Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1960, Page 70

Læknablaðið - 01.06.1960, Page 70
88 LÆKNABLAÐIÐ ^sdimundur Idrellc Um axlarmein Inngangur. Periarthritis humeroscapula- ris mun hér notað sem safnlieiti á hinum algengu axlarmeinum, en aðaleinkenni þeirra eru verk- ir og takmörkun hreyfinga í axl- arlið. Uppruni er margþættur og óviss og nafngiftir fjölmarg- ar (peritendinitis calcarea, bur- sitis, omarthritis, syndroma Duplay o. s. frv.), alll eftir túlk- un athugenda á því, hvað telja beri höfuðeinkenni sjúkdóms- ins. Frá greiningar-og lækninga- sjónarmiði rennur þó þetta allt saman í eina sjúkdómsheild. Axlarmein eru mjög algeng. M. a. má geta þess, að á geisla- lækningadeild „Central“-sjúkra- hússins í Halmstad í Svíþjóð komu 357 slíkir sjúklingar til geislameðferðar árið 1956, en á 3 mánuðum 1957—1958 101 sjúklingur. Um 100 þúsund í- húar eru á svæði þvi, sem sjúkrahúsið annast. Á sama tíma leituðu rúml. liundrað sjúklingar í viðbót lækninga vegna axlarmeina, en fengu aðra meðferð (hydrocortisone- sprautun o.fl.). I tveimur sjúkl- ingahópum, er lil meðferðar komu á umræddu sjúkrahúsi 1956 og 1958 og' rannsakaðir voru aftur, var hlutfallið milli karla og kvenna 1:1,3 (17), en það samsvarar vel fyrri rann- sóknum á því efni (m. a. 9). Þar eð hér er um að ræða sjúkdóm, er veldur sjúldingum verulegri fötlun og er algengur og skiptar skoðanir ráða um or- sakir, greiningu og meðferð, munu hér rædd nokkur sjónar- mið varðandi meinafræði, ein- kenni og meðferð. Enn fremur verður stuttlega gerð grein fyrir árangri röntgenmeðferðar á- samt virkri hreyfimeðferð. t. Starfræn líffærafræði axlarliðsins. Vefir og líffæri axlarinnar eru þýðingarmiklar krossgötur tauga og hlóðrásar til handar og liandleggs og frá. Liðurinn er einnig hinn lireyfanlegasti allra liða. Næring og taugaskip- un virðast vera góðar fram á miðjan aldur, en athyglisvert er, með lillili til verkefnis þess, er liér ræðir, að smáæðanæringin til sinanna á svæðinu versnar áberandi, eftir því sem menn eldast (2, 3, 6). Liðpokinn (caps. articularis) er við eðlilegar kringumstæður nokkuð teygjanlegur. Að fram-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.