Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1965, Page 65

Læknablaðið - 01.08.1965, Page 65
LÆKNABLAÐIÐ 87 aðila. Fóru fram bréfaskriftir og nokkrir umræðufundir við nefnd borgarinnar, og voru góð- ar horfur i janúar, að lausn fengist þar á málinu. Mun þá liafa orðið samkomulag milli samninganefnda borgarinnar og ríkisins um, að málið yrði ekki afgreitt frá borgarráði, fyrr en samningar um þessi atriði befðu iekizt við samninganefnd ríkis- ins. Er launanefnd kom til við- ræðna við samninganefnd rik- isins, tjáði formaður beirrar nefndar, að enginn grundvöllur væri fyrir nokkrum umræðum um þessi mál, læknar fengju engan bilastyrk. Fyrirhugað er nú, að nefndin ræði við fjár- málaráðberra vegna jæssa máls, þar sem læknar telja, að þeir eigi ótvírætt rétl til bílastyrks, sbr. reglur um grciðslur lil op- inberra starfsmanna fyrir ferða- kostnaði og fleiru nr. 180/1963, 3. gr. Ríkisvaldið befur einbliða sett reglur um aldurshækkanir lækna og tekur fullt lillit lil starfsaldurs við læknisstörf hjá ríkinu, en aðeins að hálfu leyti við sambærileg störf bjá öðr- um aðilum. Hafa læknar á sjúkrabúsum hér því ekki feng- ið viðurkennt nema að hálfu dvöl sina á öðrum sjúkraliús- um, t. d. hjá sambærilegum sjúkrahúsum erlendis. Rikis- valdið hefur með sérstökum úr- skurði viðurkennt að fullu slarfstíma hjúkrunarkvenna hjá öðrum en ríkinu, og vinnur launanefndin nú að því, að læknar á sjúkrahúsum fái sams konar leiðréttingar og hjúkr- unarkonur hafa þegar fengið, enda virðist þarna um algera hliðstæðu að ræða. Stjórn Læknafélags Reykja- víkur barst erindi frá Félagi ís- lenzkra röntgenlækna, þar sem farið er fram á, að L.R. hlutist til um, að röntgenlæknar fái greitt fyrir þá þjónustu, er þeir inna af bendi við röntgenrann- sóknir á ambulantsjúklingum, en þeir hafa hingað til ekki fengið neina sérstaka greiðslu fyrir þessi störf. Launanefndin vinnur nú að þessu máli í sam- ráði við lögfræðing félagsins. Auk þess, sem hér hefur ver- ið upp talið, hafa undir launa- nefndina borið ýmis mál, sem enn voru óútkljáð frá Kjara- dómi. Er nú undirbúningur baf- inn að nýjum tillögum í sam- bandi við væntanlegar kjara- breytingar bjá opinberum starfsmönnum á næsta ári, og verður bað væntanlega stærsta málefni næstu launanefndar. Samninganefnd sérfræðinga á siúkrahúsum. Á frambaldsaðalfundi 'hinn 20. marz síðastliðinn var sam- þykkt að fela sérstakri nefnd að annast samninga fvrir sérfræði- vinnu á sjúkrahúsum og laga- brevting samþykkl þar að lúl- andi. I nefndina voru síðan

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.