Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 62
Viltu stofna fyrirtæki? Hnitmiðað námskeið um félagaform, skattlagningu fyrirtækja, frádráttarbæran rekstrarkostnað, útgáfu reikninga, ábyrgð stjórnenda fyrirtækja, fjármál o.fl. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og geta þátttakendur valið um: Morgunnámskeið: kennt þriðjud. 20. sept., 27. sept og 4. okt. kl . 9-12 Síðdegisnámskeið: kennt 21. sept., 26. sept. og 3. okt. kl. 16:30-19:30 Námskeiðsstaður er Holtasmári 1, 6.hæ ð, Kópavogi (Hjartverndarhúsið). Fyrirlesari er Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is Nánari upplýsingar og skráning í síma 552-6090 eða á lexista@lexista.is VR og fleiri félög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu. Á sama tíma að ári Gott er að geta gengið að hlutum vísum þegar sumri hallar. Það á til dæmis við um skólana. Þeir hefjast alltaf á sama tíma – síðustu vikuna í ágúst. Annað sem virðist vera orðið að árlegum haustviðburði er glæsikynningar sjón- varpsstöðvanna á eigin efni, jafnvel í beinni útsendingu svo að enginn missi af dýrðinni. Það þriðja sem virðist vera orðið árlegt er hlutafjáraukning í Vefpressu Björns Inga Hrafnssonar og félaga. Í það minnsta fjalla Reynir Traustason og meðreiðarsveinar hans á DV annað haustið í röð af alúð um peningaskort og þörf á nýju hlutafé í vefveldi Björns Inga sem spannar fjóra frétta- og af- þreyingarmiðla, eina vefverslun og netbúðir með hjálpartækjum ástalífsins og raftækjum. Hvort Birni Inga tekst að ná sér í peninga þetta árið, líkt og í fyrra, verður að koma í ljós en eflaust lesum við um það í DV líkt og um önnur ævintýri Björns Inga. Kæra auglýsingar um verð Stöð 2 hefur kært samkeppnisaðila sinn Skjáinn til Neytendastofu vegna auglýsinga þess síðarnefnda þar sem neytendum er bent á að áskrift að Skjánum sé töluvert ódýrari en áskrift að Stöð 2. Í kær- unni benda Stöðvar 2-menn á að ekki sé um að ræða sambærilega vöru þar sem útsendingartímar Stöðvar 2 séu margfalt fleiri en á Skjá einum og auk þess fái áskrifendur aðgang að Stöð 2 bíó og Stöð 2 extra. Eftir því sem næst verður komist hafa forsvarsmenn Skjásins ekki svarað Neytendastofu. Ljóst er að litlir kærleikar eru á milli sjónvarpsstöðvanna sem gátu einu sinni staðið þétt saman gegn sam- eiginlegum óvini – Ríkissjón- varpinu. 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun  Tobba Marinós rýnir í saMfélagið í nýjuM þæTTi Varalituð á háum hælum með sprungið dekk Tobba Marinós er ekki af baki dottin þótt harkaleg viðbrögð við fyrirhuguðum sjónvarpsþætti hennar og Ellýjar Ármanns hafi orðið til þess að Ellý gekk úr skaftinu. Tobba fer í loftið á Skjá einum á miðvikudaginn kemur með þáttinn Tobba. Lilja Katrín Gunnarsdóttir, leikkona, ritstjóri Séð og heyrt og vinkona Tobbu, grínast með föstum innslögum í þáttunum sem Lillí McSnillí þannig að þar blandast saman gaman og alvara því Tobba ætlar sér að kafa ofan í erfið mál. þ egar allt kemur til alls getur maður ekki treyst á neinn nema sjálfan sig og ég er nú ekkert hrædd við þetta,“ segir Tobba fjallbrött að vanda og vísar til harðrar umræðu um þáttinn sem hún og Ellý ætluðu að stjórna saman. „Svo er ég nú aldrei ein þegar ég er með Lilju Katrínu með mér en ég verð ein í settinu og fæ til mín gesti. Oprah er ein og henni gengur nú vel.“ Tobba segir að þátturinn verði meira en „bara blaður í setti“ og hún verði með að lágmarki þrjú innslög í hverjum þætti. „Ég hef trú á því sem ég er að gera og ætla að taka fyrir verðug og góð málefni. Þátturinn ætti því að höfða til fólks sem er samfélagslega þenkjandi og það er fásinna að þetta verði einhver froða.