Læknablaðið - 01.08.1965, Qupperneq 59
LÆKNABLAÐIÐ
81
og starfsemi þess hefur vaxið
liröðum skrefum, eftir því sem
við höfum haft bolmagn til að
taka fleiri þætti í starfinu inn
á skrifstofuna. Mikill fjöldi
herst af smærri niálum, sem
stjórnin verður að ráða fram
úr, en öll meiri háttar mál
krefjast oft og tíðum mikillar
vinnu í nefndum og siðan e.t.v.
funda, áður en lokaákvörðun er
tekin.
í framhaldi ársskýrslunnar
hér á eftir verður aðeins stikl-
að á stærstu málefnum hjá
stjórn og nefndum félagsins,
sem okkur þykir ástæða til að
kynna fyrir félagsmönnum, en
að sjálfsögðu eru önnur erindi
öll hókuð i fundargerðabókum
félagsins, hæði almennu fund-
anna og eins fundargerðabók
stjórnar og meðstjórnar.
Starfsemi skrifstofunnar.
Skrifstofa félagsins hefur,
eins og síðastliðið ár, verið til
liúsa í Brautarholti 20 og rek-
in í samvinnu við Verkfræð-
ingafélag Islands eins og und-
anfarin ár. Starfsemi skrifstof-
unnar fer hraðvaxandi ár frá
ári. Hinar ýmsu nefndir félags-
ins halda oflar fundi sína á
skrifstofunni. Yfirleitt eru flest-
öll gögn nefnda, stjórnar og
meðstjórnar Læknablaðsins, svo
og Læknafélags íslands, komin
í vörzlu skrifstofunnar. Daglegt
starf skrifstofunnar sjálfrar
vex einnig stöðugt. Annast hún
alla innheimtu, reikningshald,
vélritun og fjölritun á fundar-
hoðum og öðrum erindum til
lækna, útgáfu símaskrár, en 8.
útg. er nú væntanleg innan tíð-
ar. Skrifstofan annast einnig
útsendingu Læknablaðsins, og
vex svo starfið við stækkun
Læknablaðsins á þessu ári.
Stjórn félagsins hefur unnið
að því og hefur í undirhúningi
í samráði við viðkomandi aðila
að auka enn starfsemi skrifstof-
unnar. T. d. hefur nýlega ver-
ið samið við byggjendur húss-
ins Domus Medica, þ. e. stjórn-
ir Domus Medica, Nesstofu li.f.
og Lækna í Domus Medica, að
þeir nytu aðstoðar skrifstofunn-
ar við fjárreiður sínar. Hafa
gjaldkerar þessara samtaka
þegar hafið náið samstarf við
framkvæmdastjóra félagsins.
Er augljóst Iiagræði fvrir alla
aðila, að það samstarf geti orð-
ið sem nánast, ekki sizt með
lillili lil þess, að fvrirliugað er,
að skrifstofan flytji i liúsakynni
Donnis Medica, þegar þau verða
fullgerð í náinni framtið. Verð-
ur þessi þjónusta skrifstofunn-
ar veitt gegn vægu gjaldi.
Hafnar hafa verið viðræður
við sjóðstjórnir félaganna um
að flytja sjc'iði félagsins á skrif-
stofuna, þegar aðstæður leyfa,
og getur þá gjald ]iað, sem sjóð-
stjórnir greiða nú öðrum aðil-
um, komið skrifstofunni að not-
um.
Með ráðningu framkvæmda-