Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1960, Side 74

Læknablaðið - 01.06.1960, Side 74
90 LÆKNABLAÐIÐ Hin alhliða hreyfing axlar- liðsins veldur því, að þar safn- ast meira af smámeiðslum og áreynslu en á nokkurn annan lið í líkamanum. Þegar allt kemur í einn stað: smámeiðsli, „eðli- leg aldurshrörnun“ (2, 3, 6), til- töluleg minnkun á vöðvahreyf- ingu, bjúgur og fíbrin-útvess- anir, er hafa hneigð lil kalkana (sjá síðar), verður í fyrstu lítt greinanleg (subklinisk) minnkun hreyfingar. Þetta truflar síðan efnaskipti hinna aðlægu vefja sökum stöðnunar á blóðrás og vessarennsli. Veld- ur þetta að lokum verkjum. Verkir þessir valda svo enn vöðvaspennu (défense muscu- laire), takmörkun hrevfingar, og þannig lokast vítahringur- inn, er lýsir sér sem axlarmein á ölluin stigum. DePalma (3) liefur gert ýms- ar athuganir, sem virðast varpa nokkru ljósi á meinafræði, meinvalda og meðferð axlar- meina. M. a. liefur hann rann- sakað 72 sjúklinga með mein þessi, er hann kallar „frozen shoulder“. Á 42 þessara sjúkl- inga hefur hann gert skurðað- gerðir og horið athuganir sínar þar saman við fyrri eigin athug- anir og annarra. Niðurstöður hans eru þessar: 1) Meinafræðilega séð er sjúkdómurinn „hrörnun“ og dreifð bólga, er nær til allra vefja umhverfis liðinn. 2) 1 öllum tilfellum er bi- ceps-sinin og slíður hennar und- irlagt. 3) Frumorsök sársaukans er einmitt þessi tenosynovitis bici- pitalis. 4) Er unninn hefur verið bugur á sársaukanum, má eftir hentugum leiðum ná eðlilegri hreyfingu á ný. 5) Hvers konar teygingar og „passiv“ hreyfingar meðferð veldur tjóni. Höfundur bendir á, að sé skorið á tendo m. bicipitis, bresti sinin, eða sé hún flutt til, þá hverfi sársaukinn i öxlinni. Hann lýsir nokkrum sjúlding- um, er urðu albata, er sinin hafði rifnað og náð að gróa föst i sjálfum sulcus bicipitahs, og lætur meira að segja í veðri vaka, að hjá þeim fáu sjúkling- um, er fengið hafi bata eftir þjösnalegar teygingar (brise- ment forcé), muni einmitt þetta liafa komið fyrir! Reynsla DePalma varðandi hættu við ofnotkun „passiv“ hreyfimeðferðar, er staðfest af mörgum öðrum (7, 8, 16). Eins og drepið var á að fram- an, verða fibrinútvessanir í shm- l)elgi, sinaskeiðar og jafnvel víð- ar í aðlæga vefi (vöðva). Vegna blóðrásarstöðnunar og bjúgs verða frávik í sýrustigi vefjanna og rík lmeigð til kalkútfelhnga i fíbrínskánir þessar. Þessi peri- tendinitis calcarea getur ýmist sézt við röntgenskoðun eða ekki; oft má einnig sjá slíkar

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.