Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 1
16. tölublað 2013 Fimmtudagur 22. ágúst Blað nr. 401 19. árg. Upplag 31.000 Hindberjatíðin gengur í garð Nokkrir bændur hafa reynt fyrir sér í hindberjarækt undanfarin ár. Ingólfur Guðnason og Sigrún Elfa Reynisdóttir garðyrkjubændur á Engi tóku þátt í samnorrænu til- raunaverkefni, Atlantberry, sem fólst í að koma upp hindberja- trjám í plastskýlum. Á þessu ári lýkur verkefninu en rannsókna- þættirnir gengu m.a. út á það að draga sem mest úr áhættu á veður- skaða og hámarka uppskeru og gæði berjanna. Að sögn Sigrúnar og Ingólfs hefur gengið á ýmsu í ræktuninni síðustu þrjú árin, m.a. hafi verið erfitt að verja plast- skýlið í verstu óveðrunum og ýmsu við ræktunina þurfi Íslendingar að ná betri tökum á. Þau segja þó bæði að hindberjaræktun geti átt framtíðina fyrir sér því næg er eftirspurnin á markaðnum. Nánar er rætt við bændurna á Engi um starfsemina á býlinu og samskipti þeirra við veitingamenn á bls. 20. Að minnsta kosti 90 lögbýli voru í eigu fjármálastofnana um síð- ustu áramót, skv. Lögbýlaskrá 2012. Það eru um 1,4 prósent allra lögbýla á landinu en þau voru á sama tíma 6.447 talsins. Umrædd lögbýli eða jarðir voru ýmist í eigu fjármálastofnan- anna sjálfra eða dótturfélaga þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem Bændablaðið hefur fengið frá umræddum fjármálastofn- unum hefur jörðum í þeirra eigu fækkað það sem af er ári, í flestum tilfellum. Þó er það ekki algilt. Flest þessara lögbýla eiga fjármálastofnanirnar að fullu en í fáum tilvikum eiga þau jarð- irnar að hluta á móti öðrum eigendum. Landsbankinn stærstur Landsbankinn og dótturfélög hans áttu langflestar þessara jarða eða 48 lögbýli. Þar af átti félagið Lífsval 33 lögbýli. Dótturfélag Landsbankans, Hömlur, á tæp 90 prósent í Lífsvali eftir að hafa tekið yfir hluti í félaginu á síðasta ári. Landsbankinn sjálfur átti 9 lögbýli og Hömlur 1 áttu 6. Allar þessar eignir hafa komist í hendur bankans eða félaga hans vegna skuldaskila. 16 jarðir Lífsvals seldar Lífsval á í dag 25 jarðir að því er kemur fram í upplýsingum sem Bændablaðið óskaði eftir. Meðal þeirra jarða eru Flatey á Mýrum, eitt stærsta kúabú landsins og Miðdalur í Skagafirði sem er stórt og gróið sauðfjárbú. Í maí 2012 hófst söluferli á jörðum félagsins og voru þá 19 jarðir auglýstar til sölu. Ákveðið var að setja jarðir í sölu í áföngum til að koma í veg fyrir offramboð á jörðum með mögulegri verðlækkun. Allar jarðir félagsins eru hins vegar komnar á sölu nú. Á síðustu 15 mánuðum hafa 16 jarðir félagsins verið seldar. Eftir því sem kemur fram í upp- lýsingum frá Lífsvali eru viðræður í gangi um sölu á nokkrum jörðum eins og sakir standa. Deilur við ábúendur hefta sölu Frá áramótum hefur ein jörð í eigu Hamla 1 verið seld en að sama skapi hefur ein jörð bæst í eignasafnið. Af þeim sex jörðum sem félagið á eru þrjár í söluferli og eru þær allar í útleigu til næsta hausts. Hinar þrjár jarðirnar eru ekki komnar í hendur félagsins en deilur standa við ábúendur þeirra jarða. Landsbankinn sjálfur hefur frá áramótum selt fimm jarðir og fyrir liggur undirritaður kaupsamningur vegna einnar til viðbótar sem eftir á að staðfesta. Bankinn hefur hins vegar eignast tvær jarðir á þessu ári og helmingshlut í þeirri þriðju. Af þessum sex jörðum sem bank- inn á eru fjórar í sölumeðferð. Jörðum í eigu Arion banka fjölgar Arion banki átti um áramót 20 lögbýli. Þeim hefur fjölgað það sem af er ári og á bankinn nú 28 jarðir eða jarðaparta. Ekki fengust nákvæmar upplýsingar frá bank- anum um hvernig þróun eignar- halds hans á jörðum hefur verið á árinu og því ekki ljóst hvort eitthvað af jörðum bankans hafi selst á árinu. Þrjár þessara jarða eru í útleigu og á fæstum hinna er stundaður hefðbundinn búskapur. Allir jarðir sem bankinn eignast eru settar í söluferli enda ekki stefna hans að eiga lögbýli. Í einhverjum tilvikum sitja fyrri eigendur enn á jörðunum. Engar jarðir bæst við hjá Íslandsbanka Íslandsbanki átti um áramót sjö lög- býli og tvö til viðbótar voru skráð á fjármögnunarþjónustu bankans þar eð þær eru á eignaleigusamningi. Ein jörð hefur verið seld það sem af er ári og bankinn hefur ekki eignast fleiri jarðir á árinu. Hinar sex jarðirnar eru til sölu og hafa verið auglýstar hjá fasteignasölum. Í einu tilfelli er jörð í útleigu. Íbúðalánasjóður átti um áramót tvær jarðir og hefur sjóðurinn selt aðra þeirra en hin er til sölu. Óalgengt er að sjóðurinn eignist bújarðir en fleiri dæmi eru um að hús sem byggð hafa verið á lóðum sem teknar hafa verið út úr jörðum lendi í höndum sjóðsins. Tvö lögbýli voru í eigu Landsbyggðar ehf. sem er félag í eigu Gamla Landsbankans. Ekki fengust upplýsingar um hvort þær jarðir væru ennþá í eigu þrotabús- ins. Þá á Kaupfélag Skagfirðinga (KS) eða dótturfélag þess, sem hér er flokkað með fjármálastofnunum vegna þess að félagið rekur inn- lánadeild, tíu lögbýli að hluta eða í heild. Fjórar þessara jarða á KS að hluta á móti öðrum aðilum sem reka þar búskap og ein til viðbótar er í útleigu. /fr Nokkur fjöldi lögbýla hefur verið seldur það sem af er ári: Tugir jarða í eigu fjármálastofnana Samkvæmt lögbýlaskrá eru 1,4% lögbýla á Íslandi í eigu fjármálafyrirtækja. Mynd / TB 7 Svipmyndir frá Berlín 14 Einhleypur bóndi fyrir austan? Flatkökurnar hennar ömmu Ragnheiðar 34 Ingólfur Guðnason bóndi, Sig- urður Helgason matreiðslumeis- tari á Grillinu og Sigrún Elfa Reynisdóttir bóndi inni í hind- berjaskýlinu á Engi. Mynd / TB

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.