Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1963, Page 31

Læknablaðið - 01.09.1963, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 107 sagnir lækna á störfumviðsjúkra- hús og skyldar stofnanir og telur ríkisstjórnin úrskurð Félagsdóms nauðsynlega forsendu fyrir fram- haldstilraunum til lausnar á þessu máli. Eru það eindregin tilmæli ríkis- stjórnarinnar, sem hér með er beint til yðar, að þér þrátt fyrir uppsögn í starfi yðar, gegnið þvi áfram, meðan Félagsdómur fjall- ar um framangreint mál, og mun rikisstjórnin af sinni hálfu greiða fyrir því, að sá úrskurður fáist eem fyrst. F. h. r. Baldur Möller." Málið var rætt allýtarlega á Al- þingi þann 31. okt., og var skýrt frá þeim umræðum í dagblöðum. Á miðnætti 31. okt. hættu þeir læknar störfum, er sagt höfðu upp. Næstu daga var mikið ritað um málið í dagblöðum og þann 3. nóv. birtist eftirfarandi fréttatilkynning frá rikisstjórninni: Launagreiðslur til lœkna úr ríkis- sjóSi. (Fréttatilk. frá ríkisstj.). ,,1 greinargerð frá Læknafélagi Reykjavikur varðandi svonefnda læknadeilu eru gefnar nokkrar upp- lýsingar varðandi launakjör lækna þeirra, sem i hlut eiga. Þykir af þessu tilefni rétt að skýra frá því, hverju námu í októbermánuði greiðslur úr ríkissjóði til lækna þeirra, sem hurfu frá störfum sín- um 1. þ. m. Eru þá taldar með aðr- ar greiðslur vegna starfa þeirra til viðbótar föstum launum fyrir aðal- starfið. Mismunur á greiðslum til einstakra lækna með sama starfs- hætti stafar af mismunandi mikl- um aukastörfum, en allflestir fá þeir greiðslur fyrir gæzluvaktir og nokkrir fyrir kennslu við Háskól- ann. Þessar greiðslur eru taldar með i eftirgreindum fjárhæðum, svo og bilastyrkur 1000.00 krónur til sumra, en 750.00 krónur til annarra. 6 aðstoðaryfirlæknar (eða í sam- svarandi störfum) fengu þessar greiðslur í októbermánuði: 1. kr. 17.849.00 2. — 16.903.10 3. — 16.163.10 4. — 12.592.90 5. — 20.403.10 6. — 18.509.00 7 deildarlæknar fengu þessar greiðslur í októbermánuði: 1. kr. 14.580.20 2. — 12.469.50 3. — 11.236.20 4. — 14.580.20 5. — 12.469.50 6. — 10.002.90 7. — 16.127.80 12 aðstoðarlæknar fengu þessar greiðslur í októbermánuði: 1. kr. 10.419.00 2. — 10.246.30 3. — 10.419.00 4. — 10.073.60 5. — 10.246.30 6. — 9.814.60 7. — 9.814.60 8. — 11.674.60 9. — 10.246.30 10. — 8.519.60 11. — 8.519.60 12. — 8.864.90 Þess ber að geta, að ofangreind- ar tölur segja ekki til um þær tekj- ur læknanna, sem þeir hafa aflað sér með störfum fyrir aðra en ríkið. Þá þykir rétt að taka fram, að í viðræðum þeim, sem stóðu fram undir miðjan október s.L, þegar ieit- azt var við að finna einhverja bráða- birgðalausn á þessum vanda, er ekki kunnugt, að lægra boð hafi komið frá læknum en um, að þeim yrði hverjum greiddar 14.000.00 á mán- uði frá 1. nóvember 1962 til viðbót- ar ofangreindum greiðslum."

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.