Læknablaðið - 01.04.1965, Qupperneq 78
94
LÆKNABLAÐIÐ
Rit send Læknablaðinu.
THE PELGER ANOMALY.
Genetic, Cytologic and Epi-
demiologic Aspects of Some
Data from Sweden, by Egg-
ert Ó. Jóhannsson. Uppsala
1963. Appelberg Boktrycke-
ri AB.
Læknablaðinu hefur borizt
doktorsritgerð Eggerts Ó. Jó-
hannssonar, seni liann varði við
læknadeild Uppsalaháskóla hinn
18. októher 1963. Bókin er alls
142 bls.
í upphafi gerir liöfundur grein
fyrir því arfgenga fvrirljrigði,
sem rilið fjallar um, Pelger-
fyrirbrigðinu. Gott sögulegt og
landfræðilegt yfirli l er um Pcl-
gerfyrirbrigðið og ýtarleg grein-
argerð um erfðahætti, frumu-
myndir og fleiri atriði, sem vis-
indamenn margra landa liafa
kannað i sambandi við þetta arf-
genga ástand.
1 þeim lilula ritgerðarinnar,
sem skýrirfrá rannsóknum höf-
undar sjálfs, eru fvrst taldir upp
þeir þættir viðfangsefnisins,
sem teknir eru sérstaklega til
meðferðar í ritgerðinni. En þeir
eru: 1) Erfðahættir Pelgerfyrir-
hrigðisins, 2) Dreifing þess og
tíðni (epidemiologi), 3) Sam-
anburður á starfsbæfni og viss-
um frumueigirileikum Pelger-
blóðkorna og eðlilegra, hvítra
blóðkorna.
Hin víðtæka gagnasöfnun böf-
undar náði til 19.500 einstakl-
inga, sem með fáum undan-
tekningum voru búsettir í Vás-
terbotten í Norður-Svíþjóð. Og
er samsetningu þessa mikla
efniviðar lýst með töflum og
kortum, sem skýra á mjög ljós-
an hátt úrtaks- og tíðnihlutföll
frá sóknum þess fylkis, sem
rannsóknin nær til.
Rannsóknir höfundar leiða í
ljós, að tíðni Pelgerfyrirhrigðis-
ins í Vásterbotten er hærri en
lýst liefur verið áður i hóprann-
sóknum af þessu tagi. Einnig
kemur fram áberandi mismun-
ur á tíðni þess á hinum ýmsu
svæðum í Vásterbotten, og eru
ástæðurnar til þessa ræddar.
Doktorsritgerð þessi er lær-
dómsrík og mjög gagnlegur
lestur fyrir lækna, sem ábuga
liafa á erfðafræði og sér í lagi
fyrir þá, sem fást við svipaðar
rannsóknir.
Læknablaðið þakkar höfundi
verkið og óskar honum til ham-
ingju.
Ó. J.