Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1960, Page 19

Læknablaðið - 01.06.1960, Page 19
LÆKNABLAÐIÐ 51 ingu og rannsóknir búfjársjúlc- dóma. Þegar dr. Björn kom aö Keld- um, biðu bans mikil verkefni. Undanfarin ár liöfðu skæðir sjúkdómar gengið bart að fjár- stofni landsmanna, en það voru paratuberculosis (garnaveiki), mæðiveiki og visna, sem er sjúkdómur í taugakerfi. Höfðu þessir sjúkdómar borizt til landsins árið 1933 með aðfluttu fé. Hélt dr. Björn nú áfram skipulögðum rannsóknum á þessum sjúkdómum ásamt starfsliði stofnunarinnar. Rannsóknir dr. Björns á garnaveiki bófust árið 1943. Tveim árum seinna liafði bann fundið specifikt mótefni í sjúk- um vefjafrumum, og varð þetta til þess, að honum tókst að bæta greiningu sjúkdómsins með blóðvatnsrannsókn (comple- ment fixation), sem nú er not- uð við greininguna ásamt tu- berculinprófi. Árið 1947 hefur dr. Björn bú- ið til bóluefni gegn sjúkdómin- um, sem þá fór enn í vöxt þrátt fyrir varúðarráðstafanir. Eftir langa undirbúningsvinnu var liægt að taka þetta bóluefni i notkun í stórum stíl árið 1950. Sex árum seinna var það orðið víst, að notkun bóluefnis lækk- aði dánartöluna af völdum garnaveikisýkils um 94%. Þann- ig var þessi skæði f j ársj úkdóm- ur sigraður. Árið 1955 sæmdi háskóli Kaupmannahafnar Bjöi'n dokt- orsnafnbót fyrir verk lians um garnaveiki. Erfiðara reyndist að fást við þurramæðina. Þennan sjúkdóm greindi Guðmundur Gíslason læknir fyrstur manna frá öðr- um þekktum lungnasjúkdómum í fé. Rannsóknir frá árunum 1945 og 1952 leiddu í ijós, að orsökin er sennilega veira. Það var staðfest, að hægt er að sýkja lömb á tilraunastað og að með- göngutíminn er um 2 ár (1—3). Þessar rannsóknir liætlu af sjálfu sér vegna niðurskurðar á sýktu fé og eins vegna þess, að tilraunasýkingar þóttu þá of áhættumiklar. Árangurinn af rannsóknum dr. Björns á þriðju skæðu sótt- inni, visnu, er birtur í 3 rilgerð- um frá árunum 1957—59. Á Páll A. Pálsson yfirdýralæknir mikinn þátt í þessum rannsókn- um. Þar er grundvallareðli sjúk- dómsins lýst, velheppnuðum sýkingartilraunum, meðgöngu- tíma, gangi, sjúklegum breyt- ingum í laugavef, orsök og mót- efnamyndun i blóði. Vefjabreyt- ingarnar (demyelination) minna mikið á brevtingar í taugavef lijá mönnum, sem eru haldnir vissum hæggengum taugasj úkdómum, t. d. sclerosis disseminata. Síðasta ritgerðin, sem lionum enlist ekki aldur til að ljúka við, fjallar um ræktun visnu-veiru í vefjagróðri, en þar leiðir hann örugg rök að

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.