Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1960, Side 36

Læknablaðið - 01.06.1960, Side 36
66 LÆKNABLAÐIÐ senn. Til þessa liafa þessar lieim- ildir legið að mestu ókannaðar, og ég hef ekki heldur kynnt mér þær til neinnar hlítar og lief því ekki getað myndað mér full- nægjandi skoðun á lækniskunn- áttu Bjarna út frá þeim. I stað þess mun ég leitast við að bregða upp mynd af læknanámi lians, með þvi að það veitir óbeinar upplýsingar um þekkingu hans í læknisfræði. En jafnframt verður höfð hliðsjón af þeim prentuðum heimildum, er veita vitneskju um hana og þeim fáu óprentuðu heimildum, sem ég hef kynnt mér þessu viðvíkj- andi. Bjarni Pálsson innritaðist í Hafnarháskóla 16. des. 1746, 27 ára að aldri, og valdi sér að einkakennara (præceptor pri- vatus) prof. med. Balthazar Jó- hannes de Buchwald (1697— 1763), en 8. des. hafði Bjarni tekið aðgöngupróf, examen arti- um, sem þá var skilyrði til inn- ritunar í háslcólann. I ævisögu Bjarna Pálssonar eftir Svein Pálsson segir: „Begenls féck Bjarni árið eptir, þann 2ann Maí, tók liann þá fyrir alvöru, auk enna philosophisku vísinda að dýrka læknis-list, náttúru- vísi, urta-fræði og aðrar greinir náttúru-historíunnar, hvörju hann stöðugt áfram héllt í nærstu samfeld 4 ár. Þann 5ta Júní 1747 gjörði liann, ásamt fleirum, sína fyrstu Urtasafns- lerð' (excursio herþaria) úl um Sjáland, og síðan hvört sumar liann dvaldi þar, tvisvar og þrisvar i viku hvörri. Hafði hann þessi 4 ár fyrir kénnendur: Ziegenhalg i Mathesi applicata, optica og þessháttar; Scheid og Testrup í Philosophia; IJorre- bow í Stjörnu-vísi“ (33. bls.). Þessir fjórir kennarar eru hinu raunverulega læknanámi óviðkomandi, og mun ég þvi ekki ræða kennslu þeirra. En þess skal getið, að naumast geta „þessi 4 ár“ átt við þá, heldur við kennarana i læknislist, sem tald- ir eru upp næst á eftir í ævisög- unni, því að ólíldegt er, að Bjarni hafi stundað nám hjá of- angreindum 4 kennurum, eftir að liann var orðinn plnlosophiæ haccalaureus (1. júlí 1748). A liáskólaárum Bjarna voru aðeins tveir prófessorar í lækn- isfræði, eins og verið hafði lengst af frá stofnun háskólans, og kenndu þeir auk læknisfræð- innar þá dýra-, jurta- og steina- fræði, sem kostur var að nema við hánn, enda sóttu læknar þeirra tíðar sín helztu lvf í þessi þrjú ríki náttúrunnar og þó mest í grasaríkið. í eldsvoðanum milda í Kaup- mannahöfn 1728 brann háskól- inn ásamt Tlieatrum anatomi- cum, náttúrugripum og bókum, og má segja, að liann hafi verið algerð auðn eftir hrunann, og tók mörg ár að hæta aftur úr því. Árið 1731 var húið að end- urbyggja kommunitet, regens

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.