Læknablaðið - 01.06.1960, Side 57
LÆKNABLAÐIÐ
75
polypi uteri, Sectio aneurism.
veri, amputatio extremitatum.“
Vilmundur Jónsson (1947)
hefur bent á, að Bjarni Pálsson
liafi gert gasterostomia við kvið-
arsulli 1755 og verið þannig
langt á undan samtíð sinni með
þá aðgerð. Vilmundur álítur, að
Bjarni styðjist þar við innlenda
reynslu ólærðra skottulækna,
þar sem hann liafi engan bein-
an fróðleik um aðgerðir við
sullaveiki getað flutt með sér
frá Danmörku. Þetta getur
hugsazt, en hafa verður i huga,
að sullaveiki var ekki skilgreind-
ur sjúkdómurá þeim tímum, svo
að ýmsir aðrir kvillar, s.s. ígerð-
ir í brjóstlioli og vökvaæxli i
kviðarholi, iiafa lent á sama báti
og sullaveiki og meðferð á þeim
verið lík. ()g gastrotomi er ein
af þeim skurðaðgerðum, sem
Heuermann lýsir í kírurgíu
sinni (Norrie 1937, 128. hls.),
auk þess sem liann tekur upp
í „Vermischte Bemerkungen 11“
ritgerð eftir Stöhr, sem var að-
stoðarlæknir hans við lierspítal-
ann í Holstein, og er þar lýst
ótvíræðri sullaveiki, eins og tit-
ill ritgerðarinnar ber með sér:
„Bemerkungen von einer Gelh-
sucht nach dem Fieher, wobei
130 Wasserbláschen abgegan-
gen“ (Norrie 1934, 100. bls.).
Sullaveiki hefur þannig verið til
í Danmörku þá. Ég tel því lík-
legra, að Ileuermann sé læri-
meistari Bjarna í gastrotomi en
skottulæknar. Til þess bendir
einnig, að ein af spurningum
hans á hinu fyrsta læknaprófi,
er liann liélt, var „Gasterotomia
qvid?“ Cr þessu mætti eflaust
fá skorið, ef „collegium“, sem
Bjarni skrifaði upp eftir Heuer-
mann ættu eftir að koma í leit-
irnar. Augnaaðgerð þá,er Bjarni
gerði 1750 á kvenmanni í Kleven
við Mandal (Ævisaga, 40. bls.),
hygg ég, að megi einnig rekja
til áhrifa frá Heuermann, því
að einmitt á því sviði var hann
brautryðjandi í Danmörku og
langt á undan sinni samtíð.
I ævisögu Bjarna er þess get-
ið, að hann liafi einnig numið
handlæknalist af direktör chir-
urgiæ Henningsen. Hér er átt
við Wilhelm Hennings (1716—
1794), en hann verður ekki di-
rektor chirurgiæ fyrr en í maí
1760 eða um það leyti, sem
Bjarni fer frá Höfn. Hafi hann
lært hjá Hennings, hefur það
verið meðan hann var aðstoðar-
chirurg hjá Simon Kryger 1746
—52 og þó varla fyrr en 1749,
því að þá leyfði Kryger Hen-
nings að liafa einka anatomisk
og chirurgisk collegia fyrir unga
chirurga í húsi sínu. (Norrie
1932, 112. bls.). Ég tel þó lík-
legt, að Bjarni hafi ekki sótt
mikið tíma til Hennings, því að
varla liefur það verið vel séð af
læknaprófessorum háskólans.
Um líkskurð Bjarna segir í
ævisögunni: „Þessa árs vetur
[þ. e. 1748] tók Bjarni fvrst
lieim til sín, lík til uppskurðar,