Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Síða 44

Fréttatíminn - 16.09.2011, Síða 44
Marín Manda Magnúsdóttir, framkvæmdastjóra netverslunarinnar www. skor.is, kynntist nutramino-vörunum fyrst á kaffistofunni í vinnunni. starfsmanna- félagið langaði að bjóða upp á betri kost en þetta sígilda íslenska sætabrauð og þá urðu nutramino-vörurnar fyrir valinu. „Ég er þessi sígilda nútímakona sem er alltaf á þönum og þá sérstaklega á morgnana. Mestur tími fer í að sinna krökkunum og koma þeim út úr húsi, þá gleymi ég oft sjálfri mér og áður en ég veit af er ég komin af stað út í daginn og ekkert búin að borða,“ segir Marín Manda og heldur áfram: „Ég hef engan tíma til að græja og gera einhverja flókna sjeika í blandaranum á morgnana svo þess vegna finnst mér svo gott að geta gripið „Pure shape“- hristing úr ísskápnum í byrjun dags og fá í mig rétt samsetta næringu, vítamín og steinefni, þótt þetta sé langt í frá það eina sem ég lifi á.“ í kjölfarið segist Marín Manda einnig hafa breytt mataræðinu til hins betra án áreynslu. „Hérna áður fyrr var ég oft að freistast til að fá mér kalda kók í dós seinnipartinn og sífellt að hugsa um súkkulaði eftir kvöldmat. núna er ég ekki í þessu sífellda sykuráti og því fylgir mun meiri vellíðan.“ Hún nefnir einnig víta- mínvatnið frá nutramino sem mikið uppáhald sem og ísteið sem algjörlega dekkar kaffiþörfina. „Við konur könnumst margar við vökvamyndun í líkamanum og ég hef mikið verið að losna við þetta með því að drekka ísteið.“ En það er ekki það eina sem Marín Manda er dauðfegin að losna við. „síðan ég fór að nota nutramino get ég borðað milli- málsbitana frá þeim með bestu lyst, enda eru þeir eins og gott nammi á bragðið nema bara meinhollir. Þar með er ég laus við bæði sykurpúkann og þetta eilífa samvisku- bit yfir súkkulaðinu,“ segir Marín Manda ánægð í bragði. Eygló agnarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Heilsuakademíunnar: „Fæðubótarráðgjöf hefur verið hluti af lífi mínu í fjölda ára. Ég kynntist nutram- ino sjálf fyrir mörgum árum í danmörku og hikað ekki einu sinni þegar ég sá að vörurnar voru komnar til íslands,“ segir Eygló agnarsdóttir, eigandi og fram- kvæmdastjóri Heilsuakademíunnar. Hún segir innihaldið að sjálfsögðu það mikil- vægasta, en bragðið hafi verið það fyrsta sem heillaði: „Mín reynsla er sú að eftir því sem varan er betri, er bragðið verra, en þetta er í fyrsta sinn sem ég hef fundið góða vöru sem er bæði með hágæða inni- hald og góð á bragðið,“ segir Eygló sem notar gjarna vítamínvatnið sem svala- drykk og próteinið í takt við æfingar. Hún segir markhóp nutramino í Heilsu- akademíunni vera bæði konur og menn. annars vegar fólk sem æfir talsvert og hugar vel að því hvað það setur ofan í sig og hins vegar nútímafólkið sem er á spani og þarf að grípa eitthvað hollt og gott í dagsins önn. „nutram- ino inniheldur sérlega góða samsetningu af mikilvægustu amm- ínósýrunum, sem mikilvægar eru bæði fyrir og eftir æfingar til að byggja upp vöðva og hindra vöðva- niðurbrot og slík atriði skipta þennan markhóp máli,“ segir Eygló og bendir einnig á að prótein sé eins og önnur orka sem kemur úr fæði; líkamann þarf að hreyfa í samræmi til að nýta fæð- una á réttan hátt. Holl- ustan er svo sannarlega í fyrirrúmi hjá Eygló sem hefur verið dugleg að nota nutramino á nýstárlegan hátt, bæði í nestispakk- ann, ísgerð og jólabakstur. „Ég ferðast mikið, bæði á fjórhjólum og mótokross, auk þess sem ég fer í göngur. Þá hef ég mikið verið að baka klatta í nestið fyrir mig og félagana. Þetta kemur mjög vel út og núna eru ferðafélagarnir illa sviknir ef ég tek ekki með próteinklatta, enda er þetta rétt samsett næring, sem gefur góða orku og eru í ofanálag mjög góðir á bragðið,“ segir Eygló sem lumar einnig á góðum ráðum til ísgerðar og blandar þá saman grískri jógúrt við próteinduft með vanillubragði og frystir. Hún skiptir óhikað út bæði hveiti og sykri fyrir hafra og nutramino próteinið, helst með van- illubragði, í allan bakstur, meira að segja á jólunum, og lætur fljóta með uppskrift að hafraklöttum sem eru hentugir í nesti og í góðu lagi fyrir krakka líka, þótt mörg fái það sem þau þurfa úr fæðu almennt og þá megi bara draga úr magni próteins í bakstrinum. Hafraklattar með Nutramino: Efni: 3 bollar haframjöl 2 ausur Nutramino próteinduft (helst vanillubragð) 2 tsk. kanill 1 msk. sykurlaus sulta (má sleppa) brytjaðar döðlur (ef vill) 6 eggjahvítur Aðferð: Blanda saman haframjöli og próteini í sér skál ásamt kanil. Blanda saman eggjahvítum og sultu í aðra skál. Öllu síðan hrært saman, sett á bökunarpappír á plötu í miðjum ofni í 20 mín. á 180 gráðu hita. Tilvalið í jólabakstur og nestispakkann Bragð- góður lífsstíll Súkkulaði og ekkert samviskubit Friðfinnur Magnússon, sölu- og markaðsstjóri Europe Drinks ehf., dreifingaraðila Nutramino á Íslandi, Thomas Kjærgaard og Per Mira- zov Jensen, eigendur og framkvæmdastjórar Nutramino APS í Danmörku, Lars Reichling, sölustjóri austurríska mjólkursamlagsins og meðframleiðandi hjá Nutramino, og Einar Þór Þórhallsson, framkvæmdastjóri Europe Drinks ehf., dreifingaraðila Nutramino á Íslandi. A U G L Ý S I N G

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.