Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Qupperneq 45

Fréttatíminn - 16.09.2011, Qupperneq 45
H eimur fæðubótaefnanna er langt í frá einfaldur og augljós. Fjöldinn allur af þessum efnum er ekki raunverulega hollur og í ofanálag er margt af þessu bragðvont. Nákvæmlega þetta olli því að Danirnir Per Mirazov Jensen og Thomas Kjærgaard lögðust í rannsóknarvinnu og komu síðan fram á sjónarsviðið með Nutram- ino fæðubótarefnin í Danmörku fyrir hart- nær tíu árum. Nutramino hefur notið mikillar velgengni í heimalandi sínu og er að sögn félaganna orðið að ákveðnum lífs- stíl, enda nánast allar líkams- ræktarstöðvar þarlendis sem bjóða vöruna. Þeir hafa hægt og bítandi verið að færa út kvíarnar og fyrr á þessu ári hófu þeir samstarf við ís- lenska fyrirtækið Europe Drinks ehf., en fram- kvæmdastjóri þess er Einar Þór Þórhallsson sem segir helsta markmið dönsku framleiðendanna frá degi eitt að koma á markað- inn með fæðu- bótarefni sem þeir vildu sjálfir nota og gætu boðið öðrum upp á heilshugar. „Mikið af fæðu- bótarefnum sem voru á markað num voru fram- leidd í Bandaríkj- unum þar sem hægt er að nota grá svæði í lagaumhverfi til að dulbúa sykur og slá ryki í augu neytenda með auglýsingabrellum,“ seg- ir Per Mirazov Jensen, annar stofnenda og forstjóri Nutramino og heldur áfram: „Með Nutramino vildum við bjóða upp á vöru sem væri raunverulega heilnæm og þar njótum við góðs af ströngu regluverki í Danmörku sem gerir okkur ómögulegt að framleiða eitt- hvað annað en í hæsta gæðaflokki.“ Hann nefnir sem annað dæmi um gæða- áherslur að hluti framleiðslu sé í samstarfi við austurrískt mjólkursamlag þar sem kýrnar ganga frjálsar í 3.000 metra hæð yfir sjávarmáli nálægt hinum marg- rómaða Zell am See. „Bændurnir sem við eigum í viðskiptum við eru aðeins með um fimm kýr að meðaltali. Þær fá aðeins gæðafóður og bænd- urnir þekkja þær allar með nafni,“ segir Lars Reichling, sölustjóri austur- ríska mjólkur- samlagsins og meðframleiðandi hjá Nutramino. Honum er mikið í mun að fylgja vörunni eftir á erlendri grund og kynna hana vel fyrir neytendum og hann segist stoltur að sjá hve vel Nutramino hefur verið tekið á Íslandi. Hann segir miklar rannsóknir liggi að baki hverri vöru og nefnir þar sérstaklega nýja línu, Pure Shape, sem tók eitt og hálft ár í þróun. „Okkur langaði mikið að koma með vöru sem hentaði konum sér- staklega og Pure Shape er sá afrakstur,“ seg- ir Reichling og útskýrir nánar: „Konur eru oft tortryggnar sem neytendur á heilsuvörum og þess vegna skiptir enn meira máli að bjóða hágæða vöru með rétta næringarsamsetn- ingu, það er hlutfall próteina, kolvetna, trefja, fitu, vítamína og steinefna. Auk þess sem við leggjum alltaf ríka áherslu á gott bragð, þó án auk- og rotvarnarefna. Þetta eru bæði drykkir og bitar sem geta komið í stað máltíða og sem millimáltíðir, 200 kaloríur í hverjum skammti, og okkur langar til að þetta geti verið bæði að finna á líkamsræktarstöðvum, í matvöruverslunum og sem annars konar og hollari skyndibiti á bensínstöðv- um á Íslandi.“ Nýju línunni hefur verið vel tekið af konum í dagsins önn, hvort heldur sem þær vilja aukanæringu eða til að grennast. „Offita er orðin að gríðar- legu lýðheilsuvanda- máli og okkur langaði að gefa konum, sem þurfa að takast á við þau mál, góðan kost. Þarna er öll næringin til staðar, skammturinn nákvæmur, og síðast en ekki síst bragðið, því við vitum öll hvað það er miklu skemmtilegra að fá sér eitthvað sem er bæði hollt og gott,“ segir Mirazov Jensen. SöluStaðir og SamStarfSaðilar NutramiNo á ÍSlaNdi: Hagkaup, Kostur Dalvegi, 10-11, Nettó, Strax, Úrval, Kostur Njarðvík, Víðir Skeifunni, Lífstíll Vikars Keflavík, Nordica Spa, Heilsuakademían, World Class, Þín verslun Melabúðin og Þín verslun Seljabraut. Sjá NáNar um SöluStaði og vöruúrval á: www.nutramino.is. Lífsnauðsyn að vera í formi GuðMuNDuR FELix GRéTARSSON, eigandi og framkvæmdastjóri Stjörnusólar í Hafnarfirði, missti báða handleggi í vinnuslysi árið 1998 og fékk fyrir nokkru lang- þráð vilyrði fyrir handaágræðslu í Frakklandi. Hann segir gríðarlega mikilvægt fyrir sig að vera í góðu líkamlegu formi og að vörurnar frá Nutramino komi að góðu gagni í þeirri vinnu. „ég þekki það að fenginni reynslu eftir margar stórar aðgerðir, hve gott líkamlegt ástand skiptir miklu máli þegar maður er að jafna sig,“ segir Guðmundur og vísar þar í lifrarskipti sem hann gekk í gegnum fyrir tíu árum. „Eftir aðgerðina var ég alveg ónýtur og gat nán- ast ekki gengið, enda var ég ekki nógu vel á mig kominn.