Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 22
þetta,“ segir hann, „en sem betur fer er ég alinn upp í fjölskyldu þar sem þung- lyndi þekkist og aldrei verið feimnis- mál að ræða slíkt. Ég varð fyrir áfalli 19 ára, svo í leiklistarnámi í Bretlandi um 1991 og síðan við skilnað í kringum árið 2000. Þá magnast áhrifin. Af tilviljun var ég sendur til Grétars Sigurbergs- sonar geðlæknis sem, ásamt Sigríði Benediktsdóttur sálfræðingi, var farinn að kanna ADHD hjá fullorðnum – en ekki eingöngu börnum. Eftir að ég hafði lýst mínu þunglyndi í tíu mínútur stoppaði hann mig af og benti mér á að athuga aðra þætti því honum þætti ekki ólíklegt að þunglyndið væri afleiðing athyglisbrests. Ég fór til Sigríðar Bene- diktsdóttur í viðtöl og tók með mér gögn heim sem ég bar undir mömmu, sem er kennari. Hún sagði strax „nei, þú varst aldrei með athyglisbrest“ en tveimur dögum síðar bað hún mig að setjast hjá sér og við fórum vandlega yfir spurning- arnar. Þá kom í ljós að þar voru ýmis frá- vik sem mamma hafði orðið vör við hjá mér. Margir sem eru með ADHD skora hátt í ýmsum hlutum greindarprófs, en hrapa svo niður í öðrum. Sumt sem mér fannst ég gera mjög vel, var hreinasta hörmung!“ Hann segir rítalín mjög svipað am- fetamíni og þess vegna sæki fíklar í það til að fá örvun. „Hjá fólki með athyglisbrest gerist þetta ekki, við förum ekki upp andlega, heldur róumst. Með þessum lyfjum getum við haldið utan um heiminn. Mér skilst að það skorti gríðarlega rann- sóknir bæði hér heima og erlendis um langtíma verkanir þessara lyfja, en samkvæmt því sem ég hef lesið bendir allt til þess að þau séu ekki ávanabind- andi. Þeir sem eru með athyglisbrest og prófa amfetamín eða kókaín upplifa gjarna sömu áhrif, en munurinn er sá að þau efni eru full af alls kyns skít og eru ávandabindandi. Áfengi getur líka slegið á athyglisbrestinn, slekkur á einkenn- unum eða slævir frekar en hitt. En þetta eru allt hlutir sem hafa miklar hliðar- verkanir sem menn átta sig of seint á og leiðast út í misnotkun á ávana- og fíkniefnum. Persónulega virðist áfengi róa hugann, en um of, þannig að maður gerir svo sem ekkert af viti, frekar en aðrar byttur! Til viðbótar er maður svo illa upplagður daginn eftir og það hefur vissulega áhrif á athyglisbrest til hins verra. Ég tel að þeir einstaklingar sem fá einhverja hjálp snemma – helst á barnsaldri – séu líklegri til að halda sig frá ávanabindandi efnum, misnotkun á áfengi eða öðrum óþverra.“ Hentar ekki öllum börnum að sitja kyrr í stórum bekk Vilhjálmur segir margar leiðir fyrir hendi til að hjálpa börnum og full- orðnum. „Lyfin sem slík geta verið nauðsynleg, hliðarverkanir eru taldar litlar og það getur skipt meira máli að V ilhjálmur Hjálmars- son, leikari, leik- stjóri, tölvusnillingur og auglýsingarödd, er einn tíu þúsund fullorðinna einstaklinga á Íslandi sem eru með ADHD eða athyglis- brest og ofvirkni. Sjálfur vill hann ekki flokka ADHD sem sjúkdóm og segir reyndar til kenningar um að athyglisbrestur hafi eitt sinn verið eiginleiki sem nýttist til dæmis þeim sem fóru út til veiða frekar en að sitja heima við. Stundum verður yfirflæði af upplýsingum Vilhjálmur segist síður en svo hafa verið eitt þeirra barna sem kölluð- ust „óþekk“ áður en greining kom. „Ég var meira eins og hlédrægu stelpurnar. Nú er talað um athyglis- brest með eða án ofvirkni og ég er sem sagt án ofvirkninnar. Ég hef alltaf getað dundað mér tímunum saman við ákveðið verkefni – en ég þarf ákveðið áreiti, til dæmis þegar ég er að éta í mig handbækur fyrir tölvuforrit eða lesa leikhandrit,“ segir Vilhjálmur sem jafnframt rekur „Nýja umboðið ehf.