Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 50
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík (RIFF) hefur fest sig í sessi sem einn líflegasti og áhugaverðasti viðburðurinn í ís- lensku menningarlífi ár hvert. Á meðan hátíðin er í gangi stendur fólki til boða aragrúi af áhuga- verðum kvikmyndum, heimildar- myndum og öllu þar á milli. Þá er mikið um uppákomur tengdar kvikmyndum auk þess sem há- tíðin er orðin eftirsóttur vettvang- ur kvikmyndagerðarmanna frá ýmsum heimshornum. Erlendir fjölmiðlar sýna hátíðinni jafnan mikinn áhuga og verðlaun RIFF, Gyllti lundinn, heillar. Hátíðin hefst fimmtudags- kvöldið 22. september með myndinni Inni sem fjallar um hljómsveitina Sigur Rós. Myndin verður sýnd á skemmtistaðnum NASA en þar sem um tónlistar- mynd er að ræða varð þessi óvenjulegi kvikmyndasýningar- staður fyrir valinu. Inni er önnur kvikmynd Sigur Rósar og fylgir í kjölfar heimild- armyndarinnar Heima. Myndin var tekin upp á tvennum tón- leikum Sigur Rósar í Alexandra Palace í London í nóvember 2008. Nokkrum dögum síðar kom Sigur Rós fram á eftirminnileg- um tónleikum í troðfullri Laugar- dalshöll og hefur haft hægt um sig síðan. Miðasala á RIFF er hafin í for- sölu á heimasíðu hátíðarinnar, riff.is, og miðasala í upplýsinga- miðstöð hátíðarinnar hófst í gær, fimmtudag, í Eymundsson við Austurstræti. RIFF stendur yfir dagana 22. september til 2. október. RIFF hefur ætíð lagt áherslu á óhefðbundnar bíósýningar í bland við sýningar í kvikmynda- húsum. Meðal þeirra viðburða sem fara fram fjarri myrkvuðum bíósölum er heimabíóið, þar sem valinkunnir Íslendingar bjóða gestum RIFF heim til sín í Heimabíó og smella þar eigin uppáhaldsmynd í tækið. Gestgjafarnir í Heimabíóinu í ár eru Hrafn Gunnlaugsson, fjölmiðla- og athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeins og Hugleikur og Úlfhildur Dagsbörn. 42 bíó Helgin 16.-18. september 2011 Ö kuþórinn sem Gosl-ing leikur er nafn-laus og aldrei kallað- ur annað en Driver. Nafnleysi persónunnar og stórkost- legir hæfileikar hennar undir stýri vekja óhjákvæmilega hugrenningatengsl við ein- hver tvö af mestu hörku- tólum kvikmyndanna, Clint Eastwood, sem gat sér gott orð sem nafnlausi kúrekinn í spagettí-vestrum Sergios Leone fyrir margt löngu, og Steve McQueen sem brunaði undir dunandi djassi í gegnum þekktasta bílaelt- ingarleik síðustu áratuga í Bullitt. McQueen var sjálfur með ólæknandi kappaksturs- dellu þannig að skyldleiki Driver við þessa tvo kappa er augljós. Og Gosling er óneitanlega að leika sér í skugga tveggja goðsagna. Leikstjórinn Winding Refn fer heldur ekkert í grafgötur með að hann hafi verið undir áhrifum frá Bullit sem Peter Yates leikstýrði árið 1968. Driver er áhættuleikari sem sérhæfir sig í háska- akstri í hasarmyndum. Það er ekki nóg með að hann taki áhættu í starfi; kvöld- og helgarvinnan hans er enn háskalegri því þá tekur hann að sér að keyra flótta- bifreiðar fyrir ræningja. Eftir að umboðsmaður ökuþórs- ins kemur honum í kynni við hinn vellauðuga glæpon Bernie Rose fer heldur betur að syrta í álinn. Rose ræður Driver í vinnu en þegar bíl- stjórinn knái kolfellur fyrir ungri þokkadís fer allt úr böndunum. Þegar ránsleið- angur klúðrast kennir Rose bílstjóranum um ófarirnar, vill Driver feigan og setur fé til höfuðs honum. Þá þarf ökuþórinn að taka á honum stóra sínum og nýta hæfileik- ana í botn til þess að bjarga sjálfum sér og þeim sem standa honum næst. Drive er byggð á sam- nefndri skáldsögu eftir Jam- es Sallis frá árinu 2005. Eftir eina mislukkaða tilraun til að koma sögunni á hvíta tjaldið tóku mógúlarnir hjá Univer- sal ákvörðun um að gera aðra atrennu að Drive árið 2010. Þá var Ryan Gosling ráðinn í hlutverk Driver. Hann fékk einnig að velja leikstjóra og veðjaði á Winding Refn. Nicolas Winding Refn er 41 árs og er þekktastur fyrir Pusher-þríleikinn sem naut mikilla vinsælda í Danmörku og víðar. Myndin var frum- sýnd í þessum mánuði en hafði áður verið sýnd á nokkrum kvikmyndahátíð- um, þar á meðal í Cannes í vor þar sem hún sló hressi- lega í gegn. Eftir frum- sýninguna í Cannes fékk myndin standandi lófaklapp og hún skilaði Winding Refn verðlaunum fyrir bestu leik- stjórnina á hátíðinni. Þá hafa flestir gagnrýnendur ausið myndina lofi þannig að það er ljóst að Ryan Gosling veðj- aði á réttan hest þegar hann valdi leikstjórann.  