Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 2
Allt bendir til þess að næsta ákæra úr ranni emb- ættis sérstaks saksóknara verði í tengslum við hið svokallaða Sjóvár-mál. Að því er Fréttatíminn kemst næst er rannsókn þess á lokametr- unum. Málið snýst um meinta misnotkun Milestone, stærsta eiganda Sjóvár, og tengdra félaga á bótasjóði tryggingafélags- ins. Sjóðurinn var notaður til að fjármagna fasteignaverkefni á vegum Milestone og Aska Capital, meðal annars í Macau á Hong Kong-skaga. Þá er talið að Mile- stone hafi notað fé úr bótasjóðnum til að fjármagna kaupin á eignarhaldsfélaginu Moderna í Svíþjóð árið 2007. Talið er upp- hæðin hafi alls numið um tíu milljörðum króna og viðurkenndi Þór Sigfússon, þáverandi for- stjóri Sjóvár, í viðtölum árið 2009 að hann hefði ekki lesið lánasamninga sem gerðir voru í tengslum við fjármuni úr bótasjóðnum. Gerð var húsleit árið 2009 hjá Karli og Stein- grími Wernerssonum stærstum hluthöfum Milestone, sem og hjá Þór Sigfússyni, sem var forstjóri Sjóvár á þeim tíma sem meint misnotkun er talin hafa átt sér stað. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is YFIR 20 GERÐIR GASGRILLA Á ÚTSÖLUNNI • Stærð: 149 x 110 x 60 cm Hlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400 ÚTSALA YFIR 30 GERÐIR GASGRILLA Á ÚTSÖLUNNI Er frá Þýskalandi Skarfur í heimsókn á Grandaveginum F orsvarsmenn Árvakurs höfðu það lítinn smekk fyrir Data Cell, nýjum meðleigjendum sínum í Hádeg-ismóum, að þeir voru tilbúnir að íhuga að greiða 25 milljónir króna til að losna við fyrirtækið úr húsinu. „Það komu ákveðnir menn frá fyrirtæki sem leigir með okkur og gáfu það sterklega í skyn að þeir vildu losna við okkur,“ segir Ólafur Sigurvinsson, framkvæmdastjóri Data Cell, í samtali við Fréttatímann. Data Cell flutti í júlí inn í sama húsnæði og Árvakur í Hádegismóum og segir Ólafur að ástæðan fyrir óánægju Árvakursmanna hafi verið að Kristinn Hrafnsson, annar forsprakka Wikileaks, hafi sést á svæðinu. „Þeir sögðu að þetta væri eins og að vera kominn með Wikileaks í fangið og hvort það næsta væri að þeir myndu rekast á Julian Assange inni á kló- setti,“ segir Ólafur og hlær. Data Cell hefur unnið fyrir Wikileaks og komst í fréttirnar þegar bæði Visa og Mastercard lokuðu fyrir greiðslur með kortum fyrirtækjanna til Wikileaks á síðasta ári en greiðslur til Wikileaks fóru í gegnum kerfi Data Cell. Ólafur segir að bæði séu Wikileaks-menn við- skiptavinir Data Cell og unnið sé að skaðabótamáli með þeim gegn greiðslukortafyrirtækjunum upp á 50 milljónir evra, um átta milljarða króna. „Það gefur augaleið að við þurfum að hittast og reyndar skil ég ekki hvað þeir eru að skipta sér af okkar gestum. Ekki er ég að æsa mig þótt dæmdir glæpamenn komi í heimsókn á Moggann,“ segir Ólafur. Árvakur á ekki húsið í Hádegismóum og segir Ólafur að hann hafi skrifað undir leigusamning við húseigandann. „Við hefðum svo sem alveg verið til í að flytja okkur en það hefði þá þýtt að Árvakursmenn hefðu þurft að greiða allan þann kostnað sem af því hefði hlotist – bæði þann kostnað sem var fyrirliggjandi og síðan mun á leiguverði þann tíma sem leigusamningurinn var í gildi. Það voru um 25 milljónir og þeir tóku sér tvær vikur til að íhuga það. Þeir gerðu svo ekkert meira,“ segir Ólafur. oskar@frettatiminn.is  Húsnæðismál ágreiningur leigjenda í Hádegismóum Íhuguðu að borga 25 milljónir til að losna við meðleigjanda Framkvæmdastjóri Data Cell segir Árvakursmenn hafa viljað losna við fyrirtækið út úr Hádegismóum vegna tengsla þess við Wikileaks. Bréf frá Visa Data Cell barst í vikunni bréf frá Visa þar sem greiðslu- kortarisinn bað um fund vegna yfirvof- andi skaðabótamáls. Ólafur Sigurvinsson, framkvæmdastjóri Data Cell, segir í samtali við Frétta- tímann að þetta komi honum ekki á óvart. „Við kærðum þá til Evrópusambandsins og svo gæti