Læknablaðið - 01.04.1965, Síða 28
56
LÆKN ABLAÐIÐ
og útfellingar slíkra salta í vef-
ina, sem veldur kemískum
dauða.
B. Nýrnaeinkenni.
1) Minnkaður concentra-
tions hæfileiki
2) Polyuria
3) Polydypsia
4) Ctfelling kalksalta:
nephrolithiasis
nephrocalcinosis
5) Colic
6) Hematuria
7) Bakverkur
8) Pyelonephritis
9) Nýrnabilun.
Það blasir strax við augum,
þegar þessi skrá er athuguð, að
einkennin eru harla laus við að
vera sérkennandi, því að öll
lcoma þau fyrir i nýrnasjúlc-
dómum af öðrum toga spunn-
um. Samt er staðreyndin sú, að
steineinkenni ýmiss konar eru
þau einkenni, sem reka 65—
80% sjúklinga með hvperpara-
thyreoidismus á læknisfund.
Pyelonephritis og nýrnabilun
eru jafntíðir fylgikvillar para-
thyreoid steinsjúkdóms og í
steinsjúkdómum af öðrum upp-
runa, og eru það þessar afleið-
ingar hans sérstaklega, sem
sjúldingur með hyperparathy-
reoidismus deyr úr, ef hann fer
ekki til læknis eða sjúkdómur-
inn er greindur of seint.
Og til þess að ljúka lýsing-
unni skal bent á helztu ein-
kenni hyperparathyreoid bein-
sjúkdóms.
C. Beina-einkenni.
1) Osteoporosis
2) Beincystur
3) Epulis
4) Osteitis fibrosa cystica.
Á skrána er eingöngu sett
það, sem sjá má á röntgenmynd.
Hin suhjectivu einkenni eru svo
margvísleg, að skrá vfir þau
yrði allt of löng, og nægir að
geta þess, að þau eru allt frá
því að vera ekki nein upp í
algera kröm vegna samanfalls
fleiri hryggjarliða eða rifja við
þá áreynslu eina að vera til,
þ. e. að vera uppréttur og anda.
„Gikt“ í alls konar myndum er
þó algengasta kvörtunin vegna
beinsjúkdómsins.
Osteoporosis sést ekki á rönt-
genmynd, fyrr en beinið er liúið
að missa helming þéttni sinnar,
og er þvi röntgenskoðun gagns-
lítil til greiningar sjúkdómsins
á byrjunarstigi, en þar sem
hann hefur jafnan staðið lengi,
þegar læknis er leitað, er rétt
að nota röntgen, enda leiðir það
einhver þessara einkenna í ljós
í 70% tilfella.
Staðirnir, þar sem beinbreyt-
ingar koma helzt í Ijós, eru:
a) handarbein: osteoporosis,
subcortical erosinir eða cystur;
b) viðbein: staðbundin osteo-
porosis í yzta þriðjungi þess;
c) höfuðkúpa: osteoporosis,
sem ýmist er sögð hafa útlit