Nicolas WiNdiNg RefN daNiNN gefuR allt í botN Drive er án efa áhugaverðasta frumsýningarmynd vikunnar en þar leikur Ryan Gosling áhættu- leikara og snjallan bílstjóra sem kemst í meiriháttar vandræði þegar hann lendir upp á kant við glæpaforingja. Danski leikstjórinn Nicolas Winding Refn leikstýrir þessari kraftmiklu mynd sem hefur fengið mikið lof gagnrýnenda. ... flestir gagnrýn- endur ausið myndina lofi þannig að það er ljóst að Ryan Gosling veðjaði á réttan hest þegar hann valdi leik- stjórann. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Ökuþór í miklum ham Ryan Gosling slær hvergi af í Drive í hlutverki hörku nagla sem á ýmislegt skylt með ekki minni mönnum en Clint Eastwood og Steve McQueen.  fRumsýNdaR Fyrrverandi sjóliðinn Tommy Ri- ordan snýr aftur á heimaslóðirnar eftir margra ára fjarveru. Þar ætl- ar hann sér að taka þátt í keppni í blönduðum bardagalistum í von um að komast yfir verðlaunafé upp á fimm milljónir dollara. Fortíðin hvílir þungt á honum en hann hefur uppi á föður sínum og fær hann til að þjálfa sig. Karlinn hafði þjálfað strákinn á árum áður og gert hann að einhverjum öflugasta bardaga- kappa Bandaríkjanna. Það sem setur svo stórt strik í reikninginn hjá Tommy er að á sama tíma ákveður bróðir hans, Brendan, að skella sér líka í keppnina. Hann er kennari en á í basli með að ná endum saman og hefur einnig augastað á verðlaunafénu. Litlir kær- leikar eru með þeim bræðrum og Brendan hefur ekki verið í sambandi við föður þeirra í fjöldamörg ár. Brendan telur sig eiga góða möguleika á sigri gegn þeim bestu, þar á meðal bróður sínum, þannig að það er ýmislegt óuppgert þegar bræðurnir berjast í hringnum. Aðrir miðlar: Imdb. 8,2, Rotten Tomatoes: 82%, Metacritic: 71/100. Gamla brýnið Nick Nolte leikur föður bardaga- bræðranna. Aðrir miðlar Imdb: 8,8 Rotten Tomatoes: 94% Metacritic: 77/100 Pearl Jam Twenty Sá tónelski og ágæti leikstjóri Cameron Crowe (Jerry Maquire, Almost Famous, Vanilla Sky) gerði þessa heim- ildarmynd um hljóm- sveitina Pearl Jam í tilefni af tuttugu ára starfsafmæli sveitarinnar. Myndin rekur sögu sveitarinnar frá stofnun hennar 20. september 1991 allt til dagsins í dag. Farið er í gegnum hæðir og lægðir hljómsveitar- innar en ferillinn hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Myndin er sett saman úr yfir tólf hundruð klukkustundum af áður óséðu efni sem gerir hana að einstakri heimild um Pearl Jam. Twenty verður sýnd á sama tíma úti um allan heim þriðjudaginn 20. septem- ber og verður aðeins sýnd þennan eina dag á Íslandi. Myndin verður sýnd í Háskólabíó, miðasala er hafin og einungis 300 miðar eru í boði. Blandaður bræðrabardagi I Don’t Know How She Does It Í þessari gamanmynd leikur borgarbeðmálapí- an Sarah Jessica Parker Kate Reddy. Hún er fjár- málastjóri og fyrirvinna heimilisins. Greg Kinnear leikur eiginmann hennar en meðal annarra leikara eru höfðingjar eins og Pierce Brosnan og Kelsey Grammer. NÝTT! NÝTT! NÝTT! NÝTT! www.noatun.is Pantaðu veisluna þína á Tækifærisveislur Sush i Mexí kósk t Ítalsk t Smur brauðGala Aust urlen skt Spæn skt Brauð tertu r  KviKmyNdaveisla Riff byRjaR í Næstu viKu Aragrúi bíómynda og skemmtilegar uppákomur Sigur Rósar-myndin Inni markar upphaf Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.