Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1965, Page 40

Læknablaðið - 01.08.1965, Page 40
LÆKNABLAÐIÐ ()(j boðurum í Danmörku, en þeir fení'ið að láni hjá þýzkum, verði að víkja, til þess að markverðra framfara megi vænta.“ Brezkci kerfið. Almennt er viðurkennt, að Engilsaxar hafi gætt vel göfugra erfða lækna- stéttarinnar. Þeir leggja áherzlu á að varðveita samband læknis og sjúklings (Doctor -— Patient relationship) og gott samhand lækna innbvrðis. Þetta er grundvallarmunur á germönsku og engilsaxnesku viðhorfi, og Engilsaxar hafa aldrei innleitt hinn þýzka„Ober- arzt“ í herbúðir lækna. Brezka spítalalækniskerfið byggir fyrst og fremst á ráð- gefandi sérfræðingi, „consult- ant“. Platt-nefndin. Brezk lækna- nefnd undir forsæti Sir Robert Platt skilaði álitsgerð 1961 um læknaslarfið við sjúkrahús: „Medical Staffing Structure in the Hospital Service“. Þar segir meðal annars um konsúltantinn: „Engin viðurkennd skýr- greining er fyrir hendi á því, hvað er ráðgefandi sérfræð- ingur (consultant). Mcð almennum orðum er slíkur sérfræðingur maður, sem skipaður liefur verið af sjúkrahúsyfirvöldum vegna hæfni, prófa, þjálfunar og reynslu. Honum er ætlað að taka á sig áhvrgð á rannsókn og/eða meðferð á sjúkling- um í einu eða fleiri sjúkra- húsum og er óháður eftirliti annarra í læknisfræðilegu tilliti. Ráðning á slíkum manni getur farið fram að gefnu ráði nefndar, sem að mestu er skipuð læknum eftir sett- um reglum yfirvalda. Slíkar ráðningar eru fyrir þau sjúkrahús, er taka lil með- ferðar sjúklinga, sem haldnir eru sjúkdómum, er falla ekki í verkahring heimilislækna. Vinna sú, sem slíkur sérfræð- ingur má yfirfæra á aðstoð- arrnenn, fer eftir reynslu og liæfni aðstoðarmanna. Er sjálfur sérfræðingurinn dóm- ari um þessi atriði, og ber honum að gera sér ljóst, að ábyrgð hans er hin sama, þótt hann kveðji sér til að- stoðarmenn. Ilin almennu aðalatriði um starf konsúltantsins eru svo sem hér fer á eftir: 1. Allir sjúklingar, sem njóta sjúkrahúsaþjónustu, eiga að vera undir umsjá konsúlt- anta (ráðgefantli sérfræð- inga). Konsúltantar í sér- grein eða sérgreinum, sem snerta meðferð hvers sjúkl- ings, skulu hera ábyrgðina á umönnun sjúklingsins og því læknisstarfi, sem hann þarfnast. 2. Skyldur konsúltantsins tak- markast ekki við vissa,fyrir- fram ákveðna vinnutíma.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.