Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Page 12

Fréttatíminn - 16.09.2011, Page 12
F arsímar á Íslandi eru ekki nýjar fréttir. Við höfum fylgst með þróun þeirra í hartnær þrjátíu ár. Við fylgdumst spennt með Ómari Ragnarssyni með nokk- urra kílóa farsíma hangandi utan á sér snemma á níunda áratugnum og tókum Nokia 5110 fagnandi þegar Tal kom og rauf einokun Símans á þeim tíunda. Á fyrsta áratug nýrrar aldar var það Steve Jobs á svarta Apple-sviðinu árið 2007 þar sem hann kynnti iPhone-símann í fyrsta sinn. Þar sagði hann að iPhone væri fimm árum á undan öllum öðrum símum. Nú er annar áratugur aldarinnar hafinn og þessi fimm ár um það bil liðin. Margt hefur líka breyst á snjall- símamarkaðnum síðan Jobs lét þessi orð falla um árin fimm. Núna flæðir allt í símum og flestir ef ekki allir hafa stælt Apple. Símar keyrðir áfram á Android seljast í bílförmum og meira að segja fyrirtækin sem virtust aldrei ætla að átta sig, Blackberry og Nokia, eru nú komin með síma með snertiskjá og reyna að ná sneið af kökunni. Baráttan í dag snýst því ekki jafn mikið um símtækin sem slík, heldur um tæknina sem að baki þeim býr, stýrikerfið. Kerfisflækjur mörlandans Það eru fleiri möguleikar í stöðunni en menn grunar. Það eru yfir tíu stýrikerfi fyrir snjallsíma á markaðnum en þau fjögur stærstu eru iOs frá Apple, Android þróað af Google, Symbian sem Nokia stendur fyrir og Windows Phone 7 sem tölvurisinn Microsoft þróaði. Margur bankamaðurinn mun svo ekki skilja við Blackberry-símann sinn fyrr en hann verður rifinn úr köldum dauðum höndum hans. En það er önnur saga. Þótt þróun Nokia á Symbi- an-stýrikerfinu sé að þokast í rétta átt er það sennilega of seint í rassinn gripið. Enda hafa þeir finnsku samið við Microsoft um að nota Windows Phone 7 til að keyra flottustu símana sína á í fram- tíðinni. Það kerfi er þó enn mjög nýtt og ekki margir símaframleið- endur farnir að nýta sér það. Lítið ef nokk- uð er til af þeim símum í boði á Íslandi. Það er því í raun einungis Android-stýrikerfið frá Google sem getur steypt Apple af stall- inum enn sem komið er. Þetta byrjaði smátt árið 2008 en hefur nú þróast í að nú er kominn alvöru samkeppn- isaðili við eplið. Á markaðinn hefur komið aragrúi af símum keyrðum áfram á Android, í öllum verðflokkum. Á Íslandi koma í augna- blikinu eiginlega bara tvö til greina, Android frá Google og iOs frá Apple. Symbian er of gamaldags og Windows Phone 7 er of nýtt. Hver er munur- inn? iOs frá Apple var, sem fyrr segir, langt í frá fyrsta snjallsímakerfið en það sem það hafði umfram alla aðra sam- keppnisaðila, eins og svo oft áður hjá þeim þarna í ávaxta- félaginu, var einfaldleikinn. Það þurfti ekki tölvunörd á launaskrá til þess að rata um símann. Það þurfti heldur ekki sérstakan penna til að nota símann heldur dugði puttinn. Stærsti munur- inn var þó þegar Apple opn- aði fyrir aðgang að App-búðinni um ári eftir að síminn var kynntur. Það gerði þriðju að- ilum kleift að hanna ný og sniðug forrit til að auka notagildi símtækisins; leikir og forrit til að skemmta og fræða flæddu um búðina. Það var því sú ágæta verslun, sem íslenskir iPhone-eigendur þurftu þangað til í sumar að redda sér aðgangi að erlendis frá, sem gerði IPhone-inn svo frábrugðinn öllu öðru sem fólk hafði séð. Forritabúðin er líka það sem samkeppnisaðilarnir eru búnir að apa eftir. En þótt iOs sé elst af þessum nútímakerfum virkar það enn mjög vel. Enda búið að upp- færa það nokkrum sinnum. Það góða við það er að einfaldleikinn er enn til staðar. Það slæma er það sama og hefur loðað við vörur frá Apple síðan áður en menn byrjuðu að kaupa niðursneitt brauð: kerfið er gjörsam- lega lokað. Í augnablikinu er bara einn sími í boði og hann er dýr. Android er á hinn bóginn algerlega opið kerfi og hægt er að fá síma frá mýmörgum framleiðendum í öllum verðflokkum. Þetta byrjaði með ekki alltof skemmtilegu kerfi en hefur þróast mjög hratt í það að vera einfalt og notendavænt fyrir fjöldann. Sá stóri galli er þó á kerfinu að hver og einn símafram- leiðandi gerir það sem hann vill við kerfið sem þýðir yfirleitt óþarfa jukk ofan á grunn- inn. Við sjáum því aldrei „hreint“ Android. Sumir framleiðendur eru með marga flýtitakka, aðrir fáa, símarnir eru mis- stórir og það sem betra er –misdýrir. Forritamarkaður- inn í Android er svo risastór og yfirleitt býðst að velja milli þess að borga fyrir forritið eða að fá það ókeypis. Í staðinn fyrir að borga núll kr. fær notandinn þó auglýs- ingu á skjáinn. Fyrir hinn venjulega ótæknivædda mör- landa, sem þó vill gjarna