Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 40
Á þessu hausti hafa tvær nýjar bækur um prjón glatt áhugamenn um þá fornu íþrótt. Til hvers erum við að læra að prjóna? spurðu Múla-bræður aldna frænku sína á Vopnafirði. Það er gott að kunna það ef þið verðið blindir, svaraði hún. Síðsumars kom út bók eftir Guðrúnu Magnúsdóttur um vettlinga og sokka og nú er komin bók í stóru broti hjá forlagi Vöku-Helgafells með uppskriftum að peysum. Það er Ístex, arftaki Álafoss og Gefjunar á Akureyri, sem stendur að útgáfunni. Í henni eru formálar um upptöku prjóns og sögu hér á landi eftir Elsu E. Guðjónsson og Magnús Guðmundsson sem bæði voru sérfræðingar á þessu sviði handmennta. Síðan er í bókinni glæsilegt úrval uppskrifta að prjónlesi frá því um miðja síðustu öld til okkar daga. Bókin er glæsilega úr garði gerð og verður örugglega mörgum augum – og höndum – gleðigjafi. -pbb Með nýtt á prjónunum  Bókadómar Ný Náttúra – myNdir frá ÍslaNdi og ásfjall Í tengslum við messuna miklu í Frankfurt er búið að setja saman úrval af íslenskum ljósmyndum sem fjórar mikilsráðandi konur í safn- heimum ljósmynda hafa sett saman: Þær Celine Lunsford hjá Forum Fotog- rafie í Frankfurt og Christiane Stahl hjá Alfred Ehrhardt Stiftung í Berlín nutu við val mynda frá öllum tíma íslenskra ljósmyndara þeirra Ingu Láru Baldvins- dóttur og Maríu Karenar Sigurðardótt- ur. Bók fylgir sýningunni og er komin út hér landi hjá forlagi Crymogeu. Alls geymir hún 140 ljósmyndir og hér fallast í faðma myndlistarmenn okkar daga og frumherjar á borð við þá Sigfús Eymundsson, Magnús Ólafsson, Ólaf Magnússon og Loft. Þetta er fallega brotin bók, prýðilega prentuð, með ævi- og myndaskrám. Hér kallast tímarnir á: RAXI stillir sér upp við hlið hinnar mögnuðu myndar Ólafs Magnússonar af Flosa- gjá; klettar, vatn og einmanar. Kofa- hreysi Magnúsar Ólafssonar og Ingvars Högna, Sigurður Guðmundsson og Gunnar Rúnar með ólíka náttúrusýn. Valinu er í bókinni stillt upp í tvennur af nokkru hugviti þegar betur er að gáð. Lesandi, því við lesum myndir eins og veður og andlit, verður að beita fleiru en sjóntauginni. Uppstilling og val kallar á skoðun og niðurstöðu. Valnefndin stillir gjarna saman viðfangsefnum, bæði í formum og efni, mótívum og mynstr- um. Við fyrstu sýn ægir öllu saman en grandskoðun leiðir annað í ljós. Þá kemur líka í ljós með samstill- ingunni að við erum enn að kljást við svipuð viðfangsefni og áður. Náttúra okkar hefur allt frá upphafi ljósmynd- unar verið uppstillt, hún er ekki tilfall- andi viðfangsefni. Skráning hennar er uppstilla allan tíma fagsins á eynni. Auðvitað er valið ekki óumdeilanlegt, einhverjir liggja örugglega óbættir hjá garði, enda eru úrvali sem þessu takmörk sett. Bókin leiðir líka í ljós að viðfangsefni sem hún sleppir, náttúru- myndir Ólafs Elíassonar og húsamyndir Dieters Roth, eru ekki hér. Aftur er hér fossaröð Rúríar sem sýnir hversu næmur Ólafur er á viðfangsefni. Bókin bregður líka ljósi á hvað er breytt, hvernig samfélagshættirnir hafa tilhneigingu til að skapa nýjan ramma umhverfis reynslu sem gengur aftur og aftur frá tíma til tíma, í samfellum sem bornar eru uppi af sama efni, sama anda, en nýjum andlitum, nýju um- hverfi. Nýtt umhverfi er vissulega partur af náttúrusýn okkar nú. Meðal yngstu manna í þessari bók, sem er prýðileg, er Pétur Thomsen. Á safni rakst ég ný- lega á bók hans frá sýningu sem staðið hefur yfir í Þjóðminjasafni og mér hafði ekki borist: Ásfjall, en um hverfið í hlíðum þess hefur Pétur farið skipulega frá 2008 og skráð í myndir hvaða breyt- ingum það hefur tekið. Á sýningunni voru 40 myndir og í bók henni samhliða eru þær birtar. Sigrún Sigurðardóttir skrifar inngang að verkinu. Þar lýsir hún stöðu byggingarsvæðisins sem farið var að breyta í hverfi nokkru fyrir hrun og stendur enn eins og þar hafi farið um fár; iðnar hendur eru horfnar og eftir standa hálfköruð hús. Bókin er merkilegur minnisvarði um hrunið og ber Pétri góða sögu. Bæði þessi rit eru skemmtileg viðbót við flóru ljósmyndabóka sem heimta af okkur lesendum afstöðu og um leið von- andi skilning. 