farið að þeir yrðu dæmdir til sektar sem nemur tíu prósentum af veltu fyrirtækisins. Okkar skaðabótakrafa er dropi í hafið miðað við þá upphæð,“ segir Ólafur. Nærvera Kristins Hrafnssonar fór fyrir brjóstið á Árvakurs- mönnum. Ljósmynd/ Nordic Photos/Getty Images Ólafur Sigurvinsson, framkvæmdastjóri Data Cell, fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins í Hádegismóum. Ljósmynd/Teitur Yfir tvær milljónir Icelandair gerir ráð fyrir tveimur milljónum farþega næsta ár en flugáætlun félagsins fyrir það ár er sú stærsta í sögu félagsins og um 13% umfangsmeiri en á þessu ári, að því er fram kemur í kauphallartilkynn- ingu. Nýr áfangastaður, Denver í Colorado, bætist við og ferðum verður fjölgað til ýmissa borga í Bandaríkjunum og Evrópu. Samkvæmt ætlunum verða farþegar Icelandair 1,8 milljónir á árinu 2011. Frá 2009 til 2012 er gert ráð fyrir að vöxtur í áætlunarflugi félagsins verði um 52% en árið 2009 voru farþegarnir 1,3 milljónir. Alls verða 16 Boeing 757 flugvélar nýttar til áætlunarflugsins næsta sumar, tveimur fleiri en á þessu ári. Flugvélar félagsins munu taka á loft allt að 400 sinnum í viku yfir sumarið og farþegafjöldinn mun verða um 10 þúsund manns á sólarhring þegar mest lætur. - jh Hagnaður Landsbank- ans 24,4 milljarðar Hagnaður Landsbankans var 24,4 millj- arðar króna eftir skatta á fyrri hluta ársins. Haft var eftir Steinþóri Pálssyni banka- stjóra að stærsti hluti hagnaðarins skýrðist af gengisbreytingum á hlutafé og sölu eigna. Hagnaður vegna hlutabréfa í eigu Horns hf., sem er dótturfélag bankans, nam 9 milljörðum króna. Bankinn sér hins vegar fyrir að tap verði af hlutabréfum á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður bankans af aflagðri starfsemi var 4,7 milljarðar króna. Með því er átt við þann hagnað sem hlýst þegar bankinn leggur niður hluta af starf- semi sinni og selur hann. Þar vegur þyngst salan á Vestia og Icelandic Group sem skilaði 4,1 milljarðs hagnaði. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans var um 10,7 milljarðar króna. Eigið fé Landsbankans er 208 milljarðar króna, í samanburði við 167 milljarða á sama tíma á síðasta ári. Eigin- fjárhlutfall er 22,4%. - jh Vestfirskir trillukarlar vilja í Evrópusambandið Stjórn Eldingar, félags smábátaeigenda við Ísafjarðardjúp, hyggst leggja fram tillögu um að gengið verði í Evrópusambandið, á aðalfundi félagsins sem haldinn verður á sunnudag, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta á Ísafirði. „Við ætlum að leggja fram þessa tillögu því bæði ríkis- stjórn Íslands og Hafrannsóknarstofnun vinna gegn landsbyggðinni. Við vonumst til að Evrópusambandið hafi betri skilning á málefnum landsbyggðarinnar og að hag okkar verði betur borgið þar inni,“ segir Sigurður K. Hálfdánarson, formaður Eldingar, í viðtali við vefinn. Sigurður segir að stjórn Eldingar vonist til að með inn- göngu í ESB geti smábátaeigendur fengið styrki frá sambandinu þannig að jafnvel verði hægt að lifa af fiskveiðum. - jh Íbúar á níundu hæð fjölbýlishúss við Grandaveg fengu óvænta heimsókn í vikunni þegar skarfur lenti á svölunum hjá þeim. „Hann dvaldi hjá okkur í hálfan sólarhring og var mjög spakur. Við gátum staðið í innan við metra fjarlægð frá honum,“ segir Kristmann Magnússon. Skarfurinn kvaddi að morgni en var svo mættur aftur að kvöldi. Þá var ákveðið að stugga við honum enda hafði hann skilið eftir sig óhrjáleg ummerki í miklu magni á bíl fyrir neðan svalirnar í fyrri heimsókninni. Ljósmynd/Kristmann Magnússon Grunur leikur á að bótasjóður Sjóvár hafi verið misnotaður af fyrrverandi eigendum. Karl Wernersson var stjórnarformaður Sjóvár á þeim tíma sem rannsóknin nær yfir. Ljósmynd/Hari  dómsmál sérstakur saksóknari Sjóvár-málið á síðustu metrunum 2 fréttir Helgin 16.-18. september 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.