Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1963, Side 46

Læknablaðið - 01.06.1963, Side 46
70 LÆKNABLAÐIÐ samvinna milli taugasjúkdóma- og taugaskurðlækningadeilda annars vegar og röntgendeilda liins vegar um neuroradiolog- iska starfsemi, eins og' aðra röntgengreiningu. Þar eru sér- hæfðir röntgenfræðingar, sem hafa tæknilega aðstöðu til að framkvæma þær aðgerðir og skoðanir, sem æskilegar og nauðsynlegar eru, þ. e. allar þær rannsóknir, sem áður voru taldar. Við röntgendeild Landspítal- ans er aðstaða hins vegar enn ófullkomin til að gera sérhæfð- ar röntgenrannsóknir, en sökum hrýnnar nauðsynjar hefur verið rekin talsverð neuroradiologisk starfsemi siðasta liálft annað ár- ið við erfið skilyrði, en árang- ur orðið furðugóður, bæði tæknilega og kliniskt. Rann- sóknir þær, sem gerðar hafa verið, iiafa nær eingöngu verið æðarannsóknir og loftheila- rannsóknir. Rannsóknartœkni. Angiograjia i arteria carotis: Sjúklingur fær lyf, eins og fyrir minni háttar skurðaðgerð í stað- deyfingu. Honum er komið fyrir liggjandi á bakinu með höfuðið á sérstöku höfuðrannsóknarborði (Lysholmsborði), sem hægt er að sveigja til á mismunandi hátt eft- ir þörfum. Á borðplötunni hefur verið komið fyrir kassa með þrem- ur filmum, sem hægt er að draga út, án þess að sjúklingurinn eða kassinn haggist (mynd 1). Sams konar kassa með tveimur filmum er komið fyrir undir borðplötunni og höfði sjúklingsins. Mynd 1. Lysholms höfuðrannsóknarborð; röntgenlampinn á boga; upp- sett fyrir hliðarmyndatöku við arteriografia cerebralis.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.