“ Núna standa hins vegar yfir stífar æfingar fyrir aðgerð- ina í Frakklandi og þá hefur Guðmundur bæði verið að nota Nutramino sem máltíð og líka íþróttadrykkina, bæði isotonic og prótíndrykkinn xL, auk ístesins. „Þetta kom mjög vel út þegar ég þurfti að ná af mér bumbunni og fyrir maraþonæfingarnar,“ segir Guðmundur sem gerði sér lítið fyrir og hjóp 10 km vegalegnd í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar, meðal annars til að safna áheitum til að fjármagna handaágræðsluna. „Þegar maður er í miklum líkamlegum átökum, hver sem þau kunna að vera, þarf aukanæringu. ég tala nú ekki um ef maður hefur ekki aðgang að góðum máltíðum. ég hef prófað ýmislegt en virkilega hrifist mest af þessum vörum, bæði varðandi bragð og gæði, svo ég get eindregið mælt með Nutramino,“ segir Guð- mundur að lokum. Göbbuð til betri heilsu SANDRA LáRuSDóTTiR heildsali: „ég var nú bara göbbuð til að prófa þetta í fyrsta sinn,“ segir Sandra Lárusdóttir hlæjandi og heldur áfram: „ég var bæði þreytt og pirruð á leið í gegnum Hagkaup Garðabæ þegar mér var rétt flaska af ísteinu frá Nutramino og lofað að þetta myndi hressa mig við og það reyndist fullkomlega rétt.“ Sandra drekkur í dag einn til tvo skammta af ísteinu og hún segist líka nota „Red fuel“-drykkina auk þess sem prótín- drykkurinn er nýlega kominn inn í myndina. „Ræktin er loksins komin í í forgang aftur hjá mér eftir nokkurt hlé og það er án efa Nutramino að þakka að ég dreif mig. ég er svo miklu orku- meiri, jákvæðari og hreinlega lífs- glaðari. Blóðsykurinn er mun jafn- ari, einbeitingin stór aukin og ég afkasta mun meiru,“ segir Sandra sem sjálf er í krefjandi starfi sem heildsali. „ég er oft ginnkeypt fyrir nýjungum og mér finnst gaman að prófa nýja hluti. Hins vegar held ég oft ekkert út voðalega lengi. Núna er bara sagan allt önnur og það held ég hafi líka að gera með bragðið. Það er töluvert mál að þurfa að pína ofan í sig hluti, en ég hreinlega stoppa fólk og bendi því á þessar vörur og þetta eru ekki einu sinni mínar vörur, svo ég græði ekkert á því. Þær bara eru að gera mér svo gott að ég get ekki annað en mælt hundrað prósent með þeim við fólk sem ég vil vel,“ segir Sandra að lokum. Ný von fyrir nammigrísi FANNAR KARvEL, íþróttafræðingur og einkaþjálfari: „Í mínu fagi er mikilvægt að fylgjast vel með öllum vörum sem tengjast heilbrigðu líferni. Maður er alltaf að leita að ein- hverju heilsusamlegu sem er líka gott, því það fer sjaldnast saman. Þarna fann ég í fyrsta sinn góða vöru sem líka var bragðgóð,“ segir Fannar Karvel, íþróttafræðingur og einka- þjálfari, sem segist hafa kynnst Nutramino upphaflega í Danmörku. Þegar hann síðan sá vörurnar úti í búð á Íslandi var hann ekki lengi að láta á reyna. „Milli- málsbitarnir frá þeim eru svo góðir að þetta er eins og að fá sér nammi á hverjum degi og það var upp- haflega ástæðan fyrir áhuga mínum á vörunum,“ segir Fannar og hlær við og viðurkennir fús- lega að ef venjulegt nammi væri ekki svona óhollt væri hann eflaust nammigrís. Þegar hann var kominn á bragðið fór hann að skoða vöruna og komast að því að bragðið var ekki það eina sem heillaði við Nutram- ino. „Þetta er mjög vel samsett næring auk þess sem það er gott að vita til þess að í Dan- mörku eru gríðarlega strangar gæðakröfur, svo það tryggir hágæða hráefni,“ segir Fannar sem til dæmis notar hristinga eftir æfingar og hefur verið duglegur að benda sínu fólki á góðar vörur. „Fólkið sem kemur til mín og hefur verið að nota vörurnar er allt frá ungu fólki sem er að takast á við offituvanda, upp í úrvalsdeildar- menn og landslið í fótbolta,“ segir Fannar sem segist sjaldnast þurfa að beita neinum heraga þótt mikið sé tekið á í þreksalnum. „Flesta sem ráða sérfræðing á þessu sviði langar að ná góðum árangri svo þeir láta sig bara hafa það að gera eins og ég segi, og hlýða mér í einu og öllu,“ segir hann hlæjandi að lokum. Bragð- góður lífsstíll
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.