“ sem sér- hæfir sig í innflutningi og þjónustu á tækjum og tólum til kvikmynda- gerðar, hljóð- og myndvinnslu. „Til að búa mér til það hæfilega áreiti sem ég þarf á að halda set ég til dæmis á rólega tónlist, eins og Mozart, eða fer á rólegan bar þar sem ég þekki til og sest út í horn og grúska. Ef ég þekki áreitið er ég ekkert að velta því fyrir mér og ég held fókusnum. Það sama geri ég þegar ég fæ hlutverk og þarf að stúdera það. Eins og ég skil athyglisbrest er það þannig að við tökum eftir mun meiru í umhverfi okkar en við gerum okkur grein fyrir. Venjuleg manneskja er með heilastöðvar sem sía út það sem ekki skiptir máli. Setjum svo að við sætum núna á margmennum stað þar sem fólk sæti við nokkur borð og væri að tala saman. Fyrir utan keyrðu nokkrir bílar. Meðan þú værir eingöngu að meðtaka það sem ég segði þér, væri ég að meðtaka það sem þú spyrðir mig um auk þess sem ég tæki inn allar utanaðkomandi upplýsingar. Á góð- um degi gæti ég haldið þræði með þér, jafnvel hugsað samtal okkar á öðru stigi en við erum nákvæmlega að ræða, fundið eitthvað annað út úr því, jafnvel sagt þér hvað fólkið á næstu borðum var að segja og hve margir bílar fóru fram hjá. Sumir með ADHD eru með þráhyggju og þeir gætu þá sagt þér hversu marg- ir rauðir bílar fóru fram hjá, hversu margir svartir og svo framvegis. Ég upplifi þetta sem eiginleika. Á góðum degi er ég að nýta mér þetta allt saman. Á vondum degi er þetta algjört yfirflæði af upplýsingum. Þá fer allt í kerfi.“ Það þarf að læra að lifa með ADHD Vilhjálmur hefur verið á rítalíni og er nú á forðalyfinu Concerta. „Það hefur verið mikið í umræðunni hvort það séu fráhvörf af þessum lyfjum, en ég hef hætt viljandi á þessum lyfjum. Til þess að gera það þarf ég að vera í góðu líkam- legu og andlegu ástandi. Ég get hætt á einum degi og finn ekkert fyrir því og eins gleymi ég jafnvel að taka það inn að morgni – enda með athyglisbrest! – en þá finn ég fyrir því á miðjum degi. Ekki vegna fráhvarfa, heldur vegna þess að hugurinn er úti um allt. Lyfin virðast setja í gang þessar síur í heilanum þannig að maður getur haldið utan um hlutina. Þeir sem eru mjög ofvirkir geta upplifað eðlilegt ástand undir lyfjagjöf eins og aðrir upplifa vanvirkni – enda vanir miklum asa – en ég hef aldrei verið það mikið úti í kanti. Lyfjagjöf getur verið nauðsynleg – en ekki endilega, og alls ekki eingöngu. Þetta gengur mjög mikið út á að finna út hvað það er í umhverfinu og samskiptum sem hefur áhrif á daglegt líf viðkomandi. Maður þarf að læra að lifa með þessu og hafa til dæmis fasta reglu á hlutunum: sofa reglulega, vakna á sama tíma, vera ekki með kaos í kringum sig ef maður kemst hjá því. Ég er farinn að hafna verkefnum eða beina þeim til annarra. Í erfiðum málum, eins og þegar verið var að setja upp tækin fyrir Latabæ 2005, þá bjarg- aði mér oft að ég þurfti að fara og lesa inn auglýsingar. Á meðan ég var í myndverinu og allt á fullu, sá ég ekki kjarnann. Um leið og ég var kominn út fyrir Garðabæinn raðað- ist þetta allt saman og ég hringdi og stakk upp á mögulegri lausn! Stundum er gott að hverfa frá til að sjá heildarmyndina.