Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1965, Side 53

Læknablaðið - 01.04.1965, Side 53
LÆKNABLAÐIÐ 73 læknisstarfinu, eins og það væri núna. Hann ræddi um fvrir- komulag lækningastöðva í smærri atriðum, einnig talaði hann um staðsetningu stöðv- anna í landinu; taldi í þessu sambandi vegalengdir ekki skipta höfuðmáli, heldur tor- færur. Ragnar Ásgeirsson tók til máls. Hann taldi, að tillögurn- ar væru góðar í eðli sínu, en varla einhlítar. Hann áleit, að þetta fyrirkomulag með lækn- ingastöðvar myndi ekki leysa vanda Vestfjarða vegna sam- gönguvandræða; fjallvegir væru ófærir mikinn hluta árs og um flug væri ekki að ræða lang- tímum saman. Hann minntist á Fjórðungssjúkrahús Vest- fjarða og taldi, að aðstöðu þess mætti bæta á margan veg. Arinbjörn Kolbeinsson tók til máls. Hann taldi málið tvískipt, annars vegar ráðstafanir til hráðalnrgða, liins vegar ráðstaf- anir til framhúðar. Hann áleit, að margt í tillögum þeim, er formaður nefndi, horfði til hóta; hins vegar væri ýmislegt í tillögum svæðafélaganna, sem væri mjög athyglisvert sem bráðabirgðalausn. Áleit hann heppilegt að reyna hópvinnu strax næsta vor á ákveðnu landssvæði, t. d. Mið-Vestur- landi. Áleit hann, að verðlauna mætti lækna á einhvern hátt fvrir setu í héraði. Ólafur Björnsson taldi, að hráðabirgðalausn væri nauðsyn- leg strax; staðgenglar væru ekki fáanlegir í héruðin. Formaður, Óskar Þórðarson, Arinbjörn Kolheinsson og Ólaf- ur Björnsson tóku enn til máls um þennan dagskrárlið, en síð- an var eftirfarandi tillaga horin undir atkvæði og samþykkt samhljóða: „Aðalfundur L.I., haldinn á Isafirði dagana 25.—26. júlí 1961, lýsir ánægju sinni með stefnu nefndar af hálfu heil- hrigðisstjórnarinnar til að kanna, hvað gera megi til að hæta úr læknaskorti í dreifbýli. Álitur fundurinn eðlilegt, að stjórn L.í. leiti skriflegs álits stjórna svæðafélaga L.I. víðs vegar um land varðandi þær breytingar, sem fyrirhugaðar kunna að vera á fyrirkomu- lagi læknisþjónustu í héruð- um.“ Onnur tillaga var borin fram um sama efni svohljóðandi: „Aðalfundur L.Í., haldinn á Isafirði 25.—26. júlí 1964, álvkt- ar eftirfarandi varðandi lausn á vandkvæðum læknisþjónustu dreifbýlisins: 1. Mikilsvert er að verðlauna lækna fyrir þjónustu í dreif- býli, en þvinga lækna ekki til þjónustu. 2. Nauðsynlegt er að auka veg og virðingu þessarar þjón- ustu, t. d. með því að gera almennar lækningar að sér-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.