Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1960, Side 38

Læknablaðið - 01.06.1960, Side 38
68 LÆKNABLAÐIÐ dags. 13. febr. 1734: Den anden Medicus Detharding, som vi fik fra Rostock, var en stor Mand derude, men sandelig intet Miraculum her. Hans anato- miske Lektier for Barberene love os ingen store Ting om hans Pliysica experimentalis.“ (J. Petersen, 1893, 127. hls.). Á árinu 1738 létust bæði C. Bartholin og J. Buchwald, og var Detharding þá eini próf. med. við Hafnarháskóla þar til 31. júlí 1739, að Balthazar Jóhannes de Buchwald (1697—1763), syni J. Buchwalds, var veitt liitt pró- fessorsembættið í læknisfræði, að undangengnu samkeppnis- prófi. B. Buchwald var dr. med. frá Ilafnarháskóla 1720 (Demor- ho comitiali) oglagði síðan upp í námsferð, fyrst til Hollands, þar sem Iiann hlustaði á Boerhaave í Leyden, fæðingarlækninn De- venter í Haag og líffærafræð- inginn Ruysch í Amsterdam. Síðan fór Buchwald til Helm- stádt í Þýzkalandi, þar sem hann stundaði medicokirurgi hjá Heister, sem varð fyrstur Þjóð- verja til að breyta kirurgiunni úr handverki í læknislist. Að lokinni utanför sinni 1722 stund- aði Buchwald lækningar í Ilöfn til 1725, að hann varð landfysi- kus á Lálandi. Þó að hann hafi þannig ldotið góða menntun, þá voru 17 ár, síðan hann sat við menntabrunnana, þegar hann varð prófessor, enda varð raun- in lika sú, að honum tókst ekki að hefja læknislistina við Hafn- arháskóla úr þeirri lægð, er liún var komin í. Einu verulegu framfarirnar á sviði læknisfræðinnar í Dan- mörku á þessum tíma gerðust utan háskólans með stofnun Theatrum anatomico-chirurgi- cum 1736. Það var mest verk Simonar Krygers (1687—1760), sem þá fyrir skömmu (1731) var kominn frá París, þar sem hann hafði kynnzt störfum Winslöws og Petits, enda mun Academie de Chirurgie í París hafa verið aðalfyrirmyndin að Theatrum anatomico-cliirurgicum. Stofnunin var við Ivaup- mangaragötu, nálægt Amager- torgi, og hafði til sinna afnota 2 herhergi og líkskurðarstofu, sem rúmaði 200 menn og var vel húin að tækjum. Þegar á fyrsta starfsári liennar, var Kryger bú- inn að lcoma sér upp álitlegu safni af liffærum, bæði heil- hrigðum og sjúkum. Enn frem- ur átti stofnunin kröfu til allra líka dáinna tukthúslima og þeirra, er líflátnir voru. Verk- svið hennar var að mennta alla kirurga í Danmörku, og for- stöðumaður hennar, Simon Kryger, var jafnframt general- direktör yfir öllum kirurgum í ríkinu, þ. e. fór með öll mál- efni þeirra, sem áður hafði aðal- lega verið í liöndum lækna og læknadeildarinnar. Með þessu hófst hin langa og oft harðvít- uga deila milli hennar og Thea-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.