Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 6
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA ms.is Ostur eins og krakkar vilja hafa hann Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is Sr. Arna Grétars- dóttir, prestur íslenska safnaðarins í Noregi. Söfnuðurinn hefur stækkað um 50% eftir efnahagshrunið á Íslandi enda hafa Íslendingar streymt til Noregs í atvinnuleit.  Noregur ÍsleNski söfNuðuriNN hefur stækkað um 50% eftir hruN Vildi gjarna fá djákna til aðstoðar – það er meira mál að ráða prest Í slendingar hafa streymt til Noregs vegna þess að þar er mikla vinnu að hafa og þeir þykja duglegir og eru eftirsóttir,“ segir sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur íslenska safnaðarins í Noregi. Arna, sem áður var prestur við Seltjarnarneskirkju, reiknaði ekki með rólegu starfi þegar hún hélt utan árið 2007 en sá ekki, frekar en aðrir, fyrir sér stækkun þessa íslenska safnaðar í kjölfar efnahagshrunsins. Stækkunin er um og yfir 50%; safnaðarmeðlimir eru nú rétt um sex þúsund en voru innan við fjögur þúsund þegar Arna kom til starfa. Álagið á Örnu er því mikið enda vega- lengdir miklar í Noregi. Hún nýtur ekki annarrar aðstoðar en ritara í hlutastarfi á skrifstofunni í Noregi. „Maður sinnir bara algerum grunnþörfum, skírnum og giftingum,“ segir Arna. Útfarir eru ekki margar, fremur minningarathafnir látist Íslendingar ytra. Jarðarfarirnar fara yfir- leitt fram á Íslandi. Arna messar mánaðar- lega í Ósló og er með guðsþjónustu einu sinni til tvisvar á ári á öðrum stöðum. „Ég hef þó ekki farið norðar en til Tromsö en nú eru tvö fermingarbörn í Hammerfest. Það er því aldrei að vita hvert maður fer,“ segir hún. Fermingarbörnin koma alls staðar af landinu til Óslóar, tvær langar helgar á fermingarnámskeið. Börnin sækja síðan messu á sínum heimastað, auk þess sem fjarkennsla fer fram í gegnum netið. Arna segir Íslendinga koma mun betur undirbúna til Noregs en var fyrst eftir hrun. Þar sem söfnuðurinn hafi stækkað eins mikið og raun ber vitni þekki flestir einhvern sem aðstoði þegar út er komið. Net Íslendinganna sé því farið að virka betur. Hinum mikla fjölda fylgi hins vegar mikil fjölgun í sálgæslusamtölum. „Fólk sem er að fóta sig hér kemur með sömu lífsspurningarnar og vandamálin og það hafði heima. Þegar fólk er að tala um sín dýpstu mál og tilfinningar er það móður- málið sem gildir. Flestir standa sig vel en það getur verið erfitt í upphafi að komast t.d. inn í heilbrigðiskerfið vegna tungu- málavandræða.“ Spurð um það hvort ekki sé þörf á að- stoðarpresti við þessar aðstæður segir Arna að alltaf sé umræða þar um en málið þurfi að skoða vandlega því ekki sé vitað hvort um tímabundið ástand sé að ræða. „Ég vildi hins vegar gjarna fá aðstoð, t.d. með ráðningu djákna. Það er meira mál að ráða prest. Djákni gæti unnið í öldr- unarþjónustu, við barnastarf og ekki síst hjálpað til við fermingarfræðsluna því það eru komin svo mörg fermingarbörn.“ Tekjur íslenska safnaðarins í Noregi eru sóknargjöld miðað við höfðatölu, þ.e. sama kerfi og á Íslandi. „Þegar fólk er búið að dvelja hér lengi og vill taka þátt í kirkjustarfi fer það gjarna inn í norsku kirkjuna. Við eru með góðar tekjur núna eftir fjölgunina en vitum ekki hve það varir lengi.“ Arna segir að almennt sé Íslendingum vel tekið, nánast sé litið á þá sem litla bróður. Norðmönnum finnist íslenskan spennandi og saga þjóðanna sé samofin. Viðhorf til Íslendinga hafi ekki breyst eftir efnahagshrunið. Frítími Örnu hefur verið takmarkaður undanfarin ár en hún segist hafa tekið sér frí í sumar. „Svo fer ég á einstaka kúrsa í guðfræði og sálgæslumálum. Maður reyn- ir að fylla á tankinn eftir mörgum leiðum. Ég vil ekki kvarta en maður heldur ekki lengi út í svona starfi þótt allir séu vel- viljaðir og vilji hjálpa til. Ég er hins vegar ekkert að hætta á næstunni en ég kem heim að lokum – og er ekkert viss um að ég þrífist í rólegu brauði.“ Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Álag á íslenska prestinn í Noregi, sr. Örnu Grétars- dóttur, er mikið. „Fólk sem er að fóta sig hér kemur með sömu lífs- spurningarnar og vandamálin og það hafði heima.“ Maður heldur ekki lengi út í svona starfi. Hanna Birna Kristjánsdóttir, leiðtogi Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur og fyrrver- andi borgarstjóri í Reykjavík, nýtur meira fylgis í formannsembætti Sjálfstæðisflokksins en Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem MMR/Markaðs- og miðlarannsóknir birtu í gær. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 58,6% heldur vilja Hönnu Birnu, 13,4% sögðust heldur vilja Bjarna en 27,9% vildu hvorugt þeirra. Sé eingöngu litið til þeirra sem sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu alþingiskosn- ingum vildu 66,3% heldur að Hanna Birna gegndi formannsembættinu, 26,4% vildu heldur að Bjarni yrði áfram formaður og 7,3% vildu hvorugt þeirra. Stuðningur við Hönnu Birnu reyndist jafnframt umtalsverður meðal stuðningsmanna Fram- sóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri – grænna, eða á bilinu 47,8% til 59,8%, að því er fram kemur á síðu MMR. Spurt var: „Kosningar um forystu Sjálfstæðis- flokksins fara fram á landsfundi flokksins dagana 17.-20. nóvember næstkomandi. Í fjölmiðlum hefur verið rætt um tvo aðila sem gætu boðið sig fram til að gegna embætti formanns Sjálfstæðis- flokksins, þau Bjarna Benediktsson og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Hvort þeirra myndir þú heldur vilja að yrði formaður Sjálfstæðisflokks- ins.“ Samtals tóku 81,4% afstöðu til spurningarinnar.  skoðaNaköNNuN laNdsfuNdur sjálfstæðisflokksiNs Í Nóvember Fleiri styðja Hönnu Birnu en Bjarna til formennsku Dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti í dag Dag íslenskrar náttúru, sem hátíðlegur verður haldinn í fyrsta sinn í dag, föstudag, ber upp á fæðingardag Ómars Ragnarssonar. Í ávarpi Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra, í tilefni dagsins, kemur fram að Ómar hafi verið óþreytandi við að opna augu almennings fyrir þeim auðæfum sem felast í náttúru landsins og mikilvægi þess að vernda hana og varðveita. Fjölbreytt dagskrá verður um land allt í tilefni dagsins enda hefur umhverfisráðherra sent hvatningu til sveitarfélaga, skóla og félagasamtaka um að nota daginn til að vekja athygli á gildi náttúrunnar og þeim náttúruperlum sem er að finna um allt land. Stofnanir umhverfisráðuneytisins á sviði náttúruverndar, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Vatnajökulsþjóð- garður, Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins efna til ýmiss konar viðburða í tilefni dagsins. Umhverfisráðherra efnir til hátíðarsamkomu þar sem hápunkturinn verður afhending fjöl- miðlaverðlauna ráðuneytisins, sem hér eftir verða veitt árlega. Á vef ráðuneytisins kemur fram að íslensk náttúra fái liðstyrk á degi íslenskrar náttúru þegar ný háskólastofnun, Líf- og umhverfisvísindastofnun, tekur formlega til starfa við HÍ. Stofnunin verður vettvangur rannsókna og þróunarstarfs á fræða- sviðum lífvísinda, landafræði, umhverfis- og auðlindafræði og ferðamálafræði. -jh 6 fréttir Helgin 16.-18. september 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.