Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 10
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Pípari skrifar skáldsögu Á síðustu fimm árum hef ég greinst með kæfi­ svefn, ættgengan blóðsjúkdóm og er 20 kílóum of þungur – eiginkona óskast hér með! Viðtal við Vilhjálm Hjálmarsson leikara sem er með ADHD Bls. 22-24 Aron og Emilía vinsælustu nöfnin Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á árinu 2010 en Emilía vinsælasta stúlkunafnið. Emilía tók við af Önnu sem féll niður í 4.-6. sæti, en Aron tók við af Alexander sem nú situr í 6.-9. sæti, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Flestum nýfæddum börnum voru gefin fleiri en eitt nafn árið 2010. Þór var langvinsælasta millinafnið hjá drengjum, en þar á eftir Freyr og Logi. María var vinsælasta milli- nafnið hjá stúlkum ásamt Ósk. Á eftir þeim kom stúlkunafnið Rós sem þriðja vinsælasta millinafn nýfæddra stúlkna. Þegar litið er á allan mannfjöldann í árs- byrjun 2011 eru 10 vinsælustu einnefnin og fyrstu eiginnöfnin alveg þau sömu og árið 2006. Hjá körlum er Jón vinsælasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. Af kvenmannsnöfnum er Guðrún vinsælast, þá Anna og svo Sigríður. - jh Þrjú þúsund háskólastarfsmenn Starfsmenn í skólum á háskólastigi voru 3.042 í 2.255 stöðugildum skólaárið 2010-2011, að því er fram kemur hjá Hag- stofu Íslands. Í þessum tölum eru allir starfsmenn taldir, jafnt þeir sem sinna kennslu sem og öðrum störfum. Starfs- menn sem sinntu kennslu voru 2.128 í 1.355 stöðugildum. Starfsmönnum háskóla fjölgar um 119 milli ára en stöðugildum fækkar um 30. Fleiri starfsmenn koma að kennslu nú en fyrir ári, eða 178. Konur eru 54,2% starfsmanna skóla á háskólastigi í 52,9% stöðugilda. Rúmlega helmingur starfsfólks við kennslu er aðjúnktar og stundakennarar, 1.175 talsins. Stöðugildi þessa hóps eru 535 af 1.355 stöðugildum starfsmanna við kennslu. Stundakenn- urum hefur fjölgað um 66 frá síðasta ári. Prófessorum við kennslu fjölgaði um 34 og 20 stöðugildi en á sama tíma fækkar í hópi lektora og dósenta um 30 einstaklinga og 46 stöðugildi. - jh Hærri vísitala launakostnaðar Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst frá fyrri ársfjórðungi um 6,3% í verslun, 6,1% í byggingarstarfsemi, 4,6% í iðnaði og um 2,9% í samgöngum. Heildar- launakostnaður án óreglulegra greiðslna stóð hins vegar í stað frá fyrri ársfjórðungi í verslun, jókst um 1,0% í samgöngum, um 0,3% í byggingarstarfsemi en dróst saman um 1,2% í iðnaði. Árshækkun heildar- launakostnaðar á greidda stund frá 2. árs- fjórðungi 2010 var á bilinu 8,8% til 14,1%. Mest var hækkunin í byggingarstarfsemi en minnst í iðnaði. Á sama tímabili jókst heildarlaunakostnaður án óreglulegra greiðslna mest í byggingarstarfsemi, eða 9,5%, en minnst í iðnaði, 3,1%. - jh  Tóbak NýTT NefTóbak á markað Fyrsta sending af Lunda uppseld Lundi, nýtt neftóbak, hefur heldur betur slegið í gegn á Íslandi. Fyrsta sending af tóbakinu er uppseld hjá innflutningsaðil- anum, Rolf Johansen, og segir Skorri Andrew Aikman, sölustjóri tóbaks hjá fyrirtækinu, að viðtökurnar hafi verið enn betri en vonast var til. „Við vissum að við vorum með góða vöru og það kemur ný sending í næstu viku,“ segir Skorri í samtali við Fréttatímann. Hann segir innflutning á neftóbaki hafa staðið til lengi. „Við höfum auðvitað fylgst með aukinni notkun neftóbaks á Íslandi og eftir átján mánaða hugmynda- vinnu erum við komin með tóbak sem ÁTVR samþykkti,“ segir Skorri. Því hefur verið haldið fram að aukin sala á íslensku neftóbaki hafi haldist í hendur við að það hafi verið notað sem munntóbak en Skorri segist ekki hafa neina tilfinningu fyrir því. Við erum að selja neftóbak. Ég held að meginhluti sölunnar á munntóbaki fari fram í undirheimum enda er það bannað,“ segir Skorri. Spurður um nafnið segir Skorri að vilji hafi verið fyrir því að hafa það tengt Íslandi. „Það komu upp nöfn eins og Ísafold og Jarlinn en Lundi þótti besta nafnið.