vera inni í málunum, er Android-kerfið því ein- faldara að komast inn í. Það er opið og ekki þarf að skrá sig í eitt eða neitt, kjósi maður svo. iPhone er hins vegar læstur við Apple-heiminn og nær allar aðgerðir þurfa að fara fram í gegnum iTunes. Svo er það fælni Steve Jobs við hugbúnað sem hans fólk fann ekki upp, og þá sér í lagi margmiðlunar- forritið Flash. Fyrir þá sem ekki vita er Flash notað í mjög miklum mæli á netinu og geta þeir sem nota iPhone og Ipad enn ekki vafrað um vefsíður gerðar með því. Það er mjög hvimleitt að ekki er hægt að nota vörur frá þessu annars ágæta eplafélagi án árekstra við önnur tæki. Apple virðist því vera að einangrast í sínum eigin heimi og ekki í fyrsta skipti. Tækin þeirra tala full- komlega hvert við annað en vilja helst ekkert hafa með umheiminn að gera. Android er því svolítið eins og PC-tölvan – langt í frá full- komið en blandar geði við aðra alveg einstak- lega vel. Einföld USB-snúra veitir aðgang að öllu í símanum þínum. Þú getur notað hann sem harðan disk og breytt honum í þráðlaust net fyrir tölvuna þína. Stór kostur á símtæk- inu sjálfu er svo að í flestum Android-símum er hægt að skipta sjálfur um rafhlöðu og setja í hann auka minniskort eftir því sem plássið tæmist. Það er ekki hægt með epla- símanum. Niðurstaðan Allir snjallsímarnir á markaðnum bjóða upp á 3G og Wi-Fi netsamband. Nokkrir bjóða meira að segja upp á 4G, sem er þó ekki enn komið til Íslands. Myndavél er til staðar í þeim öllum og flestir bjóða upp á vídeó, jafnvel í fullri HD-upplausn. Í það minnsta einn sími sem kominn er á markað hér á landi býður meira að segja upp á upptöku í þrívídd. Niðurstaðan er því þessi: Apple er aug- ljóslega frumkvöðullinn og hefur útlitið og einfaldleikann alltaf með sér. Steve Jobs hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að iP- hone væri fimm árum á undan öllum öðrum. En eins og áður segir eru þau ár að líða hjá. Eigirðu allt í Apple er iPhone-síminn einfalt og gott val og biðin eftir fimmunni er farin að taka á taugarnar. Ef Apple-heimurinn er hins vegar ekki eins og himnaríki og Steve Jobs ekki eins og Guð í þínum augum er Android fyrsta val. Droidið er svo sannarlega ekki gallalaust en er það kerfi sem er í hvað örustum vexti. Nýjasta uppfærslan býður líka upp á svo margt sem ekki fyrirfinnst annars staðar, eins og að geta vafrað um netið eins og í venjulegri tölvu. En það er líka fjölbreytnin í símtækjunum sem gerir Android-kerfið svona áhugavert. Þótt dýru símarnir séu vissulega þar sem kerfið skín skærast eru ódýrari gerðirnar alltaf að verða betri og betri. Valið er þar sem það á að vera, hjá neytandanum. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Valið er þar sem það á að vera, hjá neytandanum. Snjallsímar – baráttan um stýrikerfin Allt flæðir í símum og flestir ef ekki allir hafa stælt Apple. Símar keyrðir áfram á Android seljast í bílförmum og meira að segja fyrirtækin sem virtust aldrei ætla að átta sig, Blackberry og Nokia, reyna að ná sneið af kökunni. Lófatölvur blönduðust símum Snjallsími er samheiti yfir síma sem geta eitthvað umfram einfalt talsamband. Fyrst var boðið upp á SMS, svo tölvuleiki, en hinn eiginlegi snjallsími varð til þegar lófatölvurnar svokölluðu blönduðust símunum. Tölvupóstur og netið komu í símana ásamt myndavél og núna vídeó í HD-gæðum. Á Íslandi má ekki gleyma Nokia. Langflestir snjallsímar á Íslandi eru frá finnska risanum. Þótt Nokia hafi dregist aðeins aftur úr með notendaviðmótið, notar stór hluti Íslendinga ekki annað. Með forritabúðinni Ovi store og samningi Nokia við Microsoft um stýrikerfi munu þeir finnsku styrkja stöðu sína á ný og ekki skemmir fyrir að flottustu símarnir búa yfir frábærri myndavél. hari@frettatiminn.is Iphone var langt í frá fyrsti snjall- síminn en hann var sá sem breytti markaðnum. Langflestir snjallsím- arnir á Íslandi eru frá Nokia. Þessir gömlu góðu eru nefnilega margir ansi snjallir. Eignastýringarsafn ÍV-I Eignastýringarsafn ÍV-II Eignastýringarsafn ÍV-I og Eignastýringarsafn ÍV-II eru verðbréfasjóðir skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðanna. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðanna og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 Reykjavík Sími: 460 4700 I www.iv.is I iv@iv.is Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is Hagkvæm eignastýring Hátt vægi ríkistryggðra eigna Staðgreiðsla á skatti einungis við innlausn Tvær nýjar ávöxtunarleiðir 12 úttekt Helgin 16.-18. september 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.