Læknablaðið - 01.06.1960, Side 76
92
LÆKNABLAÐIí)
er í öxlinni, ásamt hreyfingar-
leysi, sem er afleiðing verkjar-
ins. Almenn sjúkdómseinkenni
koma fyrir: Hiti, ógleði og inn-
an fárra daga aukning livítra
hlóðfrumna og liækkað söklc. 1
þeim tilfellum verður vitanlega
að vera á verði við greiningu
frá kransæða-, kviðarhols- eða
brjóstholssjúkdómum. Gangur
hins hráða stigs er sá, að annað-
hvort verður fullur bati (að því
er virðist fyrr með liæfilegri
meðferð) eða sjúkdómurinnget-
ur gengið yfir í meðalbrátt stig,
sem einkennist af hreyfiminnk-
un vegna sársauka í axlarliðnum
ásamt þungaverk, sem oft er
mest áberandi að næturlagi.
Þessir sjúklingar hafa einnig oft
mjög ákafan verk eftir hreyf-
ingar, oftast framan við, en
stundum utan við caput liumeri.
Við liið hráða stig sjúkdóms-
ins sést einstöku sinnum bólga
í öxlinni, nær alltaf bjúgur i
liendi (sjá síðar), en li.u.h. alltaf
dreifð og áköf snertievmsli í
öllu svæðinu. Hins vegar sést í
meðalbráðu stigi aldrei vtri
bólga, og oftast er sársaukinn
greinilega bundinn við ákveðna
snertipunkta (,,trigger-points“)
(3, 15). Þannig finnast nær allt-
af snertieymsli yfir sulcus bici-
pitalis, er greinilegast fást fram,
sé þumli haldið yfir sulcus, en
sjúklingur snýr samtímis hand-
leggnum inn eða út (Yergas-
son’s sign) (15).
Dr hinu meðalbráða stigi nær
sjúklingurinn sér einnig til fulls
með eða án meðferðar, en einn-
ig er liægt að halda því við og
valda lionum tjóni með of
ákafri meðferð. Er hér fyrst og
fremst átt við nudd og aðrar
öflugar handarálagningar (16).
Meðalbráða stigið getur einn-
ig runnið yfir í þriðja stigið
(peritendinitis chronica, capsu-
litis adhesiva), en aðaleinkenni
þess eru hreyfihömlun, oft
greinileg rýrnun á axlarvöðv-
um, þrálátur þreytuverkur í öxl-
inni og magnleysi í öllum liand-
leggnum ásamt sárum verk, er
blossar upp við og við. Mein-
valdurinn á þessu stigi eru ör-
myndandi samvextir i liðpokan-
um og aðlægum vefjum og þar
af leiddar kreppur (contrac-
turae). Enda þótt sjúkdómurinn
sé kominn á þetta hátt stig, má
einnig vænta góðs árangurs af
hæfilegri hreyfimeðferð, e.t.v.
með Iiandlæknisaðgerðum, svo
sem sinaflutningi eða jafnvel
„brisement forcé“, þá ásamt
corticosteroida-meðferð og eft-
irfarandi hreyfimeðferð (15).
Þessi þrjú höfuðstig geta hve-
nær sem er breytzt í svonefnt
„hand-shoulder-f inger-syndro-
me“, sem nefna mætti „handar-
axlarmein“. Mein þetta, sem
einna bezt hefur verið lýst af
Steinbrocker (14), er jafnvægis-
truflun æða og tauga, sem
leggst á efri útlimi. Það kem-
ur oftast aðeins í annan hand-
legg, en getur komið fyrir í báð-