Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1963, Page 66

Læknablaðið - 01.06.1963, Page 66
84 LÆKNABLAÐIÐ sérfræðingum er greitt skv. sömu gjaldskrá með 10,5% af- slætti. Þetta þýddi mjög veru- lega kjarabót umfram þá, sem fengin var með bráðabirgðasam- komulaginu fyrir þá lækna, sem hafa færri en 150 númer. Auk þessa fengu ákveðnir sérfræð- ingahópar verulega leiðréttingu sinna mála umfram það, sem að ofan er talið, svo sem sér- fræðingar i gigtlækningum og sérfræðingar, er eingöngu stunda læknisstörf í sérgrein sinni við störf á sjúkrahúsum, þar sem ekki er samið um lækn- isþjónustu við sjúkrahúsið sjálft. Annað merkasta nýmælið í hinum nýju samningum var það, að S. R. tekur að sér að greiða framlag í nýjan sjóð, námssjóð lækna, sem svarar 3,5% af greiðslum fyrir unnin sérfræðistörf. Óliætt er að full- yrða, að samningur þessi fól i sér miklar lagfæringar á kjör- um sérfræðinga, enda náðist í sumum tilvikum það lágmark, sem sett hafði verið fram í upp- hafi samninga í sept. 1961. Virt- ust flestir ánægðir með sérfræð- ingasanminginn, enda enginn sagt sig undan honurn til þessa. Mestar kjarahætur fengu þeir sérfræðingar, er minnst auka- störf (heimilislæknisstörf) stunda, enda í fullu samræmi við markmið L. R., þ. e. full- komnari verkaskiptingu og hætt starfsskilyrði. Síðan samningurinn var und- irritaður, hafa orðið nokkrar hækkanir á kostnaði lækna. Var því eigi hjá því komizt að segja samningunum upp frá og með 1. apríl 1963. Eru samningavið- ræður um það bil að hefjast. Gjaldskrárnefnd. Nefndina skipa Magnús Ólafs- son formaður, Þórarinn Guðna- son og Eggert Steinþórsson. Ákveðið var að liefja undirbún- ing að nýrri gjaldskrá L. R. á árinu. Var öllum sérfræðinga- félögum skrifað bréf og þau beðin að gera grein fyrir þeiin hreytingum, er þau kynnu að óska eftir, að gerðar yrðu á gjaldskránni. Hefur síðan verið unnið að því að samræma tillög- ur félaganna, og er undirbún- ingur gjaldskrárinnar nú það langt kominn, að hún ætti að vera tilbúin til að leggjast fyrir fund í L. R. í apríllok eða byrj- un maí n.k. Vottorðanefnd. Nefndina skipaRjarni Konráðs- son, Guðmundur Benediktsson og Haukur Kristjánsson. Nefnd- in samdi nýja og ýtarlegri gjald skráum læknisvottorð,og verður sá kafli felldur inn í nýju verð- skrá félagsins. Þá hefur nefndin lilutazt til um, að flest eða öli vottorðaeyðuhlöð, sem læknar þurfa á að halda, eru nú til reiðu á skrifstofu félagsins, og gela læknar nú fengið þau þar.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.