÍS OG Á www. dieci.is KAUPI BER Íslensk hollusta ehf. islenskhollusta@islenskhollusta.is Sími 864-4755

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.