Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 28
Þ egar einstaklingur fær þann úrskurð að hann sé með ólæknandi sjúkdóm, sem þó sé hægt að halda í skefjum, eru viðbrögðin mismunandi. Flestir fá áfall; aðrir frjósa og meðtaka ekki fréttirnar fyrr en mörgum dögum síðar. Þegar ég fékk þann úrskurð að ég væri með Parkinson-sjúkdóm voru fyrstu viðbrögð mín að keyra heim, skrifa leikaranum Michael J.Fox sem berst fyrir því að lækning finnist við sjúkdómnum – og hringja svo í Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra og panta þjálfun. Það gerði gæfumuninn hvernig móttökur ég fékk þar. Jóna Þorsteinsdóttir þjálf- ari tók á móti mér og fann út hvern- ig æfingar ég þurfti og nokkrum dögum síðar var ég komin í þjálfun hjá henni og Margréti Þórisdóttur. Margrét sér bæði um æfingar í sal og annast sundleikfimina; dásam- leg kona sem ég varð að fá að vita meira um því hún hefur starfað hjá Styrktarfélaginu í rúm 48 ár. „Þegar ég varð sjötug í fyrra fór ég á fund Vilmundar framkvæmda- stjóra og spurði hvort ég yrði ekki að hætta vegna aldurs,“ segir Mar- grét. „Hann sagðist nú ekki ætla að reka manneskju sem hefði unnið hjá Styrktarfélaginu allan sinn starfs- aldur!“ Eini útlendingurinn í sjúkraþjálfaranámi í Lundi Margrét er Akureyringur og á ættir sínar að rekja í Eyjafjörð og Grímsey. Grímseyingar eru sagðir afar skapgóðir og léttir í lund og nákvæmlega það lýsir Margréti. Í sundþjálfuninni setur hún á geisla- diska með gömlum og góðum ís- lenskum lögum og allir syngja há- stöfum. En hvers vegna fór hún í sjúkraþjálfunarnám? „Orðið sjúkraþjálfun var ekki einu sinni til þegar ég fór til náms til Lundar í Svíþjóð árið 1961,“ segir hún. „Þá hét þetta sjúkraleikfimi, en þegar ég kom heim að loknu námi Vatnagörðum 24 - 26 • Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.iswww.honda.is Hausttilboð kr. 569.000 listaverð kr. 629.000 Honda PCX, létt og lipurt 125cc hjól sem skilar góðri hröðun og með umhverfisvænni start/stop tækni. 2,2 L /100k m Blandaður akstur Margrét Þórisdóttir hefur starfað sem sjúkraþjálfari hjá Æfingastöðinni í 48 ár. Anna Kristine hitti þessa lífsglöðu konu sem lætur engan bilbug á sér finna þótt hún sé komin á áttræðisaldurinn. Í þjálfun hjá Margréti þar sem gleðin ein ríkir. tveimur árum síðar var orðið sjúkra- þjálfun komið. Ég var eini útlend- ingurinn í skólanum og vissulega var erfitt að koma þangað fyrst, alveg mállaus á sænska tungu. En þarna eignaðist ég margar vinkonur sem ég held ennþá sambandi við. Það var ekki hægt að komast í nám- ið nema hafa starfað á sjúkrahúsi í þrjá mánuði, en ég var svo heppin að eftir að ég lauk stúdentsprófi frá MA bauðst mér heilsársstarf á sjúkrahúsinu á Akureyri við rann- sóknir og að taka blóð. Ég var sem sagt blóðsuga!“ segir hún og brosir. „Ég veit eiginlega ekki hvers vegna ég valdi þetta nám ...“ Ástæðuna fyrir því að hún fór strax til starfa hjá Æfingastöðinni, áður Styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra, segir hún vera þá að hún hafi fengið lán þaðan til að stunda námið því svo fáir voru við störf á þessu sviði þá. „Þannig að mín beið starf um leið og ég kom heim enda hafði ég skuldbundið mig til að vera þar í þrjú ár og greiða upp lánið – en ég hef verið þar síðan, enda afar góð- ur vinnustaður og gott fólk sem ég starfa með. Þetta er fertugasta og níunda starfsárið mitt.“ Hún segir ómissandi þátt í lífi margra að geta sótt sjúkraþjálfun. „Ég sé fólk styrkjast og breytast mikið eftir að hafa stundað æfingar hjá okkur og það er alltaf jafn gleði- legt og gefur mér mikið.“ Passar vel upp á sína skjólstæðinga Ég er alveg sannfærð um að hvergi í heiminum er hugsað eins vel um fólk sem stundar æfingar vegna sjúkdóms og hjá Æfingastöðinni. Hvar í heiminum myndi það ger- ast að þjálfararnir hringdu heim til fólksins og segðu: „Jæja, þá erum við byrjaðar aftur eftir sumarfrí. Nú kemur þú í æfingar.