Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1965, Page 67

Læknablaðið - 01.04.1965, Page 67
LÆKNABLAÐIÐ 85 þessi mál verði tekin upp sem allra fyrst innan sérfræðingafé- laga hvers lands um sig, þannig að mismunandi sjónarmið um framtiðai'skipan hinna ýmsu sérgreina innan marka tillög- unnar geti sem fyrst komizt á framfæri við rétta aðila. Samkvæmt tillögum sam- vinnunefndarinnar um sérfræð- ingsmenntun ber að skipta henni í þrjá þætti að afloknu lækna- prófi. 1 fyrsta þættinum, sem mætti kalla almenna framhaldsmennt- un, er gert ráð fyrir, að læknir- inn starfi í tvö ár hæði innan sjúkrahúss og utan, þár af a. m. k. eitt ár á lyflæknis- og handlæknisdeild. Álítur nel’nd- in, að aðalmenntun í sérgrein- inni megi ekki vera undir þrem- ur árum, og menntun í auka- greinum, er skijiti máli fyrir sérgreinina, ætti að vera a. m. k. hálft ár. Nefndin gerir ráð fyrir því, að auk hagnýtrar vinnu, fari fram sérstök kennsla, t. d. á ráðstefnum eða námskeiðum, og loks gera tillögurnar ráð fyr- ir því, að sérfræðingsmenntun ljúki með prófi. Varðandi viðurkenningu sjúkrahúsa til framhaldsmennt- unar lækna gerir nefndin ráð fyrir, að þeim verði skipt í tvo aðalflokka: í fyrsta flokki komi háskólaspítalar og önnur stór aðalsjúkrahús, sem fullnægi á- kveðnum lágmarksskilyrðum, og gerir nefndin ráð fyrir, að a. m. k. einu ári af sérfræðings- náminu sé lokið við slíkar stofn- anir. 1 annan flokk setur nefnd- in önnur sjúkrahús, en þó áskil- ið, að þau séu deildaskipt, og þjónustudeildir þeirra fullnægi ákveðnum lágmarkskröfum. Nefndin telur, að slíkar gæða- kröfur til sjúkrahúsanna muni hafa hvetjandi áhrif á forráða- menn þeirra, engu síður en á læknana, sem leita þar mennt- unar. Nefndin telur, að nauðsyn beri til að sameina verklega menntun og bóklega menntun (il þess að tryggja gæði fram- haldsmenntunarinnar, og hún álítur, að ákveðnar lágmarks- gæðakröfur verði hezt tryggðar með því að koma á prófskyldu að loknu sérfræðingsnámi. Nefndin bendir á, að reynsla af slíkum prófum í Finnlandi hafi verið mjög góð, og má raunar bæta því við hér, að í Englandi hafa slíkar kröfur verið gerðar um að minnsta kosti einnar ald- ar skeið, og mun það samróma álit allra, sem til þekkja, að enskir „sérfræðingar“ taki flest- um stéttarhræðrum sínum fram, hvar í heimi sem er. Hér eru mjög athyglisverðar tillögur á ferðinni, sem skipta miklu máli, einnig fyrir íslenzka lækna; er nauðsynlegt fyrirokk- ur að fylgjast mjög vel með því, sem er að gerast í þessum mál- um, og gegnir það nokkurri

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.