Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. ágúst 20134 „Það er ekkert leyndarmál að við getum einungis mælt lítinn hluta af þeim varnarefnum í matvælum sem við eigum að mæla, þannig að staðan er sú að við vitum ekki hvort á markaði eru hér á landi matvæli, ávextir og grænmeti sem innihalda þessi varnarefni. Það koma alltaf af og til upp tilvik þar sem varnarefni í þeim sýnum sem við tökum fara yfir leyfileg mörk, þannig að vissulega er hægt að draga þá ályktun að slík efni geti leynst í þeim vörum sem við ekki mælum fyrir og í raun er það líklegra en ekki,“ segir Hrönn Ólína Jörundsdóttir efnafræðingur og verkefnastjóri hjá Matís. Reglugerð um matvælaöryggi og neytendavernd hefur verið innleidd á Íslandi í gegnum EES-samninginn, en samkvæmt henni er skylt að mæla að minnsta kosti 190 varnarefni í mat- vælum og krafist er getu til að mæla minnst 300 varnarefni. Staða mála hér á landi er sú að einungis eru mæld 63 varnarefni og því er alls ekki vitað hvort önnur varnarefni séu til staðar í matvælum sem seld eru hér. Kostnaður er 300 milljónir króna Ísland hefur undanfarin ár haft undan- þágu til að greina færri varnarefni í matvælasýn- um en EES- reglur gera kröfu um og er hún í gildi á meðan unnið er að úrbótum í efnagrein- i n g u m . Verkefninu „Örugg mat- væli“, sem m.a. Matís og MAST standa að, var ætlað að bæta þar úr. Kostnaður nemur um 300 milljónum króna og var ætlunin að fjármagna það með svonefndum IPA-styrk frá ESB. Vilyrði hafði fengist fyrir þeim styrk en nú er allt hrokkið í baklás eftir að stjórnvöld settu umsóknarferlið á ís. Hrönn segir að sem stendur sé verk- efnið því í uppnámi og matvælaöryggi hér á landi stefnt í voða, en stjórnvöld- um hafi verið gerð grein fyrir stöðu mála. „Þetta er grafalvarlegt mál og við höfum kynnt það fyrir ríkisstjórn og ég tel að þar á bæ geri menn sér fullkomna grein fyrir alvarleika máls- ins. Við erum því bjartsýn á að lausn finnst,“ segir hún. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að þessi staða kalli á nýja nálgun. „Þetta mál ásamt fleiri sambærilegum er til endurskoðunar hjá ráðuneytunum. Það er stutt síðan ESB dró til baka tilboð um IPA-styrki og nú er mikilvægt að forgangsraða verkefnum og taka þau fyrst fyrir sem eru brýn,“ segir Sigurður Ingi. Fimm tilvik á þessu ári Af og til koma upp tilvik þar sem varnarefni í matvælum mælast yfir leyfilegum mörkum, síðast í byrjun þessa mánaðar þegar innflutt spínat var innkallað af neytendamarkaði vegna varnarefnis sem greindist í vörunni og ekki var heimilt að nota við ræktun matjurta í Evrópu. Alls hafa komið upp fimm slík dæmi það sem af er þessu ári, þau voru þrjú í fyrra og átta árið 2011. /MÞÞ Fréttir Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í júlí 2013 Urður á Hvanneyri mjólkaði 12 þúsund lítra Hæsta meðalnyt á búum í skýrslu- haldi nautgriparæktarinnar er á bænum Kirkjulæk í Fljótshlíð. Þar er meðalnytin 7.800 lítrar eftir hverja árskú (sem er meðalfjöldi kúa á lögbýli yfir 12 mánaða tímabil). Í fjósinu á Hvanneyri er kýrin Urður sem mjólkaði 12.024 kg mjólkur síðustu 12 mánuði. Þetta kemur fram í niðurstöðum skýrsluhalds nautgriparæktarinnar sem kynnt er á vefsíðu Leiðbeiningamiðstöðvar landbúnaðarins, rml.is. Alls eru 582 kúabú sem taka þátt í skýrsluhaldinu og við uppgjörið höfðu 93% þeirra skilað niðurstöðum. Reiknuð meðalnyt 21.098 árskúa var 5.649 kg sem er 1 kg lækkun frá síðasta uppgjöri. Meðalfjöldi árskúa á búum sem skilað höfðu skýrslum var 39. 