“ Tobba segist hafa verið dugleg við það undanfarið að koma sér í ótrúlegustu aðstæður í rannsóknum sínum fyrir þátt- inn. „Ég gerði smá samfélagsrannsókn fyrir fyrsta þáttinn þar sem ég var með sprungið dekk úti í kanti. Annars vegar á skítugri Toyotu í íþróttagalla, með gler- augu og hárið í snúð – og hins vegar á háum hælum, með bleikan varalit, í kjól og með uppsett hár. Síðan taldi ég hversu margir stoppuðu hjá illa staddri konu úti í vegkanti í Garðabænum. Og niðurstöð- urnar voru vægast sagt sláandi. Ég mun ræða hvað kom út úr þessu, kurteisi Ís- lendinga og kærleika þeirra til náungans og kærleikann í garð hárra hæla og bleiks varalitar. Og ég get alveg sagt það að kon- ur geta oft verið konum bestar en þær voru það ekki þennan dag í Garðabænum. Tobba segir þáttinn verða góða blöndu af gríni og alvöru. Fyrri hlutinn fer í að kryfja eitt ákveðið málefni og Tobba segist ætla að beina sjónum að vandamálum sem fólk glímir við og þá hluti sem henni finnst ekki hafa fengið næga umfjöllun. „Ég fer langt út fyrir þægindarammann á hverj- um degi í undirbúningsvinnunni. Eftir hlé reynum við svo að vera aðeins flippaðri. Þá er meira léttmeti og Lilja kemur með sitt innslag þannig að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ toti@frettatiminn.is Tobba situr aldrei auðum höndum. Nýja bókin hennar, Lýtalaus, kom út fyrir skömmu og selst eins og heitar lummur og nú er hún á kafi í samfélagsrann- sóknum fyrir sjónvarpsþáttinn sinn, Tobba, sem hefur göngu sína á Skjá einum á miðvikudaginn. Og ég get alveg sagt það að konur geta oft verið konum bestar en þær voru það ekki þennan dag í Garða- bænum.  borgríki siggi sigurjóns sýnir á sér nýja hlið Spillt lögga á kafi í vændi Hinn ástsæli leikari og Spaugstofugrín- ari Sigurður Sigurjónsson birtist í heldur óvenjulegu hlutverki í spennumyndinni Borgríki sem Ólafur Jóhannesson leikstýr- ir og verður frumsýnd í næsta mánuði. Þar leikur Siggi lögreglumanninn Margeir sem villist af vegi dyggðarinnar vegna fíknar sinnar í vændiskonur sem glæpaforinginn Ingvar E. Sigurðsson útvegar honum. „Ég vona fyrir það fyrsta að hann sé ólíkur mínum karakter, segir Siggi þegar hann er spurður hvort ekki sé himinn og haf á milli hans og Margeirs. „Það sem er svona skemmtilegast fyrir mig prívat og persónulega er að þetta er ekki dæmigerð rulla fyrir Sigga Sigurjóns, ef ég orða það bara þannig. Þetta var mjög skemmtileg glíma og löngu tímabært að ég færi í þessa skúffuna. Það var líka ögrandi og skemmtilegt verkefni að leika í Borgríki.“ Siggi segist hafa notið þess að vera með einvala lið leikara í kringum sig. „Ingvar er þarna, Ágústa Eva og hann Zlatko Krickic, hörku nagli sem lék okkur alveg sundur og saman. Og ég lendi þarna í vafa- sömum félagsskap.“ Björn Thors, Björn Hlynur Haraldsson og Gísli Örn Garðars- son eru einnig á meðal leikara í myndinni. „Þetta er nú brjóstumkennanlegur maður sem ég leik. Hann er einmana og mér þykir óskaplega vænt um hann en hann fer út af sporinu, getum við sagt. Annars er sjón sögu ríkari í þessu tilfelli. Hann fetar ekki alveg beinu brautina, karlkvölin, en ég hélt nú með honum allan tímann á meðan ég lék í myndinni. Maður var samt stundum með smá óbragð í munninum en það er bara partur af þess- ari vinnu.“ -þþ Siggi Sigurjóns leikur lögguna Margeir sem leitar ákaft til vændiskvenna. „Ég er óvenju spenntur að sjá árangurinn og ég bara hvet fólk til að sjá þetta því þetta er öðruvísi. Það er alla vega annar Siggi Sigurjóns sem birtist á tjaldinu þarna.“ Harpa á topp tíu heimslistans Harpa heldur áfram að vinna upp í bygg- ingarkostnaðinn með því að laða athygli og dálksentimetra að Íslandi í erlendum fjölmiðlum. Blaðakona Time Out, Rachel Halliburton, var hér á dögunum og skrifar innblásna grein um heimsóknina á netsíðu ferðaútgáfurisans. Rachel telur upp hin klassísku gleðiefni Íslandsfarans: mið- nætursólina, brennivínið og landslag eins og á tunglinu, en mesta púðrið fer þó í afar lofsamlega umfjöllun um nýjasta aðdráttar- afl Reykjavíkur, tónlistarhúsið Hörpu. Rachel talar meðal annars við rússneska fiðlu- virtúósinn og hljómsveitarstjórann Maxim Vengerov, sem segir Hörpu hvorki meira né minna en eitt af tíu bestu tónlistarhúsum heims. 54 dægurmál Helgin 16.-18. september 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.