Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1965, Page 48

Læknablaðið - 01.04.1965, Page 48
72 LÆKNABLAÐIÐ ar Þórðarson, Ásmundur Brekk- an og Guðmundur Karl Péturs- son. Formaður fylgdi breytingar- tillögunum úr lilaði. Skýrði hann frá því, að tillögurnar yrðu lagðar fram og ræddar á þess- um fundi, en síðan teknar til afgreiðslu á næsta aðalfundi, og gæfist félögum kostur á að koma með breytingartillögur á tímabilinu. Síðan urðu miklar umræður um lagabreytingarn- ar, og tóku eftirtaldir fulltrúar til máls, sumir oftar en einu sinni: Arinbjörn Kolbeinsson, Öskar Þórðarson, Ólafur Bjarnason, Ólafur Björnsson, Gunnlaugur Snædal, Sigur- steinn Guðmundsson, Páll Sig- urðsson, Bjarni Bjarnason, Páll Gislason og Guðmundur Ivarl Pétursson, Fundurinn fól stjórn L.í. að bafa samvinnu við vottorða- nefnd L.B. viðvíkjandi vottorð- um og skýrslum lækna. Þá var tekið fvrir næsta mál á dagskrá: Læknaskortur i dreifbýli. Formaður slcýrði frá því, að heilbrigðismálaráðuneytið liefði skipað nefnd lil endurskoðunar læknáskipunarlaga nr. 16, frá 9. apríl 1955, í því skyni að finna lausn á binu aðkallandi vandamáli, sem stafar af skorti á læknum til béraðslæknis- starfa. Farið var fram á, að L.I. tilnefndi mann í nefndina. Formaður skýrði frá því, að Ólafur Björnsson hefði verið beðinn að taka sæti í nefndinni, en bann ekki treyst sér til þess sökum anna. Var formaður til- nefndur í nefndina. Las formaður uppkast að á- litsgerð frá nefndinni, sem trún- aðarmál. Óskaði bann eftir um- ræðum um ýmis atriði skýrsl- unnar og þá sérstaklega um skoðun manna á því að setja upp lækningamiðstöðvar fvrir stór svæði, þar sem nokkrir læknar ynnu saman. Bjarni Bjarnason ræddi um bópvinnu praktíserandi lækna. Páll Gíslason skýrði frá sam- þvkkt Læknafélags Mið-Vestur- lands í þessu máli l'rá 23. og 24. maí 1964, sem gengur nokkuð í sömu áll og formaður liafði rætt um sem álit nefndarinnar. Bakti bann síðan, bvernig slíkt fvrir- komulag gæti orðið á Suð-Vest- urlandi, en læknar yrðu þá stað- settir á Akranesi, í Borgarnesi og í Stykkisliólmi, þrír lil fjór- ir læknar á hverjum stað. Sigursteinn Guðmundsson las upp samþykktir frá Læknafélagi Norð-Vesturlands.1) ólafur Björnsson taldi eðli- legt, að béraðslæknar tækju af- stöðu til tillagna um hópvinnu lækna. Hann áleit, að bér væru á ferðinni breytingar til bóta og þetta fyrirkomulag myndi sníða mestu agnúana af héraðs- 1) Sbr. fundargcrð þess félags hér á eftir.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.