Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1963, Side 79

Læknablaðið - 01.06.1963, Side 79
LÆKNABLAÐIÐ 95 llrjó§tmyiid ai‘ tlr. IKirni Sigurðssjni ;ti‘lijjú|»ii<> Sunnudaginn 3. marz sl. var í Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum afhjúp- uð brjóstmynd af dr. Birni Sig- urðssyni, en á þeim degi hefði liann orðið fimmtugur. Núver- andi forsjármenn tilraunastöðv- arinnar létu gera myndina og heiðruðu á þann liátt minningu dr. Björns, en hann var sem kunnugt er fyrsti forstöðumað- ur stofnunarinnar. Páll A. Pálsson yfirdýralækn- ir, settur forstöðumaður lil- raunastöðvarinnar, afhenti brjóstmyndina með ræðu, þar sem bann rakti starfsferil dr. Björns, þátt hans í stofnun og byggingu tilraunastöðvarinnar og hin ótrúlega miklu afköst lians á sviði meinafræði og veirurannsókna. Kona dr. Björns, frú Una Jó- hannesdóttir, þakkaði og af- henti stofnuninni að gjöf mál- verk frá sér og börnum þeirra, gert af Jóhanni Briem. Við athöfn þessa voru við- staddir menntamálaráðberra, fjölskylda dr. Björns, nánustu ættingjar og samstarfsmenn. Brjóstmyndina gerði Sigur- jón Ólafsson myndhöggvari. Lausar yfirlæknastöður Atliygli skal vakin á auglýs- ingu frá Sjúkrahúsnefnd Beykjavíkur á öðrum stað i blaðinu um lausar yfirlæknis- stöður við handlæknis- og rönl- gendeild Borgarsjúkrahússins í Fossvogi. Laus læknisstaða í Danmörku Þess liefur verið beiðzt, að Læknablaðið birti eftirfarandi tilkynningu um lausa læknis- stöðu við Statens Hörecentral i Odense, Danmark. „Odense Amts og Bys Svge- lius. Til Slatens Hörecentral i Odense söges en 2. reservelæge til 1.10. eller senere. Stillingen er vel egnet for yngre otolog eller ung Íæge, der har pábe- gyndt en otologisk uddannelse eller agter at blive otolog, og som kunne önske sig uddan- nelse i audiologi. Gage p.t. 2102.33 d. kr. mánedligt. Moder- ne regulativmæssig lejlighed stilles til rádighed mod ca. 200 kr. mánedligt. Ansögninger sendes til overlæge, dr. med. C. Röjskjær, snarest." Heiðursfélagakjör Hinn 30. apríl sl., á aðalfundi Félags íslenzlcra meinafræð- inga, var Níels Dungal prófess- or kjörinn heiðursfélagi.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.