Læknablaðið - 01.08.1965, Blaðsíða 55
LÆKNABL AÐIÐ
77
að hverfa, þegar heim kemur.
Öllum má vera ljóst, að erfitt
er að fylgjasl með í sérgrein
hérlendis, hvað þá undirgrein,
en það er gjörsamlega ófram-
kvæmanlegt án aðgangs að spít-
ala. Yið erum ekki færari en
svo, að livaða góður sérfræð-
ingur, sem heim kemur, getur
kennt okkur margt, ef hann fær
tækifæri til þess og ef við fá-
umst til að læra af reynslu hans
og menntun.
Eg vil að lokum minnast á
eitt atriði, sem snertir mál þetta.
Það er kennsla læknanema.
í jafnfámcnnu landi og ís-
Iandi er svo erfitt að rcka
læknaskóla, að það liggur í aug-
um uppi, að sjálfsagt er að nota
öll tækfæri til úrhóta.
Veitir af öllu sjúklinga-„ma-
teríali" spítalanna? Ég er ekki
að gera kröfu til, að starfandi
kennarar verði sellir af. En
ætli ekki einnig að nota kunn-
áttu annarra sérfræðinga?
Hefðu ekki stúdentar gagn af
(og el' til vill áhuga á) að vita,
hvernig ráðið er fram úr ýms-
um vándamálum t. d. á Mavo
Clinie, Lahey Clinic, Karolinska,
Ilammersmith og mörgum öðr-
um háskólaspitölum ? Við höf-
um hér sérfræðinga frá fjöl-
mörgum slíkum stöðum. En i
stað þess að nota þekkingu
þeirra til góðs fvrir sjúklinga,
aðra lækna og stúdenta, eru þeir
dæmdir til að forpokast.
Væri t. d. goðgá að gefa stúd-
entum tækifæri til að fylgjast
með höfuðslysi á Landakoti, áð-
ur en þeir ljúka prófi?
Þannig mætti spyrja enda-
laust.
Víst er, að það ástand, sem
nú ríkir á sjúkrahúsum, verð-
ur ekki lil frambúðar. Ekki veit
ég, hversu lengi hægl verður
að tefja fvrir breytingu og eðli-
legri þróun. í versta lilfelli
munu Þjóðverjar breyta sínu
kerfi, Danir fylgja í þeirra fót-
spor — og við síðan apa eftir
Dönum. En mér segir svo hug-
ur um, að yngri læknar muni
ekki lengi sætta sig við, að
læknisfræði liér sé mörgum ár-
um á eftir timanum.
LEIÐRÉTTING
í síðasta tölublaði Lækna-
blaðsins er augljós villa í jyrir-
sögn auglýsingar um norrœnt
embœttislœknamót á 48. bls.,
og eru lesendur beðnir velvirð-
ingar á þvi.
R itstj.