23 bú yfir 7.000 lítra meðalnyt Hæsta meðalnytin á tímabilinu var á búi Eggerts Pálssonar á Kirkjulæk í Fljótshlíð eins og áður segir, 7.800 kg eftir árskú. Við síðasta uppgjör var Kirkjulækjarbúið einnig með hæstu meðalnyt. Næsta bú í röðinni var bú Helga Bjarna Steinssonar á Syðri-Bægisá í Öxnadal en þar var meðalnytin 7.643 kg á árskúna. Þriðja búið á listanum var bú Arnfríðar og Jóns Viðars í Dalbæ I í Hrunamannahreppi en þar reiknaðist meðalnytin 7.555 kg á árskú. Fjórða búið var bú Guðmundar og Svanborgar í Miðdal í Kjós en þar reiknaðist nytin 7.503 kg á árskú og fimmta búið var bú Jóns og Hrefnu á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði. Þar var nyt meðalkýrinnar 7.494 kg. Á 23 búum var reiknuð meðalnyt á síðustu 12 mánuðum hærri en 7.000 kg eftir árskú. Verðmætar mjólkurkýr Nythæsta kýrin á síðustu 12 mánuðum var Urður 1229 á Hvanneyri í Andakíl í Borgarfirði undan nautinu Laska 00010. Mjólkaði hún 12.024 kg sl. 12 mánuði. Hún var einnig fyrst í röðinni við seinasta uppgjör. Önnur var kýrin Bóla 527 í Nesi í Grýtubakkahreppi (f. Hræsingur 98046) en nyt hennar sl. 12 mánuði var 11.534 kg. Þriðja nythæsta kýrin var Setta 508 á Brúsastöðum í Skagafirði (f. Þrasi 98052). Setta mjólkaði 11.222 kg á síðustu 12 mán. Fjórða var svo Skutla nr. 1069 í Skáldabúðum í Gnúpverjahreppi (f. Stíll 04041) og mjólkaði hún 11.055 kg á síðustu 12 mánuðum. Alls náðu fjórar kýr að mjólka yfir 11.000 kg á umræddu tímabili, tveimur færri en við seinasta uppgjör. Af þessum fjórum komst ein yfir 12.000 kg á tímabilinu, segir á vef RML. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og styrki til hreinsunar affallsskurða á Bændatorginu. Til að hljóta styrk þarf umsækj- andi að vera skráður fyrir búnaðar- gjaldsskyldri framleiðslu. Sækja þarf um fyrir 10. september 2013. Á vef Bændasamtakanna, bondi. is, er að finna eyðublöð fyrir þá sem kjósa að senda skriflegar umsóknir um jarðræktarstyrki eða styrki til hreinsunar affallsskurða. Minnt er á sérstök ákvæði í reglum vegna kaltjóna. Umsóknirnar skal senda til Bændasamtaka Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík, merktar "Jarðræktarstyrkir" eða "Hreinsun affallsskurða". Allar upplýsingar um jarðræktar styrkina, umsóknir og úthlutunarreglur er að finna á vef BÍ, bondi.is. Þá veitir Erna Bjarnadóttir, sviðsstjóri hjá Bændasamtökunum, upplýsingar í netfangið eb@bondi.is Umsóknir um styrki til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða 13.720 mörk í nýrri Landsmarkaskrá Ný og vegleg prentútgáfa af Landsmarkaskrá er komin út. Í ritinu eru upplýsingar um eyrnamörk sauðfjár og eigendur þeirra. Mörkin, sem eru norræn að uppruna, hafa sum hver verið í notkun allt frá landnámi og tengjast náið nýtingu afrétta og annarra sumarbeitilanda. Ekki er vitað til þess að útgáfa markaskráa og notkun marka sé nokkurs staðar nú á tímum með jafn skipulögðum hætti og hér á landi. Vefútgáfu Landsmarkaskrár var hleypt af stokkunum undir árslok 2012 eftir útgáfu nýrra markaskráa í öllum markaumdæmum landsins. Vefútgáfunni (www.landsmarkaskra. is) hefur verið vel tekið enda mjög til framfara. Þó komu strax á liðnu ári fram eindregnar óskir um að skráin yrði líka gefin út í bókarformi með sama hætti og fyrri Landsmarkaskrár,1989,1997 og 2004. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson hjá Bændasamtökum Íslands hafði umsjón með útgáfunni og ritstýrði Landsmarkaskrá. Hann segir að þótt tölvuvæðingin gangi hratt yfir þá nýti ekki allir sér nýti þá tækni og netsamband sé misgott. „Mörgum þykir þægilegra að fletta bók og bera saman mörk. Landsmarkaskráin hefur líka sérstöðu á heimsvísu og hefur því söfnunargildi auk hins hagnýta. Þar við bætist að hún er góð samtímaheimild um alla fjáreigendur og fjárbú í landinu og þar eru einnig skráðir margir eigendur hrossa. Því var að vandlega athuguðu máliráðist í útgáfu skráarinnar á prenti í litlu upplagi með tölusettum eintökum eingöngu,“ segir Ólafur. Eyrnamörk, brennimörk og frostmörk Auk allra marka sem birt voru í markaskrám 2012 voru tekin með eyrnamörk, brennimörk og frostmörk sem voru tilkynnt síðar og birt fram eftir árinu 2013. Þannig varð til Landsmarkaskrá 2013, sú fjórða í röðinni, með 13.720 mörk,475 blaðsíður að lengd. „Þótt mörg mörk hafi fallið út við útgáfu markaskráa 2012 hefur töluvert af nýjum bæst við þannig að mörkin eru aðeins nokkru færri en í 2004 útgáfunni,“ segir Ólafur. Pantið símleiðis Sem fyrr eru Bændasamtök Íslands útgefandinn en verkið var prentað í Odda og bundið í vandað band. Skráin er seld á skrifstofu BÍ í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík á kr 9.500 með vsk. Við bætist póstsendingargjald kr 1.000 ef hún er send til kaupenda. Tekið er á móti pöntunum í símum 563-0300 og 563-0338 eða í tölvupóstfangi jl@ bondi.is. Fyrirframpantanir hafa nú þegar verið sendar til viðtakenda. Reiknað er með að þau eintök sem eftir eru seljist fljótt. Aðeins eru fáeinar bækur eftir af 2004 útgáfunni en hinar tvær eru uppseldar. