Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1960, Page 42

Læknablaðið - 01.06.1960, Page 42
72 LÆKNABLAÐIÐ lcerfi Linnés. En um frekara nám Bjarna í grasa. og náttúru- fræði segir ævisaga hans: „Heyrði hann bótanískar undir- visanir hjá þeim merku mönn- um; General Adjutant von Osten, hvörr sérdeilis var sam- ríndur Bjarna, géck út með lion- um í urta-ferðir hvört sumar, og kénndi honum þar hjá Phy- sicam experimentalem, skrifuð- ust þeir á æ síðan meðan lifðu; Hólm frá Fjóni, sem siðar varð Prófessor í Bótaník; Dr. Oeder, sem byrjaði það mikla urta- safnsverk, Flora Danica, en féck hága útreið síðan; Dr. Ascanius frægum Náttúru-vitríng, og nú Prófessor við Lund á Skáney, nam Bjarni undir eins af þess- um hinar greinir náttúru-fræð- innar;“ (34.—35. bls.). Þessi von Osten mun vera Johan An- dreas von Osten (1714—1767). Hann var á Borchs kollegium 1739—42 og talinn hafa verið læknir i Grænlandi 1742—44, og deyr i Kaupmannahöfn og þá talinn licent. med. Lítið meira er vitað um hann eða nám hans og þvi ekki hægt að vita, hvað Bjarni kann að liafa lært af honum. Jörgen Tyge (Georg Tvcho) Holm (1726—1759) tekur próf í guðfræði 1746 við Hh., en fer þá yfir í læknisfræði og er því samferða Bjarna í náminu. Það er Holm, sem þýðir yfirsetu- kvennafræði Mesnard fyrir Buchwald, og kemur sú þýðing út 1749, og að undirlagi hans er Holm veittur styrkur til náms lijá Linné í Uppsölum 1750. Þar verður Holm dr. med. 1757 (Prodromus floræ Danicæ) og kemur þá aftur til Hafnar og er 1759 gerður professor oeco- nomiæ við hið nýstofnaða Amphitheatrum oeconomico- naturale, en deyr rétt á eftir. Holm var mikilhæfur grasa- fræðingur, og af honum hefur Bjarni getað numið kerfi Linnés á árunum 1757—59. Georg Christian Oeder (1728 —1791) var Þjóðverji. Hann var aðallega við nám hjá Haller í Göttingen, og þar varð hann dr. med. 1749. Þegar liinn nýi urtagarður var gerður við Ama- lienhorg 1752, var Oeder feng- inn til að veita honum forstöðu, eftir áhendingu Hallers í Göttin- gen. Oeder mun hafa haft hug á að verða prófessor við liáskól- ann, en til þess þurfti hann að vera dr.med. frá Hh., svo að hann disputeraði við hann 1752 (Disp. de Irritabilitate), en mun hafa verið stirður að tala latínu, svo að guðfræðingur, sem þá var nýorðinn stud. med., Chr. Friis Rottböll, kvað hann svo ræki- lega í kútinn, að prófessorar há- skólans vildu ekki mæla með honum sem prófessor. Engu að síður var Oeder gerður að prof. botan. við urtagarðinn 1751, og 1766 hóf liann útgáfu á Flora Danica í myndum. Hin „bága útreið“, sem ævisagan talar um,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.