Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1965, Page 73

Læknablaðið - 01.08.1965, Page 73
LÆKNABLAÐIÐ 93 utanferða úr sjóðnum, svo sem getið verður á öðrum vettvangi. Bílatryggingar. Eins og getið var í síðustu ársskýrslu, var samið árið 1962 við TRYGGINGU li/f um sér- stök umboðslaun fyrir trygg- ingar lœkna hjá félaginu. Nokkrir læknar liafa siðan tryggt bifreiðir sínar lijá TRYGGINGU h/f, og námu umhoðslaun lil félagsins kr. 8.570.00 á siðastliðnu ári. Þar sem hér var einungis um fáar bifreiðir að i’æða, gefur þessi reynsla eindregið til kynna, hvi- líkur akkur félaginu væri að því, að sem flestir trvggðu hif- reiðir sínar með skilmálum eins og þarna náðust. Samkvæmi. Hin sameiginlega jólatrés- skemmtun L.R. og Lyfjafræð- ingafélags íslands var haldin í byrjun janúar að Hótel Borg eins og að undanförnu. Jólatrés- nefnd félagsins annaðist undir- húning skemmtunarinnar, en formaður liennar var Gunnar Biering, en með homnn Víking- ur H. Arnórsson og Skúli Thor- oddscn. Skemmtunin var fjöl- sótt og fór vel fram. Þó skyggði á gleðskapinn, að um þelta leyti var verkfall hljóðfæraleikara, og revndi þá nokkuð meira en ella á raddhönd ýmissa kollega, þó einkum eiginkvenna þeirra. Þau undur hafa gerzt í félagi okkar, að er ég nú les þessa ársskýrslu síðastliðins árs, verð ég að játa það, að engin árshá- tíð hefur verið haldin á starfs- árinu. Hefði ég vart þorað að standa í þessum sporum hér, ef stjórn félagsins liefði ekki með aðalfundarhoði getað til- kynnt, að árshátíð — og um leið 55 ára afmæli félagsins — verður haldin nú að þremur dögum liðnum, og vil ég nota tækifærið og áminna félags- menn að fjölsækja þann fagnað. Árshátíðarnefnd skipa Tryggvi Þorsteinsson og Guðjón Guðna- son, eins og undanfarin ár, en hinn ágæti kollega, Kristján Hannesson, sem starfað hefur í þcssari nefnd um árahil, baðst nú eindregið undan endurlcosn- ingu, og var í hans stað skip- aður fremsti leikritahöfundur okkar, Ólafur Jensson. Þótt ég megi engu upp ljóstra, get ég þó sagt það, að nefndin liefur starfað af miklum dugn- aði undanfarið og hefur margt á sínum snæruni, sem sér dags- ins Ijós næsta laugardagskvöld. Verkefni fram undan. Þótt segja megi, að í grósku- miklu félagi séu ávallt næg verkefni fram undan, fer þó ekki hjá því, að þau eru mis- munandi að vöxtum. Vil ég að- eins drepa á nokkur málefni, sem stjórn félagsins er umhug- að um að vinna að á næsta starfsári.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.