Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 8
Tekjuhalli hins opin-
bera 155 milljarðar
3,7%
Aukning bæði
HeildArteknA og
-gjAldA ríkisins
milli árAnnA
2009 og 2010
September 2011
Hagtíðindi
tekjuhalli hins opinbera var 155 milljarðar
króna á síðasta ári eða rúmlega 10% af lands-
framleiðslu, sem er svipaður halli og árið 2009.
Þessi óhagstæða niðurstaða skýrist fyrst og
fremst af miklum samdrætti í tekjum hins
opinbera vegna 11% samdráttar í landsfram-
leiðslu árin 2009-2010 á sama tíma og útgjöldin
jukust verulega vegna mikillar skuldsetn-
ingar og aukins atvinnuleysis, að því er fram
kemur í Hagtíðindum. Heildartekjur námu 637
milljörðum króna árið 2010 og jukust um 23
milljarða króna milli ára, eða 3,7%. Útgjöld voru
um 792 milljarðar og jukust einnig um 3,7%,
eða um 28,6 milljarða króna milli ára. - jh
Hvert stefnir evrópa?
samtök atvinnulífsins og samtök
iðnaðarins efna til opins morgunverðar-
fundar í dag, föstudaginn 16. september,
á Hilton reykjavík nordica, kl. 8.30-10.
efni fundarins er staða atvinnulífsins
í evrópu og hagvaxtarhorfur ásamt
mögulegum áhrifum á íslenskt efnahags-
líf. Aðalræðumaður er Philippe de buck,
framkvæmdastjóri businesseuroPe,
Samtaka atvinnulífsins í Evrópu, en yfir-
skrift erindis hans er european business
outlook. Þátttakendur í umræðum að
loknu erindi de bucks eru már guð-
mundsson seðlabankastjóri, árni oddur
Þórðarson, forstjóri eyris og stjórnar-
formaður marels, og Þorgerður katrín
gunnarsdóttir alþingismaður. Fundurinn
fer fram á ensku í aðalsal nordica. -jh
S toðkennarinn er námsvefur sem Starkaður Barkarson hefur haldið úti og þróað
undanfarin átta ár. Fyrst um sinn
var eingöngu um að ræða stafsetn-
ingarvef fyrir unglingastigið en
fljótlega bættust önnur námskeið
við.
Starkaður segir að vefurinn hafi
tekið stakkaskiptum, möguleikar í
síbreytilegu umhverfi netheimsins
til meiri gagnvirkni og þægilegra
viðmóts aukist stöðugt. „Nú býður
Stoðkennarinn upp á námskeið i
stafsetningu, málfræði, bókmennt-
um, stærðfræði, ensku, dönsku,
tölvunámi og samfélagsfræði.
Áherslan er sem fyrr á unglinga-
stigið en við erum smám saman
að fikra okkur niður á miðstigið,“
segir Starkaður.
Hann segir að það sem greini
Stoðkennarann frá flestum öðrum
námsvefjum sé sú staðreynd að
allt sem nemandi gerir sé skráð
til bókar. „Þannig er hægt að nota
vefinn á markvissan hátt, jafnt
í skóla sem heima fyrir. Einnig
bregst Stoðkennarinn ávallt við
villum nemandans og útskýrir
fyrir honum regluna sem hann
braut. Að nota Stoðkennarann er
því að mörgu leyti eins og að hafa
kennara sér við hlið sem bæði
fylgist með gengi þínu og leiðréttir
villurnar,“ segir Starkaður.
Stoðkennarinn býður upp á
þrenns konar aðgang; nemenda-,
kennara- og foreldraaðgang. Nem-
endur fá aðgang að þeim nám-
skeiðum sem þeir eru skráðir í,
geta unnið verkefni á eigin hraða
og eins oft og þeir vilja og fylgst
með einkunnum bætast við í ein-
kunnabækur sínar. Kennarar geta
fylgst með gengi og virkni allra
nemenda sinna og foreldrar geta
gert slíkt hið sama gagnvart sínu
barni. Stoðkennarinn er því m.a.
kjörinn til heimanáms, að sögn
Starkaðar.
Holtaskóli í Keflavík er einn
þeirra skóla sem hafa um árabil
nýtt sér krafta Stoðkennarans.
Björn Víkingur, kennari við
skólann, segir vefinn hafa komið
að góðum notum undanfarin ár.
„Forritið nýtist sem sjálfstætt
ítarefni við annað námsefni þar
sem efnisatriði þess smellpassa
við efnisatriði kennslubókanna
og námskrár,“ segir Björn. Auk
skóla geta einstaklingar keypt sér
áskrift að Stoðkennaranum.
Starkaður segir að fyrstu árin
hafi rekstur Stoðkennarans verið
þungur enda markaðurinn erfiður.
Skólum sé gert að kaupa af ríkis-
rekinni Námsgagnastofnun og
lítið fé sé til annarra kaupa. Smám
saman hafi hins vegar æ fleiri skól-
ar og einstaklingar tekið við sér
á sama tíma og menntamálaráðu-
neytið hóf að styrkja vefinn.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Stoðkennarinn GaGnvirkur námSvefur
Að mörgu leyti eins og að
hafa kennara sér við hlið
stoðkennarinn bregst ávallt við villum nemandans og útskýrir fyrir honum regluna sem hann braut.
starkaður barkarson hefur haldið stoðkennaranum, gagnvirkum námsvef, úti í átta
ár. með honum á myndinni er guðmundur ingi jónsson verkefnisstjóri.
Anton Máni hefur verið okkar maður í fasteignaviðskiptum
undanfarin ár. Hann er yrvegaður, nákvæmur og sérlega
samningalipur, sérstaklega góður í mannlegum samskiptum.
„
“
Hann er fylginn sér og nær árangri.
Hildur Jónsdóttir,
íbúðarkaupandi og seljandi
Anton Máni Svansson
Sölufulltrúi
antonmani@remax.is
Hringdu núna
615 0005
Frítt verðmat
Þórarinn Jónsson hdl.
lögg. Fasteignasali
www.unwomen.is
Fiðrildaáhrif
Skráðu þig núna á
www.unwomen.is
eða hringdu í síma
552-6200.
Hafðu
Þitt framlag skiptir
sköpum í lífi kvenna
og barna þeirra um
heim allan.
Líf í árvekni
Mindful Living
Sálfræðistofa
Björgvins Ingimarssonar
www.salfraedingur.is
Skráning í síma
860 4497 eða
bjorgvin@salfraedingur.is
Helgarnámskeið í einfaldari
og streituminni lífsstíl
1. og 2. október
gegn:
•streitu
•verkjum
•vefjagigt
•síþreytu
•ofþyngd
•kvíða
8 fréttir Helgin 16.-18. september 2011