Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1960, Side 56

Læknablaðið - 01.06.1960, Side 56
74 LÆKNABLAÐIÐ 1748 og varð dr. med. (de lingva humana) árið eftir og var pro- sektor og eiginlega staðgengill Buchwalds við kennsluna þar til 1758. Þá fór Heuermann, vegna þess að nemandi hans, Chr. Friis Rottböll, var tekinn fram yfir hann, sem professor designatus af prófessorum læknadeildar- innar, þeim Buchwald og Lod- herg Friis, aðallega þar sem Botthöll þótti slyngari i latínu en Heuermann. Hann varð þá medicus við herspítalann í Hol- stein, en fluttist aftur til Hafnar 1762 eða 1763, og þar lézt hann úr taugaveiki 1768, aðeins 45 ára að aldri. Heuermann var harðdugleg- ur maður, iðinn við líkskurði, kvikskurði og kennslu og stór- virkur rithöfundur. Hann samdi lífeðlisfræði í 4 hindum (Pliysio- logie, Kopenh. u. Leipz., 1751— 55), kennslubók í skurðaðgerð- um í 3 bindum (Ahhandlung der vornelnnsten chirurgischen Operationen, Kopenh. 1754— 57) og „Vermischte Bemerkun- gen und Untersuchungen der ausiibenden Arztney Wissen- schafft“, Kopenh. 1765—67, í 2 bindum. Við samningu lífeðlis- fræðinnar og skurðaðgerðafræð- innar hafði liann þann liátt á, að hann lét nemendur sína skrifa upp fyrirlestrana, sem hann hélt á þýzku, en síðan fór hann yfir þá og undirhjó lil prentunar. Það má telja öruggt, að Bjarni Pálsson hefur verið einn af riturunum, því að meðal ritgerða hans telur Sveinn Páls- son í ævisögunni „Dr. Heuer- manns Collegium practicum in operationes chirurgicas 1750“. Verk Heuermanns eru geysi- mikil að vöxtum og bera þess vott, að hann hefur verið mjög víðlesinn. En það er ekki þetta, sem gefur þeim gildi, heldur hitt, liversu full þau eru af sjálf- stæðum athugunum, frumleg og live skynsamlega er valið milli liinna ólíku kenninga, er þá voru uppi. Þau bera þess auðsæ merki, að Heuermann er fyrst og fremst sjálfmenntaður mað- ur, sem fer sínar eigin leiðir, en er þó víðsýnn. Má það undr- un sæta, þegar liaft er i huga, að liann hefur aldrei út fyrir Danmörku komið eða notið góðra kennara. Þvi miður lief ég ekki átt þess kost að kynnast ritum Heuer- manns af eigin raun, iieldur orð- ið að fara eftir umsögnum ann- arra og þá sérstaklega Norries, sem hezt liefur kynnt sér ævi Heuermanns og starf. Ég get þess vegna ekki gert samanhurð á skurðaðgerðum hans og þeim, er Sveinn Pálsson telur í ævi- sögunni, að Bjarni Pálsson hafi gert, en þær eru: „Trepanatio Cranii, Tracheoraphia, Exstir- patio Cancri faciei, Amputatio mammae cancrosae, Paracen- tesis abdominis, Op. fistulae ani completae, Castratio, Punctura & Sectio hydrocelis, Exstirpatio

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.