“ Margrét er mikill húmoristi og ætlaði að þjálfa mig svo vel að ég gæti keppt á Ólympíuleikunum 2012, en þar sem ég skrópaði of oft í fyrra segist hún hafa hringt í Al- þjóða ólympíusambandið og afboð- að komu mína. Hún ætlar með mér árið 2016, þegar hún verður 76 ára, og skilja eiginmanninn til fimmtíu ára og börnin tvö, kerfisfræðinginn og ferðabransadömuna, eftir heima á Íslandi, enda orðið fullorðið fólk. „Ég hef ekki tölu á öllum þeim sem ég hef kynnst á þessum árum,“ segir hún. „Það er misjafnt hversu vel maður kynnist fólkinu, en mað- ur reynir að fylgjast með þeim sem eru hjá manni og ef þeir mæta ekki hringi ég oft í þá og athuga hvort allt sé í lagi.“ Hefur þjálfað Parkinson- sjúklinga í 22 ár Margrét hefur komið að mörgum þáttum í starfi sínu. „Í mörg ár þjálfaði ég börn og þetta var mjög blandað hjá okkur á fyrstu árunum. Þá fengum við fólk af Slysavarðstofunni og víðar, en nú hefur orðið breyting á því. Börn eru í meirihluta hjá okkur í þjálfun og þau eru flest afskaplega dugleg og jákvæð. Vinkona mín, sjúkra- þjálfari, fór á námskeið í Búdapest í Ungverjalandi þar sem hún kynnti sér meðferð barna og þar var líka verið með hópþjálfun fyrir Parkin- son-sjúklinga sem hún fékk að fylgj- ast með. Hún greip það sem verið var að gera og kenndi mér og við settum upp hópþjálfun fyrir Parkin- son-sjúklinga árið 1989. Við höfum svo þróað þetta áfram á þessum 22 árum. Síðar kom Jóna Þorsteins- dóttir inn í þessa þjálfun með mér. Söngurinn í sundlauginni er bæði til að hafa gaman af æfingunum og það er gott fyrir Parkinson-sjúklinga að syngja og þjálfa röddina. Sjálf hef ég mjög gaman af að syngja og spila á gítar í partíum!“ segir hún brosandi. „Ég skellti mér á línudansnámskeið hjá Parkinson-samtökunum í vetur svo þið vitið ekkert hvort ég tek upp á því að láta ykkur dansa línudans í lauginni!“ segir hún stríðnislega. Margrét er í Fjallkonunum, fé- lagsskap ellefu sjúkraþjálfara sem hafa hist í mörg ár. „Við förum saman í sumarbústað, hittumst hver heima hjá annarri og það er alltaf jafn gaman að hitta þær. Þessi félagsskapur hefur verið til frá árinu 1968. Ég er elsta Fjall- konan!“ Ætlaði að verða leikkona Hvað gefur þér mest við þetta starf? „Það er að umgangast fólk,“ svar- ar hún án umhugsunar. „Ég er mik- il félagsvera og það er gefandi að vera innan um fólk og hjálpa því til betra lífs. Auk þess þykir mér mjög vænt um samstarfsfólk mitt sem ég hef unnið með í hvað – hundrað ár? En við erum 36 sem störfum þarna og starfsandinn er mjög góð- ur. Það að vera félagslynd hef ég úr Grímseynni, held ég, þar hefur fólkið afskaplega létta lund og gott skap. Þetta voru miklir grínistar. Pabbi hafði líka mjög létt skap og var meðal annars áhugaleikari hjá Leikfélagi Akureyrar – og ég fékk að leika í Brúðuheimili eftir Ibsen þegar ég var fjögurra ára, á sjálfu lýðveldisárinu.“ En þig hefur þá ekki langað til að verða leikkona? „Jú, ég ætlaði alltaf að verða leik- kona,“ segir hún glaðlega og bætir við: „Ég fékk að fara með pabba á æfingar og elskaði sminklyktina og þennan heim sem umlykur leikhús. Það var sagt á Akureyri um stíginn milli leikhússins og Menntaskólans að þegar maður færi niður stíginn sem lá að leikhúsinu væri það glöt- unarstígur, en þegar maður fór upp var það menntavegurinn.“ Hún segist aldrei hafa séð eftir því að hafa gerst sjúkraþjálfari í stað þess að verða leikkona. „Ég er þakklát fyrir þetta starf. Þetta hefur verið gaman gegnum árin, enda er ég ennþá þarna,“ seg- ir hún hlæjandi. „Það er ekki minn höfuðverkur að vakna eldsnemma á morgnana og fara að þjálfa og hitta allt þetta góða fólk. Það er líka svo stórkostlegt að taka á móti fólki sem kemur til okkar hálf niðurbrotið eft- ir að hafa fengið greiningu og horfa svo á það blómstra. Það er ólýsan- lega góð tilfinning. Ég hætti ekkert fyrr en mér verður hent út!“ segir hún skellihlæjandi. Söngglaði sjúkraþjálfarinn Anna Kristine ritstjorn@ frettatiminn.is Það er líka svo stórkost- legt að taka á móti fólki sem kemur til okkar hálf niðurbrotið eftir að hafa fengið grein- ingu og horfa svo á það blómstra. 28 viðtal Helgin 16.-18. september 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.