32 bækur Helgin 16.-18. september 2011  Bókadómur adam og EvElyN iNgo schulzE Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Salka hefur sent frá sér lítið hand- hægt hefti, Hollt nesti heiman að, eftir þær Margréti Gylfadóttur, Sigurrós Pálsdóttur og Sigurveigu Káradóttur sem geymir margar og nýstárlega uppskriftir að nesti fyrir börn, unglinga og fullorðna. Þar er hollusta í fyrirrúmi og áhersla lögð á handhægar og skjótar lausnir á því sem fer í malinn. Þjóðin hefur enda gengið til verka sinna frá örófi alda með vel búinn nestismal svo að hún hafi nóg að bíta og brenna í amstri dagsins. Bókin er fallega frágengin og full af skemmtilegum hugmyndum sem nú er að fram- kvæma síðla kvölds eða árla morguns í eldhúsum okkar. -pbb Nýjar uppskriftir í nesti Náttúruljósmynd- ir í nýju úrvali Franska svítan hennar Iréne Némirovsky, sem dó í Auschwitz 1942, stekkur beint á topp aðallista Eymunds- sonar. Merkileg bók sem var ekki gefin út fyrr en 2004. fröNsk svÍta á toppNum  adam og Evelyn Ingo Schulze Mál og menning, 306 bls. 2011 Einn gesta á bókmenntahá- tíð í síðustu viku var Ingo Schulze, vinsæll höfundur í heimalandi sínu, alinn upp í nágrenni Dresden og því Austur-Þjóðverji. Eru þeir til? Já, þeir eru enn til, herma fregnir. Þegar Vestur-Þýska- land innlimaði austurhlutann breyttust hagir manna þar austur frá mikið. Úr deiglunni hafa sprottið hópar þegna sem lifa í samfelldum saman- burði þess sem var og þess sem er. Raddir af þessum toga heyrast hvaðanæva af áhrifasvæðum sovéska heims- veldisins og fara ekki lágt. Ingó – svo við köllum hann upp á íslenskan rit- hátt – gerir sér mat úr þessari nútímagoðsögn um hinn horfna heim samfélaga sósíalismans austur frá og stillir henni upp í samhverfu við brott- rekstur þeirra Adams og Evu úr paradís forðum. Í yfirskrift verksins vekur hann athygli á því að þau hjón voru um síðir kanóníseruð og fengu helgidag og stétt sér til heilla, aðfangadag og skraddara. Því erum við í betri fötunum 24. des. Adam hans er kærulaus skraddari sem er veikur fyrir feitlögnum konum, Eva hans gaf upp nám og er nú daglaunakona. Hún kemst að framhjáhaldi Adams og það hleypir upp áætlunum þeirra um að fara í sumarferð 1989 til Ungverjalands. Hún fer á undan og hann eltir. Sagan er skemmtileg, fallega hugsuð og dregur upp skýra mynd af því hvernig glundroðinn var á tjaldstæðum Ungó þetta sumar, en um landamæri þess var auðvelt að komast í vestrið sæla. Hneigð sögunnar leiðir aftur í ljós að þegar þangað var komið reyndist sælan tál. Samfélagið sem þau hurfu frá, Adam og Eva, var annað en þau trúðu. Sagan er uppfull af fallegum myndum, skemmti- lega hugsuðum samtölum, lofi um hið smáa sem, þegar allt kemur til alls, gefur lífinu mest gildi þegar upp er staðið. Þýðing Elísu Bjargar Þor- steinsdóttur er prýðileg í stíl og málfari. -pbb Um paradísarmissi austan járntjalds  ásfjall Pétur Thomsen Þjóðminjasafn Íslands 120 bls. 2011 Tvö rit um nýja og gamla nátt- úrusýn í ljós- myndum. Sokkaprjón. Prjónað úr íslenskri ull. Ingo Schulze.  Ný náttúra – myndir frá Ís- landi Crymogea 164 bls. 2011 4342 Jónsmessunótt á Gróttu, 1993 – Einar Falur Ingólfsson, f. 1966. Úr myndröðinni Hvergiog, 2010 – Katrín Elvarsdóttir, f. 1964. Allur ágóði af sölunni rennur til Krabbameinsfélags Íslands hafðu það um helgina Bleikt slaufunammi - Pink ribbon candy Sölustaðir: N1, Iða, Mál og menning, Háma, Pósturinn, Skeljungur, Debenhams, Samkaup-Strax, Samkaup-Úrval, Nettó, Kaskó og Melabúðin. www.faerid.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.