Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1963, Side 69

Læknablaðið - 01.06.1963, Side 69
LÆKNABLAÐIÐ 87 I. aðstoðarlæknar 22.—23. fl. mán.laun kr. 18.282.00 til kr. 20.328.00. II. aðstoðarlæknar 20. fl. mán.- laun kr. 15.510.00 til kr. 16.- 368.00. Kandidatar 16. fl. mán.laun kr. 10.692.00. Hámarksvinnutími á viku 36 klst., þar af lágmark 6 klst.áætl- aðar til lesturs fagrita. Til viðhaldsmenntunar eigi allir fastráðnir læknar kost á þriggja mánaða dvöl fjórða livert ár við sjúkrahús og rann- sóknarstofnanir erlendis sér að kostnaðarlausu. Launanefnd liefur starfað með og verið ráðgefandi til Læknafélags íslands um tillög- ur um greiðslur fvrir vakta- vinnu og fvrirkomulag hennar. Ý m i s m á I : Skylduvinna kandidata í héruðum. I apríl 1962 fóru læknakandi- datar fram á það við stjórn L. IL, að félagið veitti þeim stuðn- ing í að fá afnumda þá vinnu- skyldu, sem undanfarið hefur tíðkazl, að læknakandidatar væru sex mánuði við skyldu- störf úti í héruðum. Ástæðan var sú, að alhnikill fjöldi kandi- data heið nú eftir að komast til starfa við þessa skylduvinnu, en engin viðunandi jdáss voru fyr- ir hendi. Á fundi í Læknafélagi Reykjavíkur 9. maí 1962 var gerð eftirfarandi fundarsam- samþykkt: „Fundur í L. R., haldinn hinn 9/5 1962, leggur til, að héraðsskylda kandidata verði lögð niður. Fundur- inn leggur áherzlu á eftirfarandi: 1. Það samræmist tæplega reglum í lýðræðisþjóðfélagi að þvinga menn til starfa. 2. Það hefur komið í ljós, að hér- aðsskylda kandidata hefur ekki og mun ekki leysa úr lækna- skorti dreifbýlisins á viðunandi hátt. Fundurinn skírskotar einnig til tillögu um sama efni, sem samþykkt var á fundi L. R. 8. nóv. 1939. Stjórn L. R.“ 4. júní 1962 var heilhrigðis- málaráðherra ritað bréf og send fundarsamþykkt þessi ásamt meðfylgjandi greinargerð: „Greinargerö. Ofangreind tillaga var samþykkt samhljóða á almennum læknafundi 9. maí 1962. Til skýringar á efni samþykktarinnar viljum við leyfa okkur að benda á eftirfarandi: Ákvæði um skylduvinnu lækna- kandidata hafa verið I framkvæmd nær 20 ár. Reynslan hefur sýnt, að þessi skipan mála hefur ekki á neinn viðunandi hátt ráðið bót á vandkvæðum læknisþjónustunnar i dreifbýlinu og engar líkur eru til þess, að svo verði í framtíðinni. Skylduvinnan hefur aðeins opnað leiðir til mjög óheillavænlegra bráðabirgðaráðstafana, sem í raun- inni hafa komið í veg fyrir, að gerð- ar hafi verið þær endurbætur á starfsaðstöðu og kjörum héraðs- lækna, sem nauðsynlegar eru tit þess að koma þessum málum i var- anlegt og viðunandi horf. Þær breyt- ingar, sem gerðar voru á lækna- skipunarlögunum á síðasta Alþingi,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.