Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1965, Page 46

Læknablaðið - 01.04.1965, Page 46
70 LÆKNABLAÐIÐ svo stór, yfir 5000 manns, en læknar aðeins nm 100 af þeim liópi, að þess væri vai’la að vænta, að þeir hefðn þau áhrif í Bandalaginu, að þeir væru þar ánægðir. Hann taldi stjórn BHM ekki hafa litið svo á, að hún ætti fulltrúa í kjaranefnd. Gunnlaugur áleit, að enda þótt stjórn B.S.B.B. liafi ekki verið andvíg samningsrétti BHM, hafi öfl innan Bandalags- ins verið því mjög andvíg. Næstur tók lil máls Arinbjörn Ivolbeinsson. Hann taldi það vera skoðun stjórnar BIIM, að það stæði í vegi fvrir, að BHM fengi samningsrétt, að læknar og prestar væru í B.S.B.B. Taldi hann eðlilegt, að L.l. segði sig úr B.S.B.B. nú þegar. Bjarni Bjarnason taldi þetta mál hafa verið rætt og gaum- gæfilega athugað í mörg ár. Hins vegar kvað hann óánægjn lækna með Bandalagið oft hafa verið meiri en nú. Fullvíst væri, að ekki væri verið að flana að neinu með því að leggja úrsagn- artillögu fram á þessum fundi. Haraldur Steinþórsson tók til máls. Hann taldi nauðsvnlegt, að fram kæmu öll viðhorf. Fvr- ir silt leyti áleit hann, að málið væri ekki nógu íliugað. Kvað liann nauðsynlegt, að menn gerðu sér ljóst, að verið væri að kljúfa samtök, sem verið liefðu cin lieild. Haraldur gat þess, að þeir fullti'úar B.S.B.B. hefðu nýlega setið fundi í Starfsmannafélagi Reykjavíkur, þar sem lillaga um úrsögn liefði verið til um- ræðu, en verið felld. Hann kvað tæplega hægt að gera ráð fyrir, að málefni lækna yrðu tekin sömu tökum eftir úrsögn sem áður. Haraldur taldi, að B.S.R.B. liefði unnið vel að málum lækna og liefði tekið fullt tillit til til- lagna L.l. og tillagna BIIM um skipun lækna í launaflokka. Taldi hann tilnefningu eins full- trúa i kjaranefnd hafa verið í samráði við Ármann Snævar, þáverandi forseta BHM. Hann lauk máli sínu með því að lýsa því yfir, að hann teldi tillöguna koma sér illa fyr- ir B.S.R.B. nú. Ölafur Bjarnason tók lil máls. Ilann þakkaði samstarfið við B.S.R.B. Hann taldi stofnun BHM tilkomna vegna þess, hve kjör háskólamanna hefðu ver- ið hág. Hann kvað tilvist BIIM vafalaust hafa orðið til þess, að meira hefði fengizl fram við samninga til handa háskóla- mönnum, en ef þess hefði ekki notið við, enda þótt það hefði ekki samningsrétt. Ölafur áleit, að L.I. ætti um það að velja að starfa annað- hvort í BIIM eða B.S.R.B. og væri að öllu eðlilegra, að lækn- ar fylktu sér um BHM. Ilann minnti á, að komið liefði fram, að stjórn BHM teldi veru L.í. í B.S.R.B. standa í vegi fyrir

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.