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson segir Landsmarkaskrá einstaka á heims- vísu. Mynd / TB Á búinu Kirkjulæk mjólkar árskýrin að meðaltali 7.800 kg. Mynd / ÁÞ Ágúst Helgi Sigurðsson er „Ungi bóndi ársins“ en hann bar sigur úr býtum í æsilegri keppni sem haldin var í tengslum við sveitahátíðina Tvær úr Tungunum í Reykholti um síðustu helgi. Sunnlendingar unnu liðakeppnina að þessu sinni en meðal keppnis- greina voru hopp og skrið undir raf- magnsgirðingu, að þræða sláturnál og kasta skeifum. Jafnframt reyndi á samvinnu liðanna í rúlluveltu. Eftir hraðaþrautirnar var slegið upp grilli fyrir þátttakendur og um kvöldið var keppt í „barsvari“ með sveita- tengdum spurningum um hrúta og kvikmyndina Dalalíf svo eitthvað sé nefnt. Veðrið lék við keppendur og gesti sem kunnu jafnframt vel að meta litríka keppnislýsingu, en kynnir var landbúnaðarráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson. Það voru Samtök ungra bænda og félag ungra bænda á Suðurlandi sem stóðu fyrir keppninni en hún var nú haldin í fimmta sinn. Ungi bóndi ársins: Keppt í rúlluveltu og skeifukasti Mynd / Magnús Ingimarsson „Ég gefst ekki upp,“ segir Birgit Kostizke sem hyggur á umfangs- mikla kanínurækt til manneldis, en hún hafði verið í viðræðum við Sláturhús Vesturlands varðandi slátrun á kanínum. Ekki hefur enn fengist leyfi til að slátra í húsinu, en það er í Brákarey þar sem áður var rekið sláturhús. Borgarbyggð hafði skipulagt íbúðabyggð á svæðinu en af áform- um um uppbyggingu íbúða þar varð ekki. Taldi sveitarfélagið að starfsemi sláturhúss væri óveruleg breyting á aðalskipulagi, en Skipulagsstofnun er ekki á sama máli og fær Sláturhús Vesturlands ekki starfsleyfi fyrr en skipulagi hefur verið breytt með formlegum hætti. Birgit segir að þetta setji strik í reikninginn varðandi sín áform, en hún muni nýta tímann á meðan unnið er að málinu, m.a. ætli hún að fara í umbúðahönnun, ræða við söluaðila um sölu á afurðum sínum og ýmis- legt fleira sem gera þarf. Byggir upp á heimaslóðum „Ég mun fækka í hópnum hjá mér á meðan þetta ástand varir,“ segir hún. Undanfarið hefur hún leitað að hentugu húsnæði undir starfsemina og segir að síðar í haust muni hún boða í námunda við Hvammstanga. „Mér bauðst lóð hér í nágrenninu þar sem möguleiki er á að byggja upp í samvinnu við eigendur, en þar til af því verður býðst mér að nota útihús á jörðinni. Þetta lofar mjög góðu,“ segir hún. Fyrr í sumar hafði hún m.a. skoðað hentug hús undir kanínuræktun á Suðurlandi, verið lögð á hilluna. Unnið að uppbyggingu sl. 3 ár uppbyggingu á kaníueldi hér á landi undanfarin ár og hefur m.a. stofnað fyrirtækið Kanína ehf. í því skyni. Stefnt var að því að hefja ræktun með um 250 lífdýr og tæplega 6.000 sláturdýr og ætlar hún að nota ann- ars vegar innlendar holdakanínur nefnist Helle Grosssilber í ræktun sinni. „Ég hef unnið að þessari upp- byggingu undanfarin þrjú ár og vil ekki gefast upp þó að þessi vandræði Á meðan aðrir sinna þeirri pappírs- vinnu mun ég nota tímann í annað,“ segir hún. /MÞÞ Sláturhús Vesturlands fær ekki starfsleyfi Hægir á uppbyggingu kanínuræktar til manneldis Þessar kanínur fara ekki í sláturhús í bráð. Mæla ekki öll varnarefni í innfluttum mat – Matvælaöryggi stefnt í voða, segir efnafræðingur hjá Matís Hrönn Ólína Jörundsdóttir. Gamli tækjabúnaðurinn. Mynd / Matís

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.