“ Þunglyndi líklega afleiðing athyglisbrests Vilhjálmur segist kannast við þunglyndi hjá sér frá því hann var í gagnfræðaskóla, þótt aðrir yrðu þess ekki varir. „Ég fór leynt með Góður eiginleiki hjá mér að vera með athyglisbrest Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is ADHD stendur fyrir Attention Deficit Hyperactivity Disorder sem útleggst á íslensku athyglisbrestur með ofvirkni. Í gegnum söguna er að finna fjöldann allan af heimildum sem lýsa hegðun barna þannig að í dag væru þau greind með ADHD eða athyglisbrest með ofvirkni. Fyrstu opinberu heimildirnar þar sem læknir lýsir þessum einkennum má rekja allt aftur til Hippókratesar, föður læknisfræðinnar, hálfri öld fyrir Krist. Elsta nútíma læknisfræðilega heimildin er hins vegar frá árinu 1902 þar sem breski læknirinn George Still lýsir börnum með ADHD-einkenni, þó svo að þau kölluðust það ekki þá, en einkennin voru hin sömu. Hugtakið ofvirkni kom síðan fram upp úr 1960 og farið var að nota það í greiningar- kerfum árið 1968. Engin lækning er til við ADHD, þar sem ADHD telst ekki vera sjúkdómur heldur röskun, en það er ýmislegt sem gera má til að halda einkennum í skefjum. Öll börn hafa til dæmis þörf fyrir hrós en börn með ADHD þrífast hins vegar gjörsamlega á hrósi því þau eru alltaf að upplifa ósigra í lífinu. Hrós styrkir æskilega hegðun og eflir sjálfsmynd barna með ADHD. Stuðningur og skilningur skiptir bæði börn og fullorðna með ADHD mjög miklu máli og vel skipulagt umhverfi. Mikil áhætta fylgir unglingsárunum hjá ein- staklingum sem eru með ómeðhöndlað ADHD því þeir eiga frekar á hættu að stunda áhættuhegðun eins og óábyrgt kynlíf, misnotkun vímuefna og að sýna and- félagslega hegðun. Það má reyndar geta þess að 50 til 70 prósent fanga í íslenskum fangelsum glíma við ADHD samkvæmt rannsóknum. Sumir þurfa að vera á lyfj- um alla ævi; aðrir ekki. ADHD er mjög víðtæk röskun og hefur mismikil áhrif á daglegt líf fólks. Einkennin minnka og breytast með aldrinum. ADHD er taugaþroskaröskun sem kemur yfirleitt fram snemma á ævinni. ADHD er algerlega óháð greind en getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf eins og starfshæfni, félagsfærni og námsgetu. Ekki er hægt að kenna slöku uppeldi eða óöryggi í æsku um ADHD en rannsóknir hafa sýnt að arf- gengi er langstærsti þátturinn sem orsakavaldur ADHD eða í 60 til 80 prósentum tilfella. Þá hefur komið fyrir að ein- staklingar sýni einkenni ADHD í kjölfar heilablæðingar og höfuðáverka. Í tilefni vitundarvikunnar hafa ADHD-samtökin gefið út nýjan fræðslubækling sem nálgast má frá og með næstu viku á skrifstofunni að Háa- leitisbraut 13, á vefnum www. adhd.is <http://www.adhd. is>, á heilsugæslustöðvum og hjá félagsþjónustum um allt land. Einkennum fyrst lýst hálfri öld fyrir Krist Í tilefni af evrópskri ADHD-vitundarviku 18. til 25. september hrinda ADHD-samtökin af stað kynningarátakinu: ATHYGLI – JÁ TAKK! Slagorð vikunnar eru Skilningur skiptir máli – Stuðningur skapar sigurvegara! Talið er að hér á landi glími 6.000 börn og 10.000 full- orðnir einstaklingar við ADHD, sem er athyglisbrestur með eða án ofvirkni og hvatvísi. Arfgengi er talið 60 til 80 prósent en einnig má tengja þetta ýmsum áföllum, heilaskaða, sjúkdómum eða slysum. Ég hef upp- lifað það að fara á bar, fá mér í glas og lenda í hörku- skemmti- legum samræðum – fengið brillj- ant hugmynd og skrifað hana niður um nótt- ina. Næsta morgun sé ég að þetta er algjör steypa! Framhald á næstu opnu Vilhjálmur Hjálmarsson „Á góðum degi er ég að nýta mér þetta allt saman. Á vondum degi er þetta algjört yfirflæði af upplýsingum. Þá fer allt í kerfi.“ Ljósmynd/Hari 22 viðtal Helgin 16.-18. september 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.