“ Lundi rýkur út. Spádómur lúsarinnar er söguleg skáldsaga Sigurðar Grétars Guðmundssonar, sú fyrsta frá hans hendi, en hún fjallar um örlög afa hans, Halldórs Halldórssonar á Syðri-Rauðalæk. Sigurður er pípulagningamaður og hefur starfað við þá grein frá því hann lauk sveinsprófi árið 1958. Þekktastur er hann þó fyrir Lagnafréttir sem hann skrifaði um árabil í Morgunblaðið. Listum sinnti Sigurður meðfram pípulögn- unum en hann nam leiklist í Leiklistarskóla Ævars R. Kvaran 1959-1960 og starfaði með Leikfélagi Kópavogs í fjölda ára. Titill skáldsögunnar vísar í gamla hjátrú. Samkvæmt henni áttu mæð- ur nýfæddra sveinbarna að setja fyrstu lúsina sem þær fundu í hári þeirra á dyraþröskuld bæjardyranna. Skriði lúsin inn var drengnum óhætt en skriði hún út beið hans óumflýjanlegur sjódauði. - jh Sigurður Grétar Guð- mundsson. L yfjarisinn Actavis skilaði 586 milljóna evra, rúmlega 88 milljarða, tapi eftir skatta á síðasta ári samkvæmt árs- reikningi félagsins sem birtur var nú í lok ágúst. Þetta er helmingi minna tap en á síðasta ári þegar tapið var um 170 milljarðar en þá var viðskiptavild afskrifuð fyrir um 160 milljarða í aðdraganda fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Að sögn Hjördísar Árnadóttur hjá Actavis í Sviss, má helst rekja rekstrartapið til einsskiptis- kostnaðar eins og lögfræðikostnaðar í Bandaríkjunum. Sá kostnaður er tilkom- inn vegna lögsókna á hendur félaginu á undanförnum árum. Til að mynda voru 200 milljónir evra, um 32 milljarðar, bókaðar í varúðarfærslu vegna mögulegs taps Actavis í dómsmáli sem nú stendur yfir í Bandaríkj- unum. Heildartekjur Actavis námu um 1,7 millj- arði evra, um 280 milljörðum króna, og hafa þær aldrei verið hærri – voru til að mynda 11,5 prósentum hærri en árið 2009. Claudio Albrecht, forstjóri Actavis, segir að hann búist við öðru metári 2011 – með enn meiri tekjum og betri afkomu. Actavis afskrifaði lán upp á 2,3 milljónir evra, rúmlega 350 milljónir króna, til fyrr- verandi og núverandi lykilstarfsmanna. Jafnframt var afskrifað 5,8 milljóna evra lán, um 920 milljónir króna, til fyrrverandi móðurfélags Actavis, Actavis Pharma Hold- ing 1, sem var að stærstum hluta í eigu fé- lags Björgólfs Thors Björgólfssonar. Báðar þessar afskriftir voru hluti af fjárhagslegri endurskipulagingu fyrirtækisins. Þegar fyrirtækið gekk í gegnum fjár- hagslega endurskipulagningu hélst það í hendur við skuldauppgjör Björgólfs Thors Björgólfssonar. Björgólfur Thor var langstærsti hluthafi Actavis fyrir endurskipulagninguna og er í dag endanlegur umráðamaður yfir Actavis jafnvel þótt hann sé ekki lengur stjórnarformaður heldur eingöngu stjórnarmaður. Hann heldur yfirrráðum í gegnum félagið Nitrogen DS sem er eini hluthafi Actavis Equity S.á.r.l. sem á alla hlutina í lyfjarisanum Actavis Group hf.  ársreikNiNgar acTavis árið 2010 88 milljarða króna tap Actavis 2010 Tap Actavis á árinu 2010 var helmingi minna en árið áður þegar viðskiptavild að upphæð 160 milljarðar var afskrifuð. Stór hluti tapsins er kostnaður vegna lögsókna. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Claudio Albrecht, for- stjóri Actavis og Björgólfur Thor, um- ráðamaður og stjórnarmaður. PI PA R\ TB W A · SÍ A · 11 21 74 b m va ll a .is Sími: 412 5050 Fax: 412 5001 sala@bmvalla.is BM Vallá ehf. Bíldshöfða 7 110 Reykjavík Gluggar eru ekki bara gler Veldu háeinangrandi PRO TEC Classic glugga sem spara orku BM Vallá býður vandaðar glugga lausnir frá PRO TEC í Danmörku. Gluggarnir eru úr áli og tré og henta vel fyrir íslenskar aðstæður. PRO TEC gluggar hafa verið seldir á Íslandi frá 1993 og verið prófaðir og vottaðir gagnvart íslensku vind- og slagregnsálagi. Glerið er háeinangrandi sem lækkar hitunar kostnað og sparar orku. Hver gluggi er sér smíðaður eftir óskum viðskipta vinar um stærð, lit og lögun. Kynntu þér PRO TEC hjá BM Vallá áður en þú velur glugga. Það gæti borgað sig. 10 fréttir Helgin 16.-18. september 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.