Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1960, Side 69

Læknablaðið - 01.06.1960, Side 69
LÆKNABLAÐIÐ 87 Hallgrímur Björnsson læknir hefur frá upphafi verið aðstoð- arlæknir við allar aðgerðir, en Torfi Bjarnason héraðslæknir hér síðan 1956 annazt röntgen- myndatökur og sjúkraliúslækn- isstörf í forföllum. Síðan 1958 hafa starfað sem 2. aðstoðar- læknir: Bragi Nielsson, Niku- lás Sigfússon og Daníel Guðna- son. Ráðsmaður hefur frá upphafi verið Bjarni Theódór Guð- mundsson, en ráðskona lengst af Guðljjörg Árnadóttir. Yfir- lijúkrunarkona var fyrst Jónína Bjarnadóttir, en Sigurlín Gunn- arsdóttir hefur gegnt því starfi síðan 1956. Að jafnaði starfa f jórar hjúkr- unarkonur og tveir lijúkrunar- nemar hér, en alls er starfsfólk venjulega 25 manns. Eru þar á meðal tvær ljósmæður, því að að jafnaði fæða nú 130—150 konur í sjúkrahúsinu ár hvert. Framtíðarhorfur. Flestir sjúklinganna myndu á sjúkrahúsum með deildaskipt- ingu fara á liandlækninga- eða fæðingar- og kvensjúkdóma- deildir. Hefur verið lögð áherzla á, að hægt sé að rannsaka og gera allar algengari aðgerðir, sem lieyra þar undir. Eru að jafnaði gerðar milli 300 og 400 aðgerðir á skurðstofu ár hvert. Framtíðarvonir okkar hér eru þess vegua þær, að einnig sé hægl að fá betri skilyrði fyrir meðferð lyflækningasjúklinga. Yæri stærsta spor í þá átt að geta stækkað sjúkrahúsið, svo að unnt yrði að veita þeim sjúkl- ingum sjúkrahúsvist, sem á þyrftu að halda. Sköpuðust þá um leið skilyrði til deildaskipt- ingar, og vafalaust drægist þetta ekki mjög lengi, ef sjúkrahúsið fengi réttindi fjórðungssjúkra- liúss. ------•------ Frá lœknuiH: Halldór Arinbjarnar læknir hefur hinn 18. marz 1960 fengið leyfi til að mega starfa sem sérfræðingur í handlækningum. Halldór hefur verið aðstoðarlæknir við hand- læknisdeild Landspítealans frá 1. jan. 1960. Leifur Björnsson cand. med. hef- ur hinn 18. marz 1960 fengið leyfi til þess að mega stunda almenn- ar lækningar hér á landi. Hannes Finnbogason, héraðslækn- ir á Patreksfirði, hefur verið skip- aður héraðslæknir í Blönduóshér- aði frá 1. júní 1960 að telja. Garðar Þ. Guðujónsson, héraðs- læknir í Hólmavíkurhéraði, hefur fengið lausn frá embætti frá 1. maí 1960 að telja. Magnús Þorsteinsson cand. med. et chir., hefur hinn 22. apríl 1960 fengið leyfi til að stunda almennar lækningar hér á landi. Sama dag var honum einnig veitt leyfi til þess að starfa sem sérfræðingur i barna- sjúkdómum. Guðmundur Bjarnason cand. med. et chir. hefur hinn 25. apríl 1960 fengið leyfi til þess að stunda al- mennar lækningar hér á landi.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.