Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1965, Page 66

Læknablaðið - 01.08.1965, Page 66
88 LÆKNABLAÐIÐ kosnir Þórarinn GuSnason for- maður, Jónas Bjarnason og Ric- hard Tiiors. Nefndin lét verða sitt fyrsta verk að athuga greiðslur úr Jöfnunarsjóði sjúkrahúslækna undanfarin ár, og kom i ljós, að þær höfðu farið síminnkandi og námu nú um % af gjaldskrá. Fundur var haldinn með við- komandi læknum, og því næst skrifaði nefndin Sjúkrasamlagi Reykjavikur bréf, dags. 21/3 1964, og setti fram eftirfarandi kröfur, sem læknarnir liöfðu einröma tjáð sig samþykka: 1. Jöfnunarsjóður sjúkrahús- lækna verði lagður niður, en greiðslur fvrir læknisverk fari fram skv. gjaldskrá L.R. frá 1963 að viðbættum þeim kaupgjalds- og verðlags- breytingum, sem orðið liafa frá því lnin var samin. 2. Greitl verði sérstaklega fyr- ir vaktþjónustu á sjúkrahús- um, en áður höfðu læknar innt liana af höndum endur- gjaldslaust. Nefndin hélt nokkra fundi með fulltrúum S.R., og háru þeir engan árangur. Snemma í mai var svo gert samkomulag milli borgarstjórans í Reykja- vík og L.R. þess efnis, að horg- arsjóður greiddi fyrst um sinn læknisþjónustu veitta samlags- mönnum S.R. á viðkomandi sjúkrahúsum (þ. e. St. Jósefs- spitölunum í Reykjavík og Hafnarfirði, Hvitahandinu og Sólheimum) skv. gjaldskrá L.R. frá 1963 að viðbættum 2%, en frádregnum ýmist 10,5 eða 20% eftir þvi, hvort í hlut ættu hrein- ir sérfræðingar eða hlandaðir. Enn fremur skyldi greiða 500 krónur á sólarhring til hvers læknis á gæzluvakt á Iivita- bandinu og Landakotsspítala. Síðla sumars var bætt í nefnd- ina þeim Bergsveini Ólafssyni og Guðjóni Lárussyni. Fram- hald samninga til sex mánaða var svo gert frá 1. október, um flest sam'hljóða hinum fyrri, nema hvað nú var Hvítaband- ið undanskilið, þar sem sjúkra- húsum reknum af ijæjar- og sveitarfélögum hafði nýlega verið fyrirlagt að greiða læknis- lijálp. Var gerður sérsamning- ur, sem tók gildi 1. september, um greiðslur lil lækna Hvíta- bandsins, 85 kr. fyrir legudag, sem læknar skiptu með sér. Auk þess 500 kr. á sólarhring fyrir gæzluvakt eins og áður. Skyldi ])essi samningur gilda í aðalat- riðum, meðan spítalinn væri rekinn á núverandi grundvelli. Greiðslur til lækna eftir þessu nýja kerfi hafa reynzt allveru- lega hærri en áður var. Innifalið í samkomulaginu við borgarstjórn Reylcjavíkur 1. októher var það atriði, að at- huganir skyldu gerðar á fram- tíðarfyrirkomulagi á læknis- þjónustu á Landakotsspítala, svo og athugun á reksturs- grundvelli fyrir sjúkrahúsið j

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.